Boeing 737 MAX: Lágt miðaverð ræður enn mestu við kaup á flugmiðum Atli Ísleifsson skrifar 15. maí 2019 18:49 Boeing-vélar af gerðinni 737 MAX voru allar kyrrsettar í kjölfar flugslyssins í Eþíópíu í mars. Getty Bandarískir neytendur segja lágt miðaverð enn ráða mestu við val og kaup á flugmiðum. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar Ipsos sem framkvæmd var fyrir Reuters. Könnunin bendir til að tvö mannskæð flugslys, þar sem Boeing-vélar af gerðinni 737 MAX komu við sögu, hafi haft lítil áhrif á hegðun neytenda. Í frétt Reuters segir að könnunnin sýni að einungis um helmingur fullorðinna Bandaríkjamanna þekki til flugslysanna í Indónesíu í október á síðasta ári og Eþíópíu í mars síðastliðinn þar sem alls 346 manns fórust. 43 prósent aðspurðra gátu nefnt hvaða tegund flugvélar kom þar við sögu. Í könnuninni kom fram að þrjú prósent Bandaríkjamanna sagði flugvélaframleiðandi eða tegund mikilvægasta þáttinn við kaup á flugmiðum. 57 prósent aðspurðra sögðu miðaverð ráða mestu, fjórtán prósent flugfélag, og níu prósent fjöldi millilendinga. Boeing-vélar af gerðinni 737 MAX voru allar kyrrsettar í kjölfar flugslyssins í Eþíópíu í mars. Eftir flugslysin beindust böndin að sjálfstýringarhugbúnaði vélanna þar sem vísbendingar voru um að hugbúnaður sem á að koma í veg fyrir ofris hafi stýrt flugvélunum niður á við þannig að þær hröpuðu. Boeing hefur nú sagst hafa uppfært búnaðinn þannig að vélarnar séu öruggar. Bandaríkin Boeing Fréttir af flugi Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Bandarískir neytendur segja lágt miðaverð enn ráða mestu við val og kaup á flugmiðum. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar Ipsos sem framkvæmd var fyrir Reuters. Könnunin bendir til að tvö mannskæð flugslys, þar sem Boeing-vélar af gerðinni 737 MAX komu við sögu, hafi haft lítil áhrif á hegðun neytenda. Í frétt Reuters segir að könnunnin sýni að einungis um helmingur fullorðinna Bandaríkjamanna þekki til flugslysanna í Indónesíu í október á síðasta ári og Eþíópíu í mars síðastliðinn þar sem alls 346 manns fórust. 43 prósent aðspurðra gátu nefnt hvaða tegund flugvélar kom þar við sögu. Í könnuninni kom fram að þrjú prósent Bandaríkjamanna sagði flugvélaframleiðandi eða tegund mikilvægasta þáttinn við kaup á flugmiðum. 57 prósent aðspurðra sögðu miðaverð ráða mestu, fjórtán prósent flugfélag, og níu prósent fjöldi millilendinga. Boeing-vélar af gerðinni 737 MAX voru allar kyrrsettar í kjölfar flugslyssins í Eþíópíu í mars. Eftir flugslysin beindust böndin að sjálfstýringarhugbúnaði vélanna þar sem vísbendingar voru um að hugbúnaður sem á að koma í veg fyrir ofris hafi stýrt flugvélunum niður á við þannig að þær hröpuðu. Boeing hefur nú sagst hafa uppfært búnaðinn þannig að vélarnar séu öruggar.
Bandaríkin Boeing Fréttir af flugi Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira