Dómsmálaráðherra Trump tekur upphaf Rússarannsóknarinnar til skoðunar Samúel Karl Ólason skrifar 10. apríl 2019 22:15 William P. Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. AP/Andrew Harnik William P. Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagðist í kvöld telja að „njósnað“ hafi verið um framboð Donald Trump, forseta, og sagðist hann ætla að kanna hvort reglur hafi verið brotnar. Barr vísaði ekki til neins tiltekins atviks, né færði hann sannanir fyrir máli sínu en ummælin eru í takt við yfirlýsingar Trump um að Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) og leyniþjónustur hafi njósnað um sig við rannsókn þeirra á afskiptum yfirvalda Rússlands af forsetakosningunum 2016 og hvort að framboð Trump hefði starfað með þeim. Í ljós hefur komið að FBI fékk heimild til að hlera Carter Page, kosningastjóra Trump, en þó einungis eftir að hann hætti hjá framboðinu. Samkvæmt New York Times er einnig mögulegt að FBI hafi notað heimildarmann til að fá upplýsingar um aðila sem komu að framboðinu en það hefur aldrei fengist staðfest.Trump hefur ítrekað sagt að FBI og leyniþjónusturnar hafi njósnað um sig til að reyna að koma í veg fyrir að hann yrði forseti og hefur hann jafnvel lýst rannsókninni sem tilraun til valdaráns. Þessar ásakanir hans hefur hann notað til að kalla eftir rannsóknum á andstæðingum sínum.So, it has now been determined, by 18 people that truly hate President Trump, that there was No Collusion with Russia. In fact, it was an illegal investigation that should never have been allowed to start. I fought back hard against this Phony & Treasonous Hoax! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 10, 2019 Undir lok fundar fjárlaganefndar öldungadeildarinnar, þar sem Barr sat fyrir svörum, dró hann þó aðeins í land og sagðist ekki vera að halda því fram að „óviðeigandi eftirlit“ hefði átt sér stað. Hann sagðist hafa áhyggjur af því að slíkt hafi gerst og sagðist vilja rannsaka það. Barr sagðist ætla að vinna með Christopher A. Wray, yfirmanni FBI, til þess að komast að uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu en hann benti einnig á að bæði þingið og innra eftirlit FBI hefðu rannsakað hvort eitthvað ólöglegt eða óviðeigandi hefði átt sér stað við rannsóknina. Hann vildi þó fara yfir niðurstöður þeirra og sjá hvort einhverjum spurningum væri ósvarað. Líklegt þykir að ummæli Barr, sem eru í takt við ummæli Trump, muni valda usla meðal Demókrata sem hafa þegar sakað hann um að vera leppur Trump og reyna að nota ráðherrastöðu sína til að verja forsetann. Sérstaklega eftir að Rússarannsókninni lauk og Barr gaf út eigið minnisblað um eigin niðurstöður á rannsókninni.Sjá einnig: Segir túlkun Barr á Mueller-skýrslunni bæði hrokafulla og yfirlætislegaWilliam Barr var skipaður í embætti Dómsmálaráðherra í síðasta mánuði. Hann var á árum áður ráðherra í forsetatíð George H.W. Bush en Trump tilnefndi hann eftir að hann rak Jeff Sessions úr embættinu. Þá hafði Trump lengi verið reiður út í Sessions vegna þess að hann lýsti sig vanhæfan varðandi Rússarannsóknina eftir að hann sagði ósatt um fundi með Sergei Kislyak, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum.Barr sendi í fyrra 20 tuttugu blaðsíðna minnisblað óumbeðinn til Dómsmálaráðuneytisins þar sem hann gagnrýndi rannsókn Mueller harðlega og sagði hana hafa farið úr böndunum. Hann deildi minnisblaðinu einnig með lögmönnum Trump. Síðan hann birti fjögurra blaðsíðna samantekt sína um 400 blaðsíðna skýrslu Robert Mueller hafa Demókratar kallað eftir því að skýrslan sjálf verði opinberuð. Barr segist ætla að birta skýrsluna að hluta til þar sem búið verður að gera hluta hennar ólæsilega. Það gæti jafnvel gerst í næstu viku. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússarannsóknin Tengdar fréttir Samþykktu stefnur til að fá skýrslu Mueller afhenta Demókratar samþykktu stefnur sem er ætlað að neyða dómsmálaráðherrann til að fá þinginu Mueller-skýrsluna óritskoðaða og öll gögn sem hún byggir á. 3. apríl 2019 14:47 Lok Rússarannsóknarinnar hafa lítil áhrif á vinsældir Trump Ef marka má þær kannanir sem gerðar hafa verið eftir að tilkynnt var um lok rannsóknarinnar hefur nær engin breyting orðið á ánægju Bandaríkjamanna með störf forsetans. 2. apríl 2019 13:06 Skýrsla Mueller gæti verið skaðlegri Trump en komið hefur fram Einhverjir þeirra sem unnu að Mueller-skýrslunni eru sagðir furða sig á því hvernig dómsmálaráðherrann hefur sagt frá niðurstöðum hennar. 4. apríl 2019 08:21 Mueller-skýrslan væntanleg innan viku Skýrslunnar hefur verið beðið með eftirvæntingu en fram að þessu hefur aðeins mat dómsmálaráðherra Trump á meginniðurstöðunum komið fram opinberlega. 9. apríl 2019 15:07 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
William P. Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagðist í kvöld telja að „njósnað“ hafi verið um framboð Donald Trump, forseta, og sagðist hann ætla að kanna hvort reglur hafi verið brotnar. Barr vísaði ekki til neins tiltekins atviks, né færði hann sannanir fyrir máli sínu en ummælin eru í takt við yfirlýsingar Trump um að Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) og leyniþjónustur hafi njósnað um sig við rannsókn þeirra á afskiptum yfirvalda Rússlands af forsetakosningunum 2016 og hvort að framboð Trump hefði starfað með þeim. Í ljós hefur komið að FBI fékk heimild til að hlera Carter Page, kosningastjóra Trump, en þó einungis eftir að hann hætti hjá framboðinu. Samkvæmt New York Times er einnig mögulegt að FBI hafi notað heimildarmann til að fá upplýsingar um aðila sem komu að framboðinu en það hefur aldrei fengist staðfest.Trump hefur ítrekað sagt að FBI og leyniþjónusturnar hafi njósnað um sig til að reyna að koma í veg fyrir að hann yrði forseti og hefur hann jafnvel lýst rannsókninni sem tilraun til valdaráns. Þessar ásakanir hans hefur hann notað til að kalla eftir rannsóknum á andstæðingum sínum.So, it has now been determined, by 18 people that truly hate President Trump, that there was No Collusion with Russia. In fact, it was an illegal investigation that should never have been allowed to start. I fought back hard against this Phony & Treasonous Hoax! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 10, 2019 Undir lok fundar fjárlaganefndar öldungadeildarinnar, þar sem Barr sat fyrir svörum, dró hann þó aðeins í land og sagðist ekki vera að halda því fram að „óviðeigandi eftirlit“ hefði átt sér stað. Hann sagðist hafa áhyggjur af því að slíkt hafi gerst og sagðist vilja rannsaka það. Barr sagðist ætla að vinna með Christopher A. Wray, yfirmanni FBI, til þess að komast að uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu en hann benti einnig á að bæði þingið og innra eftirlit FBI hefðu rannsakað hvort eitthvað ólöglegt eða óviðeigandi hefði átt sér stað við rannsóknina. Hann vildi þó fara yfir niðurstöður þeirra og sjá hvort einhverjum spurningum væri ósvarað. Líklegt þykir að ummæli Barr, sem eru í takt við ummæli Trump, muni valda usla meðal Demókrata sem hafa þegar sakað hann um að vera leppur Trump og reyna að nota ráðherrastöðu sína til að verja forsetann. Sérstaklega eftir að Rússarannsókninni lauk og Barr gaf út eigið minnisblað um eigin niðurstöður á rannsókninni.Sjá einnig: Segir túlkun Barr á Mueller-skýrslunni bæði hrokafulla og yfirlætislegaWilliam Barr var skipaður í embætti Dómsmálaráðherra í síðasta mánuði. Hann var á árum áður ráðherra í forsetatíð George H.W. Bush en Trump tilnefndi hann eftir að hann rak Jeff Sessions úr embættinu. Þá hafði Trump lengi verið reiður út í Sessions vegna þess að hann lýsti sig vanhæfan varðandi Rússarannsóknina eftir að hann sagði ósatt um fundi með Sergei Kislyak, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum.Barr sendi í fyrra 20 tuttugu blaðsíðna minnisblað óumbeðinn til Dómsmálaráðuneytisins þar sem hann gagnrýndi rannsókn Mueller harðlega og sagði hana hafa farið úr böndunum. Hann deildi minnisblaðinu einnig með lögmönnum Trump. Síðan hann birti fjögurra blaðsíðna samantekt sína um 400 blaðsíðna skýrslu Robert Mueller hafa Demókratar kallað eftir því að skýrslan sjálf verði opinberuð. Barr segist ætla að birta skýrsluna að hluta til þar sem búið verður að gera hluta hennar ólæsilega. Það gæti jafnvel gerst í næstu viku.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússarannsóknin Tengdar fréttir Samþykktu stefnur til að fá skýrslu Mueller afhenta Demókratar samþykktu stefnur sem er ætlað að neyða dómsmálaráðherrann til að fá þinginu Mueller-skýrsluna óritskoðaða og öll gögn sem hún byggir á. 3. apríl 2019 14:47 Lok Rússarannsóknarinnar hafa lítil áhrif á vinsældir Trump Ef marka má þær kannanir sem gerðar hafa verið eftir að tilkynnt var um lok rannsóknarinnar hefur nær engin breyting orðið á ánægju Bandaríkjamanna með störf forsetans. 2. apríl 2019 13:06 Skýrsla Mueller gæti verið skaðlegri Trump en komið hefur fram Einhverjir þeirra sem unnu að Mueller-skýrslunni eru sagðir furða sig á því hvernig dómsmálaráðherrann hefur sagt frá niðurstöðum hennar. 4. apríl 2019 08:21 Mueller-skýrslan væntanleg innan viku Skýrslunnar hefur verið beðið með eftirvæntingu en fram að þessu hefur aðeins mat dómsmálaráðherra Trump á meginniðurstöðunum komið fram opinberlega. 9. apríl 2019 15:07 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Samþykktu stefnur til að fá skýrslu Mueller afhenta Demókratar samþykktu stefnur sem er ætlað að neyða dómsmálaráðherrann til að fá þinginu Mueller-skýrsluna óritskoðaða og öll gögn sem hún byggir á. 3. apríl 2019 14:47
Lok Rússarannsóknarinnar hafa lítil áhrif á vinsældir Trump Ef marka má þær kannanir sem gerðar hafa verið eftir að tilkynnt var um lok rannsóknarinnar hefur nær engin breyting orðið á ánægju Bandaríkjamanna með störf forsetans. 2. apríl 2019 13:06
Skýrsla Mueller gæti verið skaðlegri Trump en komið hefur fram Einhverjir þeirra sem unnu að Mueller-skýrslunni eru sagðir furða sig á því hvernig dómsmálaráðherrann hefur sagt frá niðurstöðum hennar. 4. apríl 2019 08:21
Mueller-skýrslan væntanleg innan viku Skýrslunnar hefur verið beðið með eftirvæntingu en fram að þessu hefur aðeins mat dómsmálaráðherra Trump á meginniðurstöðunum komið fram opinberlega. 9. apríl 2019 15:07