Ríkasti maður heims sakar götublað um kúgun með vandræðalegum myndum Kjartan Kjartansson skrifar 8. febrúar 2019 07:52 Bezos segir National Enquirer hafa hótað sér með birtingu nektarmynda. Vísir/EPA Jeff Bezos, ríkasti maður heims, sakaði eitt helsta götublað Bandaríkjanna í gær um að reyna að kúga sig til að hætta rannsókn á hvernig einkaskilaboðum hans og myndum var lekið til blaðsins með því hóta að birta kynferðislegar myndir af honum og hjákonu hans. Bezos er eigandi Amazon og Washington Post sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fundið flest til foráttu. Útgefandi blaðsins er náinn vinur forsetans. Í bloggfærslu sem Bezos birti í gær undir fyrirsögninni „Nei, takk, herra Pecker“ segir auðkýfingurinn frá samskiptum sínum við götublaðið National Enquirer. Blaðið er í eigu útgáfufyrirtækisins American Media Incorporated undir stjórn Davids J. Pecker. Bezos og eiginkona hans til tuttugu og fimm ára tilkynntu að þau ætluðu að skilja rétt áður en National Enquirer birti umfjöllun um framhjáhald hans í síðasta mánuði. Miklar vangaveltur voru þá uppi um hvort að umfjöllun blaðsins ætti sér pólitískar rætur. Milljarðamæringurinn hefur verið skotspónn Trump forseta, ekki síst vegna umfjöllunar Washington Post, en Pecker hefur ítrekað beitt fjölmiðlum sínum í þágu forsetans, meðal annars með því að þagga niður vandræðaleg mál sem tengjast honum. Umfjöllun National Enquirer var ellefu blaðsíðna löng og skreytt fjölda mynda sem teknar voru í leyni af Bezos og fjölmiðlakonunni Lauren Sánchez. Blaðið vitnaði einnig í smáskilaboð sem Bezos hafði sent Sánchez og stærði sig af því að umfjöllunin væri afrakstur umfangsmestu rannsóknar í sögu þess. Í kjölfarið hóf Bezoz sína eigin rannsókn á hvernig smáskilaboð hans enduðu í höndum götublaðsins. Gavin de Becker, öryggisstjóri Bezos, stýrir þeirri rannsókn, að sögn New York Times.David Pecker, útgefandi National Enquirer og vinur Trump.AP/Marion CurtisHótað með sjálfsmynd „neðan beltis“ Nú heldur Bezos því fram að American Media hafi hótað honum því að birta vandræðalegar myndir af honum, þar á meðal sjálfsmynd „neðan beltis“, ef hann segði ekki opinberlega að umfjöllun National Enquirer um framhjáhaldið hefði ekki átt sér pólitískar orsakir. Því sagðist Bezos hafna algerlega og sakaði blaðið um „nauðung og kúgun“. „Ef ég í minni stöðu get ekki staðið gegn svona kúgun, hversu margir geta það?“ skrifaði Bezos. Deildi hann tölvupóstum frá American Media í bloggfærslu sinni. Í því krafði lögmaður fyrirtækisins Bezos um að hann lýsti því yfir opinberlega að hann hefði enga vitneskju eða grundvöll til að telja að umfjöllun þess hefði átt sér pólitískan uppruna. „Auðvitað vil ég ekki að persónulegar myndir verði birtar en ég vil heldur ekki taka þátt í vel þekktum aðferðum þeirra: kúgunum, pólitískum greiðum, pólitískum árásum og spillingu. Ég kýs frekar að standa upp, velta þessum steini við og sjá hvað skríður undan honum,“ skrifaði Bezos. De Becker hélt því fram við Washington Post, sem Bezos á, að kveikjan að umfjöllun National Enquirer hafi verið leki af „pólitískum hvötum“.Trump forseti hefur ítrekað ráðist að Bezos, Washington Post og Amazon. Hann uppnefndi Bezos meðal annars kjána (bozo) í tísti nýlega.Getty/Jeff J. MitchellGerðu sátt við saksóknara vegna greiðslu til meintrar hjákonu Trump Málið nú vekur ekki síst athygli í ljósi sáttar sem Pecker og American Media