Greiddi fórnarlömbum sínum til að finna fleiri Kjartan Kjartansson skrifar 8. júlí 2019 14:16 Epstein (f.m.) þegar hann var handtekinn á Flórída árið 2008. Hann átti yfir höfði sér lífstíðarfangelsi fyrir brotin sem hann var sakaður um en saksóknarar felldu niður ítarlega ákæru gegn honum. AP/Uma Sanghvi/Palm Beach Post Ákæra á hendur Jeffrey Epstein, bandarískum milljarðamæringi, var gerð opinber í dag. Epstein er meðal annars ákærður fyrir mansal á tugum stúlkna sem hann misnotaði og að hafa greitt fórnarlömbum sínum til að finna aðrar stúlkur fyrir sig. Í ákærunni er Epstein sakaður um að hafa misnotað tugi stúlkna á heimilum sínum á Manhattan í New York og á Flórída. Epstein var handtekinn í New Jersey í fyrradag. Hann slapp undan sambærilegri ákæru á Flórída fyrir áratug með umdeildri sátt sem hann gerði við saksóknara þar sem er nú ráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Brotin eiga að hafa átt sér stað frá 2002 til 2005. Washington Post segir að í ákærunni komi fram að Epstein hafi komið á fót og stýrt „neti sem gerði honum kleift að notfæra sér kynferðislega og misnota tugi stúlkna undir lögaldri“. Hann hafi jafnframt greitt fórnarlömbum sínum til að finna aðrar stúlkur undir lögaldri til að misnota. Epstein, sem er 66 ára gamall og fyrrverandi vogunarsjóðsstjóri, greiddi stúlkunum hundruð dollara fyrir nudd, kynmök og aðrar kynferðislegar athafnir. Samkvæmt ákærunni sáu ónefndir starfsmenn hans um að koma á fundum hans og stúlknanna. Sumar stúlknanna voru allt niður í fjórtán ára gamlar, að sögn CNN. Auðkýfingurinn hefur neitað sök og borið því við að sambönd hans við stúlkurnar hafi verið með vilja beggja. Hann hafi jafnframt haldið að þær væru yfir lögaldri. Í ákærunni er þvert á móti haldið fram að Epstein hafi verið fullkunnugt um að stúlkurnar væru undir lögaldri. Fórnarlömb Epstein á Flórída segja að hann hafi fengið forrétttindameðferð í krafti stöðu sinnar hjá dómstólum.Vísir/Getty Slapp við ákæru fyrir alvarlegustu brotin Mál Epstein hefur vakið athygli á málsmeðferðinni sem hann fékk á Flórída þar sem hann var sakaður um sams konar brot og hann er nú ákærður fyrir í New York og aðkomu núverandi atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna að því að ákærur þar voru felldar niður. Dagblaðið Miami Herald upplýsti í fyrra um óvenjulega mildi og samvinnu sem alríkissaksóknarar á Flórída sýndu Epstein þegar yfir honum vofði ákæra fyrir mansal. Honum var á endanum leyft að játa vægara brot um að hafa falast eftir vændi frá stúlku undir lögaldri og afplánaði þrettán mánaða fangelsisdóm. Saksóknararnir tilkynntu fórnarlömbum Epstein sem kærðu hann ekki um að þeir hefðu gert sátt við hann fyrir fram þrátt fyrir að þeim bæri lagaleg skylda til þess. Alexander Acosta, atvinnumálaráðherrann var þá alríkissaksóknarinn í málinu sem felldi niður ákæruna á hendur Epstein árið 2008. Þegar Acosta var staðfestur í embætti í fyrra varði hann ákvörðunina um að gera sátt við Epstein þar sem hún hefði tryggt að hann þyrfti að sitja af sér fangelsisdóm. Dómsmálaráðuneytið kannar nú hvort að saksóknararnir hafi gert sekir um embættisglöp. Epstein á ýmsa valdamikla vini, þar á meðal núverandi og fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Bill Clinton er þannig sagður hafa flogið ítrekað með einkaþotu Epstein. Trump forseti hefur einnig lýst vinskap sínum við milljarðamæringinn. „Það er mjög gaman að vera með honum. Það er jafnvel sagt að hann kunni að meta fallegar konur til jafns við mig og að margar þeirra séu jafnvel í yngri kantinum,“ sagði Trump um Epstein í viðtali við New York-tímaritið árið 2002. Bandaríkin Donald Trump Mál Jeffrey Epstein MeToo Tengdar fréttir Bandarískur milljarðamæringur ákærður fyrir barnamansal Epstein, sem er 66 ára gamall, hefur áður verið sakaður um misnotkun á stúlkum. 