Rannsókn á Rússarannsókninni beinist að leyniþjónustunni Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2019 23:42 Spjót dómsmálaráðuneytis Trump forseta beinast nú að CIA sem hóf gagnnjósnarannsókn á samskiptum framboðs hans við Rússa árið 2016. Vísir/EPA Bandaríska dómsmálaráðuneytið falast nú eftir því að ræða við fulltrúa leyniþjónustunnar CIA vegna endurskoðunar þess á Rússarannsókninni svonefndu. Svo virðist sem að ráðuneytið vilji kanna ályktanir leyniþjónustunnar um að rússnesk stjórnvöld hafi haft afskipti af forsetakosningunum árið 2016 til að hjálpa Donald Trump að sigra. Eftir að rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á afskiptum Rússa af forsetakosningunum og mögulegu samráði á milli útsendara þeirra og forsetaframboðs Trump, boðaði William Barr, nýr dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, endurskoðun á rannsókninni. Repúblikanar hafa lengi krafist rannsóknar á rannsókninni og þeir halda því meðal annars fram að njósnað hafi verið um starfsmenn framboðs Trump.New York Times segir að ráðuneytið vilji nú ræða við að minnsta kosti einn gagnnjósnasérfræðing og háttsettan greinanda hjá CIA í tengslum við endurskoðunina. Þeir tóku báðir þátt í rannsókn stofnunarinnar á herferð rússneskra stjórnvalda til að hafa áhrif á forsetakosningarnar. Mueller komst að afdráttarlausri niðurstöðu um að rússnesk stjórnvöld hafi vissulega reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar með það fyrir augum að hjálpa Trump að sigra. Ákærði hann meðal annars rússneskt fyirtæki og einstaklinga því tengda sem ráku leynilega áróðursherferð á samfélagsmiðlum. Staðfesti Mueller þannig ályktun leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna sem legið hefur fyrir í tvö ár. Trump hefur hins vegar staðfastlega neitað að taka undir mat leyniþjónustustofnana sinna. Forsetinn hefur jafnvel tekið upp hanskann fyrir Vladímír Pútín Rússlandsforseta og sagst trúa neitunum hans umfram bandarískar leyniþjónustustofnanir.Órói innan CIA vegna endurskoðunarinnar CIA hóf svokallaða gagnnjósnarannsókn á forsetaframboði Trump þegar árið 2016 þegar hún fékk spurnir af grunsamlega tíðum samskiptum starfsmanna þess við Rússa. Barr hefur sagst vilja komast til botns í hvernig það kom til og hvort löggæsluyfirvöld hafi misnotað vald sitt. Endurskoðunin er sögð valda fulltrúum CIA áhyggjum og heilabrotum. Þó að endurskoðun dómsmálaráðuneytisins sé ekki sakamálarannsókn furða þeir sig á því hvers vegna greiningarvinna leyniþjónustunnar sé undir endurskoðun saksóknara komin. Gina Haspel, forstjóri CIA, hefur sagt að stofnunin muni vinna með John H. Durham, alríkissaksóknara sem Barr dómsmálaráðherra fól að endurskoða Rússarannsóknina. Hún muni þó ekki veita upplýsingar sem geti stefnt heimildarmönnum, aðferðum eða sambandi við bandamenn í hættu. Þrátt fyrir að Mueller hafi í rannsókn sinni ekki talið sýnt fram á glæpsamlegt samráð á milli forsetaframboðs Trump og útsendara rússneskra stjórnvalda lýsti hann fjölda samskipta þeirra á milli í skýrslu sinni. Nokkrir starfsmenn framboðsins voru ákærðir fyrir að ljúga um samskipti sín við Rússa, þar á meðal fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi Trump, kosningastjóri hans, aðstoðarkosningastjóri og ráðgjafi framboðsins í utanríkismálum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Gefur dómsmálaráðherra sínum skotleyfi á Mueller og FBI Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skipað leyniþjónustum landsins að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra sínum, við rannsókn hans á uppruna Rússarannsókninni svokölluðu, sem Trump hefur ítrekað kallað nornaveiðar. Auk þess veitti forsetinn ráðherranum vald til að svipta leynd af öllum þeim skjölum og gögnum sem hann vill. 24. maí 2019 12:00 Mueller: Kom ekki til greina að ákæra Trump vegna stefnu ráðuneytisins Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandaríska dómsmálaráðuneytisins, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hann hefði lokið störfum. Á blaðamannafundinum tjáði hann sig í fyrsta skipti eftir að skýrsla hans um meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa og tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar var birt. 29. maí 2019 15:39 Enn ein rannsóknin á rannsókninni sett á laggirnar William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur opnað nýja rannsókn á uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 14. maí 2019 10:15 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Bandaríska dómsmálaráðuneytið falast nú eftir því að ræða við fulltrúa leyniþjónustunnar CIA vegna endurskoðunar þess á Rússarannsókninni svonefndu. Svo virðist sem að ráðuneytið vilji kanna ályktanir leyniþjónustunnar um að rússnesk stjórnvöld hafi haft afskipti af forsetakosningunum árið 2016 til að hjálpa Donald Trump að sigra. Eftir að rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á afskiptum Rússa af