gerðu við alríkissaksóknara í New York í september. Saksóknararnir höfðu komist að því að greiðsla fyrirtækisins til klámmyndaleikkonu sem sagðist hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump forseta hefði verið ólöglegt kosningaframlag. American Media slapp við saksókn en þurfti í staðinn að viðurkenna að það hefði greitt konunni til að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Lofaði það einnig að fremja engin brot í þrjú ár. Að öðrum kosti gætu saksóknararnir dregið málið gegn fyrirtækinu aftur. Reynist fyrirtækið hafa brotið af sér í máli Bezos gæti það þannig ógnað sáttinni sem það gerði við saksóknarana, að sögn New York Times. Amazon Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ríkasti maður heims og eiginkona að skilja Jeff Bezos, forstjóri vefrisans Amazon og ríkasti maður heims, tilkynnti í dag að hann og McKensie Bezos, eiginkona hans til fjölda ára ætli sér að skilja. 9. janúar 2019 15:32 Útgefandi götublaðs viðurkennir þagnarkaup til að verja Trump Upplýsingar útgáfufyrirtækisins AMI styrkja ásakanir um að Trump Bandaríkjaforseti hafi brotið kosningalög með ólöglegum greiðslum til kvenna sem sögðust hafa átt í kynferðislegu sambandi við hann. 13. desember 2018 10:30 Hinn samansaumaði Jeff Bezos varð ríkasti maður nútímasögunnar í dag Stofnandi Amazon sagður fremur nískur, annað en keppinautur hans á listanum Bill Gates. 16. júlí 2018 20:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Jeff Bezos, ríkasti maður heims, sakaði eitt helsta götublað Bandaríkjanna í gær um að reyna að kúga sig til að hætta rannsókn á hvernig einkaskilaboðum hans og myndum var lekið til blaðsins með því hóta að birta kynferðislegar myndir af honum og hjákonu hans. Bezos er eigandi Amazon og Washington Post sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fundið flest til foráttu. Útgefandi blaðsins er náinn vinur forsetans. Í bloggfærslu sem Bezos birti í gær undir fyrirsögninni „Nei, takk, herra Pecker“ segir auðkýfingurinn frá samskiptum sínum við götublaðið National Enquirer. Blaðið er í eigu útgáfufyrirtækisins American Media Incorporated undir stjórn Davids J. Pecker. Bezos og eiginkona hans til tuttugu og fimm ára tilkynntu að þau ætluðu að skilja rétt áður en National Enquirer birti umfjöllun um framhjáhald hans í síðasta mánuði. Miklar vangaveltur voru þá uppi um hvort að umfjöllun blaðsins ætti sér pólitískar rætur. Milljarðamæringurinn hefur verið skotspónn Trump forseta, ekki síst vegna umfjöllunar Washington Post, en Pecker hefur ítrekað beitt fjölmiðlum sínum í þágu forsetans, meðal annars með því að þagga niður vandræðaleg mál sem tengjast honum. Umfjöllun National Enquirer var ellefu blaðsíðna löng og skreytt fjölda mynda sem teknar voru í leyni af Bezos og fjölmiðlakonunni Lauren Sánchez. Blaðið vitnaði einnig í smáskilaboð sem Bezos hafði sent Sánchez og stærði sig af því að umfjöllunin væri afrakstur umfangsmestu rannsóknar í sögu þess. Í kjölfarið hóf Bezoz sína eigin rannsókn á hvernig smáskilaboð hans enduðu í höndum götublaðsins. Gavin de Becker, öryggisstjóri Bezos, stýrir þeirri rannsókn, að sögn New York Times.David Pecker, útgefandi National Enquirer og vinur Trump.AP/Marion CurtisHótað með sjálfsmynd „neðan beltis“ Nú heldur Bezos því fram að American Media hafi hótað honum því að birta vandræðalegar myndir af honum, þar á meðal sjálfsmynd „neðan beltis“, ef hann segði ekki opinberlega að umfjöllun National Enquirer um framhjáhaldið hefði ekki átt sér pólitískar orsakir. Því sagðist Bezos hafna algerlega og sakaði blaðið um „nauðung og kúgun“. „Ef ég í minni stöðu get ekki staðið gegn svona kúgun, hversu margir geta það?“ skrifaði Bezos. Deildi hann tölvupóstum frá American Media í bloggfærslu sinni. Í því krafði lögmaður fyrirtækisins Bezos um að hann lýsti því yfir opinberlega að hann hefði enga vitneskju eða grundvöll til að telja að umfjöllun þess hefði átt sér pólitískan uppruna. „Auðvitað vil ég ekki að persónulegar myndir verði birtar en ég vil heldur ekki taka þátt í vel þekktum aðferðum þeirra: kúgunum, pólitískum greiðum, pólitískum árásum og spillingu. Ég kýs frekar að standa upp, velta þessum steini við og sjá hvað skríður undan honum,“ skrifaði Bezos. De Becker hélt því fram við Washington Post, sem Bezos á, að kveikjan að umfjöllun National Enquirer hafi verið leki af „pólitískum hvötum“.Trump forseti hefur ítrekað ráðist að Bezos, Washington Post og Amazon. Hann uppnefndi Bezos meðal annars kjána (bozo) í tísti nýlega.Getty/Jeff J. MitchellGerðu sátt við saksóknara vegna greiðslu til meintrar hjákonu Trump Málið nú vekur ekki síst athygli í ljósi sáttar sem Pecker og American Media gerðu við alríkissaksóknara í New York í september. Saksóknararnir höfðu komist að því að greiðsla fyrirtækisins til klámmyndaleikkonu sem sagðist hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump forseta hefði verið ólöglegt kosningaframlag. American Media slapp við saksókn en þurfti í staðinn að viðurkenna að það hefði greitt konunni til að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Lofaði það einnig að fremja engin brot í þrjú ár. Að öðrum kosti gætu saksóknararnir dregið málið gegn fyrirtækinu aftur. Reynist fyrirtækið hafa brotið af sér í máli Bezos gæti það þannig ógnað sáttinni sem það gerði við saksóknarana, að sögn New York Times.
Amazon Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ríkasti maður heims og eiginkona að skilja Jeff Bezos, forstjóri vefrisans Amazon og ríkasti maður heims, tilkynnti í dag að hann og McKensie Bezos, eiginkona hans til fjölda ára ætli sér að skilja. 9. janúar 2019 15:32 Útgefandi götublaðs viðurkennir þagnarkaup til að verja Trump Upplýsingar útgáfufyrirtækisins AMI styrkja ásakanir um að Trump Bandaríkjaforseti hafi brotið kosningalög með ólöglegum greiðslum til kvenna sem sögðust hafa átt í kynferðislegu sambandi við hann. 13. desember 2018 10:30 Hinn samansaumaði Jeff Bezos varð ríkasti maður nútímasögunnar í dag Stofnandi Amazon sagður fremur nískur, annað en keppinautur hans á listanum Bill Gates. 16. júlí 2018 20:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Ríkasti maður heims og eiginkona að skilja Jeff Bezos, forstjóri vefrisans Amazon og ríkasti maður heims, tilkynnti í dag að hann og McKensie Bezos, eiginkona hans til fjölda ára ætli sér að skilja. 9. janúar 2019 15:32
Útgefandi götublaðs viðurkennir þagnarkaup til að verja Trump Upplýsingar útgáfufyrirtækisins AMI styrkja ásakanir um að Trump Bandaríkjaforseti hafi brotið kosningalög með ólöglegum greiðslum til kvenna sem sögðust hafa átt í kynferðislegu sambandi við hann. 13. desember 2018 10:30
Hinn samansaumaði Jeff Bezos varð ríkasti maður nútímasögunnar í dag Stofnandi Amazon sagður fremur nískur, annað en keppinautur hans á listanum Bill Gates. 16. júlí 2018 20:33