7. júlí 2019 13:08 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Ákæra á hendur Jeffrey Epstein, bandarískum milljarðamæringi, var gerð opinber í dag. Epstein er meðal annars ákærður fyrir mansal á tugum stúlkna sem hann misnotaði og að hafa greitt fórnarlömbum sínum til að finna aðrar stúlkur fyrir sig. Í ákærunni er Epstein sakaður um að hafa misnotað tugi stúlkna á heimilum sínum á Manhattan í New York og á Flórída. Epstein var handtekinn í New Jersey í fyrradag. Hann slapp undan sambærilegri ákæru á Flórída fyrir áratug með umdeildri sátt sem hann gerði við saksóknara þar sem er nú ráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Brotin eiga að hafa átt sér stað frá 2002 til 2005. Washington Post segir að í ákærunni komi fram að Epstein hafi komið á fót og stýrt „neti sem gerði honum kleift að notfæra sér kynferðislega og misnota tugi stúlkna undir lögaldri“. Hann hafi jafnframt greitt fórnarlömbum sínum til að finna aðrar stúlkur undir lögaldri til að misnota. Epstein, sem er 66 ára gamall og fyrrverandi vogunarsjóðsstjóri, greiddi stúlkunum hundruð dollara fyrir nudd, kynmök og aðrar kynferðislegar athafnir. Samkvæmt ákærunni sáu ónefndir starfsmenn hans um að koma á fundum hans og stúlknanna. Sumar stúlknanna voru allt niður í fjórtán ára gamlar, að sögn CNN. Auðkýfingurinn hefur neitað sök og borið því við að sambönd hans við stúlkurnar hafi verið með vilja beggja. Hann hafi jafnframt haldið að þær væru yfir lögaldri. Í ákærunni er þvert á móti haldið fram að Epstein hafi verið fullkunnugt um að stúlkurnar væru undir lögaldri. Fórnarlömb Epstein á Flórída segja að hann hafi fengið forrétttindameðferð í krafti stöðu sinnar hjá dómstólum.Vísir/Getty Slapp við ákæru fyrir alvarlegustu brotin Mál Epstein hefur vakið athygli á málsmeðferðinni sem hann fékk á Flórída þar sem hann var sakaður um sams konar brot og hann er nú ákærður fyrir í New York og aðkomu núverandi atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna að því að ákærur þar voru felldar niður. Dagblaðið Miami Herald upplýsti í fyrra um óvenjulega mildi og samvinnu sem alríkissaksóknarar á Flórída sýndu Epstein þegar yfir honum vofði ákæra fyrir mansal. Honum var á endanum leyft að játa vægara brot um að hafa falast eftir vændi frá stúlku undir lögaldri og afplánaði þrettán mánaða fangelsisdóm. Saksóknararnir tilkynntu fórnarlömbum Epstein sem kærðu hann ekki um að þeir hefðu gert sátt við hann fyrir fram þrátt fyrir að þeim bæri lagaleg skylda til þess. Alexander Acosta, atvinnumálaráðherrann var þá alríkissaksóknarinn í málinu sem felldi niður ákæruna á hendur Epstein árið 2008. Þegar Acosta var staðfestur í embætti í fyrra varði hann ákvörðunina um að gera sátt við Epstein þar sem hún hefði tryggt að hann þyrfti að sitja af sér fangelsisdóm. Dómsmálaráðuneytið kannar nú hvort að saksóknararnir hafi gert sekir um embættisglöp. Epstein á ýmsa valdamikla vini, þar á meðal núverandi og fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Bill Clinton er þannig sagður hafa flogið ítrekað með einkaþotu Epstein. Trump forseti hefur einnig lýst vinskap sínum við milljarðamæringinn. „Það er mjög gaman að vera með honum. Það er jafnvel sagt að hann kunni að meta fallegar konur til jafns við mig og að margar þeirra séu jafnvel í yngri kantinum,“ sagði Trump um Epstein í viðtali við New York-tímaritið árið 2002.
Bandaríkin Donald Trump Mál Jeffrey Epstein MeToo Tengdar fréttir Bandarískur milljarðamæringur ákærður fyrir barnamansal Epstein, sem er 66 ára gamall, hefur áður verið sakaður um misnotkun á stúlkum. 7. júlí 2019 13:08 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Bandarískur milljarðamæringur ákærður fyrir barnamansal Epstein, sem er 66 ára gamall, hefur áður verið sakaður um misnotkun á stúlkum. 7. júlí 2019 13:08