Dómsmálaráðherraefni Trump kemur fyrir þingnefnd Kjartan Kjartansson skrifar 15. janúar 2019 15:42 Barr var spurður fjölda spurninga um Rússarannsóknina og Trump forseta þegar hann kom fyrir þingnefnd í dag. Vísir/EPA William Barr, dómsmálaráðherraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sagðist myndu leyfa Robert Mueller, sérstaka rannsakanda ráðuneytisins, að ljúka rannsókn sinni á meintu samráði framboðs Trump við Rússa sem ráðherra. Barr kom fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings sem þarf að samþykkja skipan hans í dag. Rússarannsóknin svonefnda setti svip sinn á yfirheyrslurnar yfir Barr hjá nefndinni í dag. Trump tilnefndi Barr, sem var dómsmálaráðherra í tíð George H.W. Bush, til að taka við af Jeff Sessions sem hann rak daginn eftir þingkosningarnar í nóvember. Barr skrifaði meðal annars minnisblað til dómsmálaráðuneytisins í fyrra þar sem hann gagnrýndi rannsókn Mueller harðlega og taldi hana hafa farið úr böndunum. Annan tón kvað við hjá Barr fyrir þingnefndinni í dag. Þar sagðist hann ekki telja að sérstaki rannsakandinn myndi stunda „nornaveiðar“ eins og Trump forseti hefur ítrekað sakað Mueller um að gera. Þá sagði hann mikilvægt að þingið og almenningur fengi aðgang að niðurstöðum Mueller þegar þær liggja fyrir. Þrátt fyrir það lýstu sumir demókratar í nefndinni áhyggjum af afstöðu sem Barr hefur látið uppi varðandi völd forsetans. Þannig las Dianne Feinstein, þingmaður flokksins frá Kaliforníu, upp fyrri yfirlýsingar Barr um hlutverk dómsmálaráðherra og völd forsetans. Þar á meðal voru ummæli Barr um að hann teldi að stjórnarskrá Bandaríkjanna takmarkaði ekki rétt forsetans til að stýra löggæslu- og dómsmálum, jafnvel þegar þau vörðuð hann sjálfan eða framferði hans. Sessions lýsti sig vanhæfan til að hafa umsjón með Rússarannsókninni fljótlega eftir að Mueller var skipaður árið 2017. Barr sagði í dag að hann teldi það hafa verið rétt ákvörðun hjá Sessions í ljósi þess að hann hefði unnið fyrir forsetaframboð Trump og þannig átt í hagsmunaárekstri. Lofaði hann einnig Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, sem hefur haft umsjón með rannsókninni. Rosenstein hefur ítrekað verið skotspónn árása Trump forseta. Hann er talinn ætla að stíga til hliðar þegar Barr tekur við embætti.President Trump's attorney general pick William Barr: “I don't believe Mr. Mueller would be involved in a witch hunt.” https://t.co/k1ufGVAubz pic.twitter.com/JUexBX4ujF— CNN (@CNN) January 15, 2019 Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Ráðherraefni Trump sendi ráðuneyti álit á Rússarannsókninni Maðurinn sem Trump vill skipa dómsmálaráðherra sagði rannsókn Roberts Mueller "frámunalega óábyrga“ og að hún gæti haft "hörmulegar afleiðingar“. 20. desember 2018 09:55 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
William Barr, dómsmálaráðherraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sagðist myndu leyfa Robert Mueller, sérstaka rannsakanda ráðuneytisins, að ljúka rannsókn sinni á meintu samráði framboðs Trump við Rússa sem ráðherra. Barr kom fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings sem þarf að samþykkja skipan hans í dag. Rússarannsóknin svonefnda setti svip sinn á yfirheyrslurnar yfir Barr hjá nefndinni í dag. Trump tilnefndi Barr, sem var dómsmálaráðherra í tíð George H.W. Bush, til að taka við af Jeff Sessions sem hann rak daginn eftir þingkosningarnar í nóvember. Barr skrifaði meðal annars minnisblað til dómsmálaráðuneytisins í fyrra þar sem hann gagnrýndi rannsókn Mueller harðlega og taldi hana hafa farið úr böndunum. Annan tón kvað við hjá Barr fyrir þingnefndinni í dag. Þar sagðist hann ekki telja að sérstaki rannsakandinn myndi stunda „nornaveiðar“ eins og Trump forseti hefur ítrekað sakað Mueller um að gera. Þá sagði hann mikilvægt að þingið og almenningur fengi aðgang að niðurstöðum Mueller þegar þær liggja fyrir. Þrátt fyrir það lýstu sumir demókratar í nefndinni áhyggjum af afstöðu sem Barr hefur látið uppi varðandi völd forsetans. Þannig las Dianne Feinstein, þingmaður flokksins frá Kaliforníu, upp fyrri yfirlýsingar Barr um hlutverk dómsmálaráðherra og völd forsetans. Þar á meðal voru ummæli Barr um að hann teldi að stjórnarskrá Bandaríkjanna takmarkaði ekki rétt forsetans til að stýra löggæslu- og dómsmálum, jafnvel þegar þau vörðuð hann sjálfan eða framferði hans. Sessions lýsti sig vanhæfan til að hafa umsjón með Rússarannsókninni fljótlega eftir að Mueller var skipaður árið 2017. Barr sagði í dag að hann teldi það hafa verið rétt ákvörðun hjá Sessions í ljósi þess að hann hefði unnið fyrir forsetaframboð Trump og þannig átt í hagsmunaárekstri. Lofaði hann einnig Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, sem hefur haft umsjón með rannsókninni. Rosenstein hefur ítrekað verið skotspónn árása Trump forseta. Hann er talinn ætla að stíga til hliðar þegar Barr tekur við embætti.President Trump's attorney general pick William Barr: “I don't believe Mr. Mueller would be involved in a witch hunt.” https://t.co/k1ufGVAubz pic.twitter.com/JUexBX4ujF— CNN (@CNN) January 15, 2019
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Ráðherraefni Trump sendi ráðuneyti álit á Rússarannsókninni Maðurinn sem Trump vill skipa dómsmálaráðherra sagði rannsókn Roberts Mueller "frámunalega óábyrga“ og að hún gæti haft "hörmulegar afleiðingar“. 20. desember 2018 09:55 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Ráðherraefni Trump sendi ráðuneyti álit á Rússarannsókninni Maðurinn sem Trump vill skipa dómsmálaráðherra sagði rannsókn Roberts Mueller "frámunalega óábyrga“ og að hún gæti haft "hörmulegar afleiðingar“. 20. desember 2018 09:55