Demókratar hafna tilboði Barr varðandi skýrslu Mueller Samúel Karl Ólason skrifar 19. apríl 2019 23:53 Nancy Pelosi og Chuck Schumer. Getty/Zach Gibson Þingmenn Demókrataflokksins hafa hafnað tilboði William Barr, dómsmálaráðherra, um að fá að sjá skýrslu Robert Mueller, þar sem búið er að fjarlægja hluta yfirstrikanna ráðuneytisins. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, og Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni, segja of mörg og bindandi skilyrði fylgja boði Barr. Þá helst það skilyrði hve fáir þingmenn mega sjá þá útgáfu skýrslunnar sem um ræðir. Ráðuneytið huldi um tíu prósent 448 blaðsíðna skýrslu Mueller vegna viðkvæmni þeirra upplýsinga sem þar koma fram. Meðal annars vegna yfirstandandi rannsókna, dómsmála og vegna leynilegra aðferða við upplýsingaöflun. Barr vildi einungis leyfa tólf háttsettum þingmönnum og takmörkuðum fjölda aðstoðarmanna þeirra að sjá þessa útgáfu skýrslunnar en sú útgáfa inniheldur ekki gögn sem koma frá svokölluðum „Grand Jury“ málum, þar sem hópur kviðdómenda fær að sjá gögn mála og leggja til hvort ákæra eigi. Repúblikanar segja hendur Barr bundnar varðandi það, þar sem ólöglegt sé að opinbera slík gögn. Eina leið Demókrata til að koma höndum yfir þau gögn er að hefja ferli til að mögulega ákæra Trump fyrir embættisbrot. Í rannsóknum gagnvart bæði Richard Nixon og Bill Clinton voru þau gögn sem um ræðir opinberuð í tengslum við mögulegar kærur fyrir embættisbrot.Samkvæmt Politico segjast Pelosi og Schumer tilbúin til viðræðna við ráðuneytið um málið, því þau vilja að þingmenn tiltekinna nefnda sem hafi ýmis málefni sem snúa að Donald Trump til rannsóknar, fái einnig aðgang að skýrslunni.Jerry Nadler, formaður dómsmálanefndar fulltrúadeildarinnar hefur lagt fram stefnur í þeim tilgangi að fá aðgang að skýrslunni allir og öllum gögnum rannsóknar Mueller. Sömuleiðis hefur hann boðað Mueller á fund nefndarinnar fyrir þann 23. maí. Washington Post segir skiptar skoðanir meðal þingmanna Demókrataflokksins um hvort kæra eigi Trump fyrir embættisbrot eða halda rannsóknum áfram.Eftir að forsetaframbjóðandinn Elizabeth Warren steig fram og sagði að kæra ætti Trump, sagði talsmaður Pelosi að þingið þurfi að taka eitt skref í einu. Fyrsta skrefið sé að fá skýrsluna og rannsóknargögn teymis Mueller og fá Mueller á nefndarfundi þar sem þingmenn geti spurt hann spurninga. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússarannsóknin Tengdar fréttir Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Blaðafulltrúi Hvíta hússins laug um Comey Sarah Huckabee Sanders viðurkenndi að fullyrðingar hennar um að fyrrverandi forstjóri FBI hafi misst traust starfsmanna sinna hafi verið úr lausu lofti gripnar. 18. apríl 2019 22:15 Kallar eftir því að Trump verði kærður fyrir embættisbrot Warren er fyrst forsetaframbjóðenda Demókrataflokksins til að kalla eftir því að þetta ferli verði hafið. 19. apríl 2019 21:12 Trump ekki lengur sáttur við skýrslu Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur varið síðustu vikum í að staðhæfa að skýrsla Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hreinsi hann af sök. Hann virðist hættur því. 19. apríl 2019 18:00 Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Þingmenn Demókrataflokksins hafa hafnað tilboði William Barr, dómsmálaráðherra, um að fá að sjá skýrslu Robert Mueller, þar sem búið er að fjarlægja hluta yfirstrikanna ráðuneytisins. