Kjöt af sjúkum pólskum kúm selt til annarra Evrópuríkja Samúel Karl Ólason skrifar 31. janúar 2019 15:45 Kýrnar voru það veikar að þær gátu ekki staðið í lappirnar. Um það bil tvö og hálft tonn af nautakjöti af sjúkum kúm sem slátrað var með ólöglegum hætti í Póllandi var selt til ellefu Evrópuríkja. Matvælastofnun Póllands segir kjötið einnig hafa verið selt í Póllandi en það hafi allt verið innkallað. Þar að auki var það selt til Eistlands, Finnlands, Frakklands, Litháen, Rúmeníu, Portúgal, Slóvakíu, Spánar, Svíþjóðar, Ungverjalands og Þýskalands. Upp komst um slátrunina vegna leynilegra upptaka sjónvarpstöðvarinn TVN í Póllandi. Upptökurnar sýna að veikum kúm var slátrað án þess að dýralæknir væri viðstaddur, eins og lög segi til um að þurfi að vera. Kýrnar voru það veikar að þær gátu ekki staðið í lappirnar og þurfti að draga þær inn í sláturhúsið.Þrátt fyrir það stóð á umbúðum kjötsins að framleiðsla þess hefði fylgt lögum og reglum. Sláturhúsinu hefur verið lokað, samkvæmt BBC, en ekki áður en kjötið var flutt á brott. Yfirvöld í Póllandi segja að um skýran brotavilja hafi verið að ræða enda hafi slátrunin farið fram að nóttu til svo eftirlitsaðilar kæmust ekki á snoðir um hana. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir að verið sé að vinna í því að elta kjötið uppi og eyða því. Yfirvöld í Svíþjóð segja hluta kjötsins hafa verið seldan til fjögurra fyrirtækja þar í landi. Um 250 kíló enduðu í Finnlandi og er verið að kanna hvort það hafi verið selt í búðum. Málið þykir minna á atvik árið 2013 þegar í ljós kom að hrossakjöt hafði verið blandað við Nautakjöt í massavís og það selt víða um Evrópu. Árið 2015 var hollenskur maður dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi vegna málsins.Innan Evrópusambandsins er upprunalandi kjötvara skylt að tryggja að skoðun kjöts fari fram áður en það er flutt úr landi. Þá segja reglur einnig til um að skoða þurfi dýr bæði áður og eftir að þeim er slátrað í viðurvist dýralækna. Yfirvöld í Póllandi ætla að setja upp eftirlitsmyndavélar í sláturhúsum og fjölga eftirlitsmönnum í kjölfar umfjöllunar TVN. Þá hefur lögreglan sett rannsókn á lagnirnar sem beinist gegn tveimur fyrirtækjum sem sögð eru hafa komið að slátruninni. Dýr Evrópusambandið Pólland Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Sjá meira
Um það bil tvö og hálft tonn af nautakjöti af sjúkum kúm sem slátrað var með ólöglegum hætti í Póllandi var selt til ellefu Evrópuríkja. Matvælastofnun Póllands segir kjötið einnig hafa verið selt í Póllandi en það hafi allt verið innkallað. Þar að auki var það selt til Eistlands, Finnlands, Frakklands, Litháen, Rúmeníu, Portúgal, Slóvakíu, Spánar, Svíþjóðar, Ungverjalands og Þýskalands. Upp komst um slátrunina vegna leynilegra upptaka sjónvarpstöðvarinn TVN í Póllandi. Upptökurnar sýna að veikum kúm var slátrað án þess að dýralæknir væri viðstaddur, eins og lög segi til um að þurfi að vera. Kýrnar voru það veikar að þær gátu ekki staðið í lappirnar og þurfti að draga þær inn í sláturhúsið.Þrátt fyrir það stóð á umbúðum kjötsins að framleiðsla þess hefði fylgt lögum og reglum. Sláturhúsinu hefur verið lokað, samkvæmt BBC, en ekki áður en kjötið var flutt á brott. Yfirvöld í Póllandi segja að um skýran brotavilja hafi verið að ræða enda hafi slátrunin farið fram að nóttu til svo eftirlitsaðilar kæmust ekki á snoðir um hana. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir að verið sé að vinna í því að elta kjötið uppi og eyða því. Yfirvöld í Svíþjóð segja hluta kjötsins hafa verið seldan til fjögurra fyrirtækja þar í landi. Um 250 kíló enduðu í Finnlandi og er verið að kanna hvort það hafi verið selt í búðum. Málið þykir minna á atvik árið 2013 þegar í ljós kom að hrossakjöt hafði verið blandað við Nautakjöt í massavís og það selt víða um Evrópu. Árið 2015 var hollenskur maður dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi vegna málsins.Innan Evrópusambandsins er upprunalandi kjötvara skylt að tryggja að skoðun kjöts fari fram áður en það er flutt úr landi. Þá segja reglur einnig til um að skoða þurfi dýr bæði áður og eftir að þeim er slátrað í viðurvist dýralækna. Yfirvöld í Póllandi ætla að setja upp eftirlitsmyndavélar í sláturhúsum og fjölga eftirlitsmönnum í kjölfar umfjöllunar TVN. Þá hefur lögreglan sett rannsókn á lagnirnar sem beinist gegn tveimur fyrirtækjum sem sögð eru hafa komið að slátruninni.
Dýr Evrópusambandið Pólland Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Sjá meira