Bretar segja rússnesk stjórnvöld þurfa að haga sér Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. júní 2019 08:00 Pútín vill hætta að tala um Skrípal. Nordicphotos/AFP Samband Bretlands og Rússlands batnar ekki nema rússnesk stjórnvöld breyti hegðun sinni. Þetta sagði upplýsingafulltrúi Theresu May, breska forsætisráðherrans, í gær. Samband ríkjanna hefur verið afar stirt að undanförnu og þá sérstaklega eftir að eitrað var fyrir fyrrverandi rússneska gagnnjósnaranum Sergei Skrípal og dóttur hans í Salisbury á síðasta ári. „Við höfum verið afdráttarlaus og sagt að árásargirni og viðleitni Rússa til að skapa óreiðu grafi undan fullyrðingum þeirra um að ríkið geti verið ábyrgur samstarfsaðili,“ hafði Reuters eftir upplýsingafulltrúanum. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, sagðist fyrr í gær vona að næsti forsætisráðherra Bretlands, valinn í komandi leiðtogakjöri Íhaldsflokksins, gæti leyft sér að gleyma efnavopnaárásinni í Salisbury og þannig einbeitt sér að því að bæta sambandið. Rússar hafa frá upphafi neitað ábyrgð í málinu en Bretar og fleiri ríki vísuðu rússneskum erindrekum úr landi vegna Skrípal-árásarinnar. Tveir Rússar hafa verið ákærðir í Bretlandi fyrir morðtilraun vegna málsins. „Hnattræn vandamál sem tengjast sameiginlegum hagsmunum á sviði efnahags-, félags- og varnarmála eru mun mikilvægari en leikir leyniþjónusta. Ég tala hér sem sérfræðingur, trúið mér. Við þurfum að hætta að einbeita okkur að smámálum sem þessu og fara að ræða það sem raunverulega skiptir máli,“ sagði Pútín og tók fram að bætt samskipti væru góð fyrir þau hundruð breskra fyrirtækja sem hafa starfsemi í Rússlandi. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Rússland Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Sjá meira
Samband Bretlands og Rússlands batnar ekki nema rússnesk stjórnvöld breyti hegðun sinni. Þetta sagði upplýsingafulltrúi Theresu May, breska forsætisráðherrans, í gær. Samband ríkjanna hefur verið afar stirt að undanförnu og þá sérstaklega eftir að eitrað var fyrir fyrrverandi rússneska gagnnjósnaranum Sergei Skrípal og dóttur hans í Salisbury á síðasta ári. „Við höfum verið afdráttarlaus og sagt að árásargirni og viðleitni Rússa til að skapa óreiðu grafi undan fullyrðingum þeirra um að ríkið geti verið ábyrgur samstarfsaðili,“ hafði Reuters eftir upplýsingafulltrúanum. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, sagðist fyrr í gær vona að næsti forsætisráðherra Bretlands, valinn í komandi leiðtogakjöri Íhaldsflokksins, gæti leyft sér að gleyma efnavopnaárásinni í Salisbury og þannig einbeitt sér að því að bæta sambandið. Rússar hafa frá upphafi neitað ábyrgð í málinu en Bretar og fleiri ríki vísuðu rússneskum erindrekum úr landi vegna Skrípal-árásarinnar. Tveir Rússar hafa verið ákærðir í Bretlandi fyrir morðtilraun vegna málsins. „Hnattræn vandamál sem tengjast sameiginlegum hagsmunum á sviði efnahags-, félags- og varnarmála eru mun mikilvægari en leikir leyniþjónusta. Ég tala hér sem sérfræðingur, trúið mér. Við þurfum að hætta að einbeita okkur að smámálum sem þessu og fara að ræða það sem raunverulega skiptir máli,“ sagði Pútín og tók fram að bætt samskipti væru góð fyrir þau hundruð breskra fyrirtækja sem hafa starfsemi í Rússlandi.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Rússland Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Sjá meira