forsetakosningunum og mögulegu samráði á milli útsendara þeirra og forsetaframboðs Trump, boðaði William Barr, nýr dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, endurskoðun á rannsókninni. Repúblikanar hafa lengi krafist rannsóknar á rannsókninni og þeir halda því meðal annars fram að njósnað hafi verið um starfsmenn framboðs Trump.New York Times segir að ráðuneytið vilji nú ræða við að minnsta kosti einn gagnnjósnasérfræðing og háttsettan greinanda hjá CIA í tengslum við endurskoðunina. Þeir tóku báðir þátt í rannsókn stofnunarinnar á herferð rússneskra stjórnvalda til að hafa áhrif á forsetakosningarnar. Mueller komst að afdráttarlausri niðurstöðu um að rússnesk stjórnvöld hafi vissulega reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar með það fyrir augum að hjálpa Trump að sigra. Ákærði hann meðal annars rússneskt fyirtæki og einstaklinga því tengda sem ráku leynilega áróðursherferð á samfélagsmiðlum. Staðfesti Mueller þannig ályktun leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna sem legið hefur fyrir í tvö ár. Trump hefur hins vegar staðfastlega neitað að taka undir mat leyniþjónustustofnana sinna. Forsetinn hefur jafnvel tekið upp hanskann fyrir Vladímír Pútín Rússlandsforseta og sagst trúa neitunum hans umfram bandarískar leyniþjónustustofnanir.Órói innan CIA vegna endurskoðunarinnar CIA hóf svokallaða gagnnjósnarannsókn á forsetaframboði Trump þegar árið 2016 þegar hún fékk spurnir af grunsamlega tíðum samskiptum starfsmanna þess við Rússa. Barr hefur sagst vilja komast til botns í hvernig það kom til og hvort löggæsluyfirvöld hafi misnotað vald sitt. Endurskoðunin er sögð valda fulltrúum CIA áhyggjum og heilabrotum. Þó að endurskoðun dómsmálaráðuneytisins sé ekki sakamálarannsókn furða þeir sig á því hvers vegna greiningarvinna leyniþjónustunnar sé undir endurskoðun saksóknara komin. Gina Haspel, forstjóri CIA, hefur sagt að stofnunin muni vinna með John H. Durham, alríkissaksóknara sem Barr dómsmálaráðherra fól að endurskoða Rússarannsóknina. Hún muni þó ekki veita upplýsingar sem geti stefnt heimildarmönnum, aðferðum eða sambandi við bandamenn í hættu. Þrátt fyrir að Mueller hafi í rannsókn sinni ekki talið sýnt fram á glæpsamlegt samráð á milli forsetaframboðs Trump og útsendara rússneskra stjórnvalda lýsti hann fjölda samskipta þeirra á milli í skýrslu sinni. Nokkrir starfsmenn framboðsins voru ákærðir fyrir að ljúga um samskipti sín við Rússa, þar á meðal fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi Trump, kosningastjóri hans, aðstoðarkosningastjóri og ráðgjafi framboðsins í utanríkismálum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Gefur dómsmálaráðherra sínum skotleyfi á Mueller og FBI Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skipað leyniþjónustum landsins að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra sínum, við rannsókn hans á uppruna Rússarannsókninni svokölluðu, sem Trump hefur ítrekað kallað nornaveiðar. Auk þess veitti forsetinn ráðherranum vald til að svipta leynd af öllum þeim skjölum og gögnum sem hann vill. 24. maí 2019 12:00 Mueller: Kom ekki til greina að ákæra Trump vegna stefnu ráðuneytisins Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandaríska dómsmálaráðuneytisins, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hann hefði lokið störfum. Á blaðamannafundinum tjáði hann sig í fyrsta skipti eftir að skýrsla hans um meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa og tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar var birt. 29. maí 2019 15:39 Enn ein rannsóknin á rannsókninni sett á laggirnar William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur opnað nýja rannsókn á uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 14. maí 2019 10:15 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Gefur dómsmálaráðherra sínum skotleyfi á Mueller og FBI Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skipað leyniþjónustum landsins að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra sínum, við rannsókn hans á uppruna Rússarannsókninni svokölluðu, sem Trump hefur ítrekað kallað nornaveiðar. Auk þess veitti forsetinn ráðherranum vald til að svipta leynd af öllum þeim skjölum og gögnum sem hann vill. 24. maí 2019 12:00
Mueller: Kom ekki til greina að ákæra Trump vegna stefnu ráðuneytisins Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandaríska dómsmálaráðuneytisins, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hann hefði lokið störfum. Á blaðamannafundinum tjáði hann sig í fyrsta skipti eftir að skýrsla hans um meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa og tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar var birt. 29. maí 2019 15:39
Enn ein rannsóknin á rannsókninni sett á laggirnar William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur opnað nýja rannsókn á uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 14. maí 2019 10:15