MacKenzie Bezos ætlar að gefa helming auðæfa sinna Samúel Karl Ólason skrifar 28. maí 2019 14:46 Jeff og MacKenzie Bezos. AP/Evan Agostini MacKenzie Bezos, fyrrverandi eiginkona Jeff Bezos, stofnanda Amazon og ríkasta manns heims, ætlar að gefa helming auðæfa sinna til góðgerðarmála. Eignir hennar eru metnar á um 35 milljarða dala en hún hefur nú gengið til liðs við þá Mark Zucherberg, Richard Branson og Robert F. Smith og hafa þau öll heitið því að gefa helming auðæfa sinna á ævi þeirra. Bezos-hjónin skildu fyrr á þessu ári og fékk MacKenzie fjögur prósent verðmætis Amazon. Fleiri auðjöfrar hafa einnig heitið því sama en það voru þeir Bill Gates og Warren Buffett sem hófu áheitið, sem gengur undir nafninu Giving Pledge. Árið 2010 hétu 40 af ríkustu aðilum Bandaríkjanna að verja helmingi auðæfa sinna til góðgerðarmála og hafa sífellt fleiri gefið heit í kjölfarið, samkvæmt Forbes.Í bréfi sem hefur verið birt á vef Giving Pledge segir Bezos að hún eigi óvenju mikinn auð til að deila. Hún tekur ekki fram til hvaða góðgerðarmál hún ætlar að styðja og segist hún ætla að vanda vel til verks.„Ég ætla þó ekki að bíða. Og ég mun halda áfram þar til peningaskápurinn er tómur,“ skrifar Bezos. Amazon Bandaríkin Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Haukur kveður íþróttafréttamennskuna Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
MacKenzie Bezos, fyrrverandi eiginkona Jeff Bezos, stofnanda Amazon og ríkasta manns heims, ætlar að gefa helming auðæfa sinna til góðgerðarmála. Eignir hennar eru metnar á um 35 milljarða dala en hún hefur nú gengið til liðs við þá Mark Zucherberg, Richard Branson og Robert F. Smith og hafa þau öll heitið því að gefa helming auðæfa sinna á ævi þeirra. Bezos-hjónin skildu fyrr á þessu ári og fékk MacKenzie fjögur prósent verðmætis Amazon. Fleiri auðjöfrar hafa einnig heitið því sama en það voru þeir Bill Gates og Warren Buffett sem hófu áheitið, sem gengur undir nafninu Giving Pledge. Árið 2010 hétu 40 af ríkustu aðilum Bandaríkjanna að verja helmingi auðæfa sinna til góðgerðarmála og hafa sífellt fleiri gefið heit í kjölfarið, samkvæmt Forbes.Í bréfi sem hefur verið birt á vef Giving Pledge segir Bezos að hún eigi óvenju mikinn auð til að deila. Hún tekur ekki fram til hvaða góðgerðarmál hún ætlar að styðja og segist hún ætla að vanda vel til verks.„Ég ætla þó ekki að bíða. Og ég mun halda áfram þar til peningaskápurinn er tómur,“ skrifar Bezos.
Amazon Bandaríkin Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Haukur kveður íþróttafréttamennskuna Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira