Rannsókn á Deutsche Bank teygir anga sína til Trump Eiður Þór Árnason skrifar 20. júní 2019 11:07 Hlutabréfaverð Deutsche Bank er í sögulegum lægðum á sama tíma og starfsemi bankans er til skoðunar hjá bandarískum eftirlitsstofnunum. Getty/Win McNamee Bandarísk yfirvöld hafa tekið til skoðunar hvort þýski fjármálarisinn Deutsche Bank hafi framfylgt lögum sem ætlað er að koma í veg fyrir peningaþvætti og annað glæpsamlegt athæfi. New York Times greinir frá þessu og hefur heimildir fyrir því að athugunin kunni að teygja anga sína til viðskipta Trump fjölskyldunnar. Rannsóknin beinist meðal annars að því hvort starfsmenn bankans hafi brugðist fyllilega við grunsamlegum peningatilfærslum. Sumar þeirra kunna að tengjast Jared Kushner, tengdasyni og einum nánasta ráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Fyrrverandi starfsmenn bankans hafa áður tjáð sig opinberlega um tilfelli þar sem yfirmenn innan bankans hafa tekið ákvörðun um að tilkynna ekki grunsamlega virkni tengda fyrirtækjum Jared Kushner og Donald Trump. Rannsóknin á Deutsche Bank vekur athygli í ljósi þess að bankinn hefur átt í miklum viðskiptum við fyrirtæki Trump fjölskyldunnar í gegnum tíðina og er talinn vera einn þeirra helsti lánveitandi. Athugunin er sögð vera hluti af viðamikilli rannsókn bandarískra yfirvalda á mögulegum þætti fjármálastofnana þar í landi á ólöglegu flæði fjármagns. Bandaríkin Donald Trump Þýskaland Tengdar fréttir Hunsuðu viðvaranir um grunsamlegar færslur tengdar Trump og Kushner Starfsmenn Deutsche Bank töldu ástæðu til að tilkynna yfirvöldum um grunsamlegar færslur en stjórnendur höfðu ábendingar þeirra að engu. 20. maí 2019 11:03 Trump áfrýjar úrskurði um aðgang þingsins að fjárhagsupplýsingum Málareksturinn varðar stefnur Bandaríkjaþings til Deutsche Bank og Capital One um gögn um Trump, fjölskyldu hans og fyrirtæki. 24. maí 2019 16:46 Mest lesið 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Bandarísk yfirvöld hafa tekið til skoðunar hvort þýski fjármálarisinn Deutsche Bank hafi framfylgt lögum sem ætlað er að koma í veg fyrir peningaþvætti og annað glæpsamlegt athæfi. New York Times greinir frá þessu og hefur heimildir fyrir því að athugunin kunni að teygja anga sína til viðskipta Trump fjölskyldunnar. Rannsóknin beinist meðal annars að því hvort starfsmenn bankans hafi brugðist fyllilega við grunsamlegum peningatilfærslum. Sumar þeirra kunna að tengjast Jared Kushner, tengdasyni og einum nánasta ráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Fyrrverandi starfsmenn bankans hafa áður tjáð sig opinberlega um tilfelli þar sem yfirmenn innan bankans hafa tekið ákvörðun um að tilkynna ekki grunsamlega virkni tengda fyrirtækjum Jared Kushner og Donald Trump. Rannsóknin á Deutsche Bank vekur athygli í ljósi þess að bankinn hefur átt í miklum viðskiptum við fyrirtæki Trump fjölskyldunnar í gegnum tíðina og er talinn vera einn þeirra helsti lánveitandi. Athugunin er sögð vera hluti af viðamikilli rannsókn bandarískra yfirvalda á mögulegum þætti fjármálastofnana þar í landi á ólöglegu flæði fjármagns.
Bandaríkin Donald Trump Þýskaland Tengdar fréttir Hunsuðu viðvaranir um grunsamlegar færslur tengdar Trump og Kushner Starfsmenn Deutsche Bank töldu ástæðu til að tilkynna yfirvöldum um grunsamlegar færslur en stjórnendur höfðu ábendingar þeirra að engu. 20. maí 2019 11:03 Trump áfrýjar úrskurði um aðgang þingsins að fjárhagsupplýsingum Málareksturinn varðar stefnur Bandaríkjaþings til Deutsche Bank og Capital One um gögn um Trump, fjölskyldu hans og fyrirtæki. 24. maí 2019 16:46 Mest lesið 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Hunsuðu viðvaranir um grunsamlegar færslur tengdar Trump og Kushner Starfsmenn Deutsche Bank töldu ástæðu til að tilkynna yfirvöldum um grunsamlegar færslur en stjórnendur höfðu ábendingar þeirra að engu. 20. maí 2019 11:03
Trump áfrýjar úrskurði um aðgang þingsins að fjárhagsupplýsingum Málareksturinn varðar stefnur Bandaríkjaþings til Deutsche Bank og Capital One um gögn um Trump, fjölskyldu hans og fyrirtæki. 24. maí 2019 16:46