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, og Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni, segja of mörg og bindandi skilyrði fylgja boði Barr. Þá helst það skilyrði hve fáir þingmenn mega sjá þá útgáfu skýrslunnar sem um ræðir. Ráðuneytið huldi um tíu prósent 448 blaðsíðna skýrslu Mueller vegna viðkvæmni þeirra upplýsinga sem þar koma fram. Meðal annars vegna yfirstandandi rannsókna, dómsmála og vegna leynilegra aðferða við upplýsingaöflun. Barr vildi einungis leyfa tólf háttsettum þingmönnum og takmörkuðum fjölda aðstoðarmanna þeirra að sjá þessa útgáfu skýrslunnar en sú útgáfa inniheldur ekki gögn sem koma frá svokölluðum „Grand Jury“ málum, þar sem hópur kviðdómenda fær að sjá gögn mála og leggja til hvort ákæra eigi. Repúblikanar segja hendur Barr bundnar varðandi það, þar sem ólöglegt sé að opinbera slík gögn. Eina leið Demókrata til að koma höndum yfir þau gögn er að hefja ferli til að mögulega ákæra Trump fyrir embættisbrot. Í rannsóknum gagnvart bæði Richard Nixon og Bill Clinton voru þau gögn sem um ræðir opinberuð í tengslum við mögulegar kærur fyrir embættisbrot.Samkvæmt Politico segjast Pelosi og Schumer tilbúin til viðræðna við ráðuneytið um málið, því þau vilja að þingmenn tiltekinna nefnda sem hafi ýmis málefni sem snúa að Donald Trump til rannsóknar, fái einnig aðgang að skýrslunni.Jerry Nadler, formaður dómsmálanefndar fulltrúadeildarinnar hefur lagt fram stefnur í þeim tilgangi að fá aðgang að skýrslunni allir og öllum gögnum rannsóknar Mueller. Sömuleiðis hefur hann boðað Mueller á fund nefndarinnar fyrir þann 23. maí. Washington Post segir skiptar skoðanir meðal þingmanna Demókrataflokksins um hvort kæra eigi Trump fyrir embættisbrot eða halda rannsóknum áfram.Eftir að forsetaframbjóðandinn Elizabeth Warren steig fram og sagði að kæra ætti Trump, sagði talsmaður Pelosi að þingið þurfi að taka eitt skref í einu. Fyrsta skrefið sé að fá skýrsluna og rannsóknargögn teymis Mueller og fá Mueller á nefndarfundi þar sem þingmenn geti spurt hann spurninga.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússarannsóknin Tengdar fréttir Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Blaðafulltrúi Hvíta hússins laug um Comey Sarah Huckabee Sanders viðurkenndi að fullyrðingar hennar um að fyrrverandi forstjóri FBI hafi misst traust starfsmanna sinna hafi verið úr lausu lofti gripnar. 18. apríl 2019 22:15 Kallar eftir því að Trump verði kærður fyrir embættisbrot Warren er fyrst forsetaframbjóðenda Demókrataflokksins til að kalla eftir því að þetta ferli verði hafið. 19. apríl 2019 21:12 Trump ekki lengur sáttur við skýrslu Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur varið síðustu vikum í að staðhæfa að skýrsla Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hreinsi hann af sök. Hann virðist hættur því. 19. apríl 2019 18:00 Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11
Blaðafulltrúi Hvíta hússins laug um Comey Sarah Huckabee Sanders viðurkenndi að fullyrðingar hennar um að fyrrverandi forstjóri FBI hafi misst traust starfsmanna sinna hafi verið úr lausu lofti gripnar. 18. apríl 2019 22:15
Kallar eftir því að Trump verði kærður fyrir embættisbrot Warren er fyrst forsetaframbjóðenda Demókrataflokksins til að kalla eftir því að þetta ferli verði hafið. 19. apríl 2019 21:12
Trump ekki lengur sáttur við skýrslu Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur varið síðustu vikum í að staðhæfa að skýrsla Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hreinsi hann af sök. Hann virðist hættur því. 19. apríl 2019 18:00
Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43