Tók til fótanna þegar hún heyrði hvellinn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. maí 2019 17:05 Auður Elín sem er búsett í Malmö brá þegar hún varð vitni að því þegar eldur kom upp í strætisvagni í hverfinu hennar. Aðsend Eldur kom upp í aftari hluta gasknúins strætisvagns í Västra-hamnen hverfinu í Malmö í Svíþjóð um klukkan hálf tvö að staðartíma í dag. Auður Elín Sigurðardóttir, vörumerkja-og verslunarstjóri, var með dóttur sína í barnavagni á leiðinni að sækja son sinn á leikskólann þegar hún varð vitni að því þegar eldur kom upp í kyrrstæðum strætisvagni á óvanalegum stað. „Þá sé ég að strætó stoppar á skringilegum stað og aftast í strætisvagninum sé ég loga. Allt í einu kemur rosalega mikill reykur og ég sé að ökumaðurinn drífur sig út. Eldurinn breiðist síðan rosalega hratt út og verður mikill eldur.“ Sem betur fór var vagnstjórinn einn um borð í strætisvagninum þegar eldurinn kviknaði og því sakaði engan. Auður Elín var á meðal fyrstu á vettvang en skömmu síðar mættu slökkviliðsmenn. Auður Elín kom barnavagninum í skjól og hóf strax að mynda eldsvoðann en leist síðan ekki á blikuna þegar skyndilega heyrðist hávær hvellur. „Mér brá í raun og veru. Ég hélt fyrst að þetta yrði bara pínulítill eldur og bjóst ekki við einhverju miklu en síðan gerðist þetta allt í einu mjög hratt. Mér brá rosalega mikið þegar sprengingin kom þegar ég var að taka myndbandið. Þá bara tók ég vagninn og hljóp í burtu.“ Aðspurð segir Auður Elín að eldsupptök séu ókunn en bætir við að svipað atvik hafi átt sér stað í Stokkhólmi fyrir skömmu. Verið sé að vinna í því að rannsaka vettvang. Auður Elín segir að strætisvagninn hafi orðið alelda og gjöreyðilagst í eldsvoðanum. Svíþjóð Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Fleiri fréttir Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Sjá meira
Eldur kom upp í aftari hluta gasknúins strætisvagns í Västra-hamnen hverfinu í Malmö í Svíþjóð um klukkan hálf tvö að staðartíma í dag. Auður Elín Sigurðardóttir, vörumerkja-og verslunarstjóri, var með dóttur sína í barnavagni á leiðinni að sækja son sinn á leikskólann þegar hún varð vitni að því þegar eldur kom upp í kyrrstæðum strætisvagni á óvanalegum stað. „Þá sé ég að strætó stoppar á skringilegum stað og aftast í strætisvagninum sé ég loga. Allt í einu kemur rosalega mikill reykur og ég sé að ökumaðurinn drífur sig út. Eldurinn breiðist síðan rosalega hratt út og verður mikill eldur.“ Sem betur fór var vagnstjórinn einn um borð í strætisvagninum þegar eldurinn kviknaði og því sakaði engan. Auður Elín var á meðal fyrstu á vettvang en skömmu síðar mættu slökkviliðsmenn. Auður Elín kom barnavagninum í skjól og hóf strax að mynda eldsvoðann en leist síðan ekki á blikuna þegar skyndilega heyrðist hávær hvellur. „Mér brá í raun og veru. Ég hélt fyrst að þetta yrði bara pínulítill eldur og bjóst ekki við einhverju miklu en síðan gerðist þetta allt í einu mjög hratt. Mér brá rosalega mikið þegar sprengingin kom þegar ég var að taka myndbandið. Þá bara tók ég vagninn og hljóp í burtu.“ Aðspurð segir Auður Elín að eldsupptök séu ókunn en bætir við að svipað atvik hafi átt sér stað í Stokkhólmi fyrir skömmu. Verið sé að vinna í því að rannsaka vettvang. Auður Elín segir að strætisvagninn hafi orðið alelda og gjöreyðilagst í eldsvoðanum.
Svíþjóð Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Fleiri fréttir Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Sjá meira