Nunna segir hendur Katy Perry blóði drifnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. júní 2019 19:23 Katy Perry stóð í fasteignadeilum við tvær nunnur. getty/Axelle Nunna sem átti í fasteignadeilum við bandarísku söngkonuna Katy Perry segir poppstjörnuna hafa blóði drifnar hendur. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky. Besta vinkona Ritu Callanan, Catherine Rose Holzman, hneig niður og dó þegar þær systur undirbjuggu sig til að takast á við lögmannateymi Perry fyrir dómi í Los Angeles borg í mars 2018. Systir Callanan, sem er 81 árs, sagði í samtali við New York Post að síðustu orð Systur Holzman hafi verið: „Katy Perry. Gerðu það, hættu.“ Hún bætti því við að hendur Perry væru „blóði drifnar“ vegna andláts hinnar 89 ára gömlu nunnu. Nunnurnar tvær voru í deilum við söngkonuna vegna tilrauna hennar til að kaupa fyrrum klaustur í Los Angeles. Sundlaug í húsgarði klaustursins.getty/Patrick T. FallonPerry ætlaði að kaupa eignina, sem er yfir þrír hektarar, og byggingarnar sem eru byggðar í stíl ítalskra sveitasetra af erkibiskupsdæminu í Los Angeles fyrir 1,8 milljarða íslenskra króna árið 2015 en það gekk ekki eftir þegar fyrrverandi íbúar klaustursins mótmæltu. Nunnureglan systranna, The Sisters of the Most Holy and Immaculate Heart of the Blessed Virgin Mary, hafði verið þarna til húsa í meira en fjóra áratugi en höfðu ekki búið þar síðan 2011. Systir Callanan og Systir Holzman höfðu reynt að koma í veg fyrir kaup Perry með því að selja veitingastaðaeigandanum Dönu Hollister eignina fyrir 5,5 milljónir íslenskra króna. Sala systranna á eigninni var dæmd ógild árið 2016 og dómarinn í málinu dæmdi Perry og erkibiskupsdæminu 1,2 milljarða króna í skaðabætur. Nunnurnar höfðu hvorki fengið samþykki erkibiskupsins í Los Angeles né Vatíkansins fyrir sölunni.Klaustrið sem fasteignaerjurnar snúast um.getty/Patrick T. FallonNokkrum klukkutímum áður en hún hneig niður talaði systir Holzman við bandarísku fréttastofuna Fox 11 LA, og gagnrýndi úrskurð sem gerði Perry kleift að kaupa eignina. Hún sagði: „Við Katy Perry segi ég, gerðu það hættu. Þetta gerir engum gott nema að særa fullt af fólki.“ Lögmannateymi Callanan segði í samtali við New York Post að Perry hefði ekki áhuga á eigninni lengur. Klaustrið er að sögn komið aftur komið á markað og er nú til sölu fyrir 3,1 milljarða króna. Erkibiskupsdæmið í LA heldur því fram að það hafi fullan rétt á að selja klaustrið og sagði í samtali við fréttastofu Post: „Erkibiskupsdæmið og frk. Perry eru enn í samskiptum varðandi áframhaldandi áhuga hennar á að kaupa eignina.“ Systir Callanan hefur játað að hún hafi kannski tekið sér vald sem hún ekki hafði til að selja klaustrið. Hún sagði: „Við báðum Dönu um að kaupa eignina okkar þar sem við vildum ekki að Katy Perry fengi hana. Já, við komum hjólunum af stað til að selja eignina okkar.“ „Var það löglegt? Líklega ekki alveg. En það var heldur ekki löglegt fyrir Katy Perry að kaupa hana.“ Bandaríkin Hollywood Trúmál Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Sjá meira
Nunna sem átti í fasteignadeilum við bandarísku söngkonuna Katy Perry segir poppstjörnuna hafa blóði drifnar hendur. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky. Besta vinkona Ritu Callanan, Catherine Rose Holzman, hneig niður og dó þegar þær systur undirbjuggu sig til að takast á við lögmannateymi Perry fyrir dómi í Los Angeles borg í mars 2018. Systir Callanan, sem er 81 árs, sagði í samtali við New York Post að síðustu orð Systur Holzman hafi verið: „Katy Perry. Gerðu það, hættu.“ Hún bætti því við að hendur Perry væru „blóði drifnar“ vegna andláts hinnar 89 ára gömlu nunnu. Nunnurnar tvær voru í deilum við söngkonuna vegna tilrauna hennar til að kaupa fyrrum klaustur í Los Angeles. Sundlaug í húsgarði klaustursins.getty/Patrick T. FallonPerry ætlaði að kaupa eignina, sem er yfir þrír hektarar, og byggingarnar sem eru byggðar í stíl ítalskra sveitasetra af erkibiskupsdæminu í Los Angeles fyrir 1,8 milljarða íslenskra króna árið 2015 en það gekk ekki eftir þegar fyrrverandi íbúar klaustursins mótmæltu. Nunnureglan systranna, The Sisters of the Most Holy and Immaculate Heart of the Blessed Virgin Mary, hafði verið þarna til húsa í meira en fjóra áratugi en höfðu ekki búið þar síðan 2011. Systir Callanan og Systir Holzman höfðu reynt að koma í veg fyrir kaup Perry með því að selja veitingastaðaeigandanum Dönu Hollister eignina fyrir 5,5 milljónir íslenskra króna. Sala systranna á eigninni var dæmd ógild árið 2016 og dómarinn í málinu dæmdi Perry og erkibiskupsdæminu 1,2 milljarða króna í skaðabætur. Nunnurnar höfðu hvorki fengið samþykki erkibiskupsins í Los Angeles né Vatíkansins fyrir sölunni.Klaustrið sem fasteignaerjurnar snúast um.getty/Patrick T. FallonNokkrum klukkutímum áður en hún hneig niður talaði systir Holzman við bandarísku fréttastofuna Fox 11 LA, og gagnrýndi úrskurð sem gerði Perry kleift að kaupa eignina. Hún sagði: „Við Katy Perry segi ég, gerðu það hættu. Þetta gerir engum gott nema að særa fullt af fólki.“ Lögmannateymi Callanan segði í samtali við New York Post að Perry hefði ekki áhuga á eigninni lengur. Klaustrið er að sögn komið aftur komið á markað og er nú til sölu fyrir 3,1 milljarða króna. Erkibiskupsdæmið í LA heldur því fram að það hafi fullan rétt á að selja klaustrið og sagði í samtali við fréttastofu Post: „Erkibiskupsdæmið og frk. Perry eru enn í samskiptum varðandi áframhaldandi áhuga hennar á að kaupa eignina.“ Systir Callanan hefur játað að hún hafi kannski tekið sér vald sem hún ekki hafði til að selja klaustrið. Hún sagði: „Við báðum Dönu um að kaupa eignina okkar þar sem við vildum ekki að Katy Perry fengi hana. Já, við komum hjólunum af stað til að selja eignina okkar.“ „Var það löglegt? Líklega ekki alveg. En það var heldur ekki löglegt fyrir Katy Perry að kaupa hana.“
Bandaríkin Hollywood Trúmál Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið