Pólverjar frjósamari á Íslandi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. febrúar 2019 21:45 Pólskar konur sem búsettar eru á Íslandi fæða nærri helmingi fleiri börn en þær sem búa í Póllandi. Nú fæðast um 500 pólsk börn hér árlega. Pólverjum á Íslandi fækkaði verulega í hruninu þegar margir snéu aftur til Póllands. Frá 2012 hefur þeim fjölgað gríðarlega á ný og hafa aldrei verið fleiri að sögn pólska sendiherrans á Íslandi sem er sálfræðingur að mennt og hefur að undanförnu unnið að því að greina hópinn. Tölfræðin sýni að Pólverjar hér séu um tuttugu þúsund. „En inni í þessum tölum er auðvitað ekki Pólverjar sem eru með íslenskt vegabréf. Svo eru líka margir Pólverjar sem koma hingað í aðeins nokkra mánuði að vinna,“ segir Gerard Pokrusznski, pólski sendiherrann á Íslandi en hann áætlar að Pólverjar hér séu á bilinu þrjátíu til fjörutíu þúsund. Hann segir þróunina jákvæða, sérstaklega fyrir minni samfélög en ólíkt öðrum innflytjendahópum setja Pólverjar að í öllum landshlutum. „Til dæmis í Bolungarvík voru í 1.bekk í skólanum í vetur fimm íslensk börn og níu pólsk,“ segir Gerard. Samkvæmt tölum sendiráðsins fæðast hér um fimm hundruð börn árlega. Pólskar konur á Íslandi fæða að meðaltali 2,62 börn en aðeins um 1,5 barn í Póllandi. Gerard segir að ástæðurnar séu menningar og fjárhagslegar en lang flestir Pólverjar sem setjast hér að koma frá íhaldssömum héröðum í Austur-Pólland. „Þau hafa mjög íhaldsamt viðhorf til fjölskyldunnar og kirkjunnar þar og svo búa Pólverjar við mjög góðan efnahag hér,“ segir Gerard. Hann segir að það setjist um þrjú hundruð Pólverjar að á Íslandi árlega og telur hann að þeim muni fjölga næstu ár. Börn og uppeldi Pólland Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Pólskar konur sem búsettar eru á Íslandi fæða nærri helmingi fleiri börn en þær sem búa í Póllandi. Nú fæðast um 500 pólsk börn hér árlega. Pólverjum á Íslandi fækkaði verulega í hruninu þegar margir snéu aftur til Póllands. Frá 2012 hefur þeim fjölgað gríðarlega á ný og hafa aldrei verið fleiri að sögn pólska sendiherrans á Íslandi sem er sálfræðingur að mennt og hefur að undanförnu unnið að því að greina hópinn. Tölfræðin sýni að Pólverjar hér séu um tuttugu þúsund. „En inni í þessum tölum er auðvitað ekki Pólverjar sem eru með íslenskt vegabréf. Svo eru líka margir Pólverjar sem koma hingað í aðeins nokkra mánuði að vinna,“ segir Gerard Pokrusznski, pólski sendiherrann á Íslandi en hann áætlar að Pólverjar hér séu á bilinu þrjátíu til fjörutíu þúsund. Hann segir þróunina jákvæða, sérstaklega fyrir minni samfélög en ólíkt öðrum innflytjendahópum setja Pólverjar að í öllum landshlutum. „Til dæmis í Bolungarvík voru í 1.bekk í skólanum í vetur fimm íslensk börn og níu pólsk,“ segir Gerard. Samkvæmt tölum sendiráðsins fæðast hér um fimm hundruð börn árlega. Pólskar konur á Íslandi fæða að meðaltali 2,62 börn en aðeins um 1,5 barn í Póllandi. Gerard segir að ástæðurnar séu menningar og fjárhagslegar en lang flestir Pólverjar sem setjast hér að koma frá íhaldssömum héröðum í Austur-Pólland. „Þau hafa mjög íhaldsamt viðhorf til fjölskyldunnar og kirkjunnar þar og svo búa Pólverjar við mjög góðan efnahag hér,“ segir Gerard. Hann segir að það setjist um þrjú hundruð Pólverjar að á Íslandi árlega og telur hann að þeim muni fjölga næstu ár.
Börn og uppeldi Pólland Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira