Vilja meira en 115 milljónir dollara í bætur frá Boeing vegna MAX-vélanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. ágúst 2019 22:00 Myndin er tekin í verksmiðju Boeing þar sem MAX 8-vélarnar eru framleiddar skömmu eftir kyrrsetningu þeirra í mars á þessu ári. vísir/getty Rússneska flugvélaleigufyrirtækið Avia hefur höfðað mál á hendur bandaríska flugvélaframleiðandanum Boeing vegna 737 MAX 8-vélanna sem voru kyrrsettar um allan heim fyrr á þessu ári eftir tvö mannskæð flugslys. Avia er fyrsti viðskiptavinur Boeing sem fer í mál gegn framleiðandanum vegna kyrrsetningarinnar en fyrirtækið krefst meira 115 milljóna dollara í bætur, sem samsvarar rúmlega 14 milljörðum króna á gengi dagsins í dag.Fjallað er um málið á vef CNN. Þar kemur fram að Avia hafi fyrir nokkrum árum samið við Boeing um að kaupa 35 737 MAX 8-vélar. Málsókn Avia byggir á því að Boeing hafi brotið gegn samningum sínum við fyrirtækið með því að halda því fram að flugvélarnar væru öruggari en þær í raun voru. Þá heldur Avia því fram að Boeing hafi tekið gróðann fram yfir öryggið meðan á samningaviðræðum stóð þar sem það átti í mjög harðri samkeppni við Airbus um markaðshlutdeild á flugmarkaði. Avia höfðar málið í Illinois-ríki í Bandaríkjunum þar sem höfuðstöðvar Boeing eru. Avia vill nú hætta við pöntun sína á vélunum og krefst eins og áður segir milljarða í skaðabætur. Fyrirtækið byggir á því að Boeing hafi gefið flugmálayfirvöldum ranga mynd af MAX 8-vélunum þegar vottun vélanna fór fram. Þá telur Avia að Boeing hafi gert lítið úr vandamálum sem komu upp í kjölfar þess að MAX 8-vél flugfélagsins Lion Air hrapaði í fyrra. Nokkrum mánuðum síðar hrapaði sams konar vél Ethiopian Airlines. Alls létust 346 í flugslysunum tveimur. Bandaríkin Boeing Fréttir af flugi Rússland Tengdar fréttir „Algjörlega óhugsandi“ að Icelandair fái ekki bætur frá Boeing Forstjóri Icelandair Group segir félagið stefna á að fá allt tjón vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX-vélanna bætt frá flugvélaframleiðandanum. 2. ágúst 2019 11:21 Vill að Boeing 737 MAX verði kyrrsett varanlega Neytendafrömuðurinn Ralph Nader hvetur bandarísku flugmálastjórnina, FAA, til að kyrrsetja 737 MAX-þotu Boeing varanlega. Þetta sagði Nader í viðtali við CNBC sjónvarpsstöðina. 25. júlí 2019 10:31 Skoða flutning MAX-vélanna Það er nú til skoðunar hjá Icelandair að flytja Boeing 737 MAX-vélar sínar úr landi. 26. ágúst 2019 06:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Rússneska flugvélaleigufyrirtækið Avia hefur höfðað mál á hendur bandaríska flugvélaframleiðandanum Boeing vegna 737 MAX 8-vélanna sem voru kyrrsettar um allan heim fyrr á þessu ári eftir tvö mannskæð flugslys. Avia er fyrsti viðskiptavinur Boeing sem fer í mál gegn framleiðandanum vegna kyrrsetningarinnar en fyrirtækið krefst meira 115 milljóna dollara í bætur, sem samsvarar rúmlega 14 milljörðum króna á gengi dagsins í dag.Fjallað er um málið á vef CNN. Þar kemur fram að Avia hafi fyrir nokkrum árum samið við Boeing um að kaupa 35 737 MAX 8-vélar. Málsókn Avia byggir á því að Boeing hafi brotið gegn samningum sínum við fyrirtækið með því að halda því fram að flugvélarnar væru öruggari en þær í raun voru. Þá heldur Avia því fram að Boeing hafi tekið gróðann fram yfir öryggið meðan á samningaviðræðum stóð þar sem það átti í mjög harðri samkeppni við Airbus um markaðshlutdeild á flugmarkaði. Avia höfðar málið í Illinois-ríki í Bandaríkjunum þar sem höfuðstöðvar Boeing eru. Avia vill nú hætta við pöntun sína á vélunum og krefst eins og áður segir milljarða í skaðabætur. Fyrirtækið byggir á því að Boeing hafi gefið flugmálayfirvöldum ranga mynd af MAX 8-vélunum þegar vottun vélanna fór fram. Þá telur Avia að Boeing hafi gert lítið úr vandamálum sem komu upp í kjölfar þess að MAX 8-vél flugfélagsins Lion Air hrapaði í fyrra. Nokkrum mánuðum síðar hrapaði sams konar vél Ethiopian Airlines. Alls létust 346 í flugslysunum tveimur.
Bandaríkin Boeing Fréttir af flugi Rússland Tengdar fréttir „Algjörlega óhugsandi“ að Icelandair fái ekki bætur frá Boeing Forstjóri Icelandair Group segir félagið stefna á að fá allt tjón vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX-vélanna bætt frá flugvélaframleiðandanum. 2. ágúst 2019 11:21 Vill að Boeing 737 MAX verði kyrrsett varanlega Neytendafrömuðurinn Ralph Nader hvetur bandarísku flugmálastjórnina, FAA, til að kyrrsetja 737 MAX-þotu Boeing varanlega. Þetta sagði Nader í viðtali við CNBC sjónvarpsstöðina. 25. júlí 2019 10:31 Skoða flutning MAX-vélanna Það er nú til skoðunar hjá Icelandair að flytja Boeing 737 MAX-vélar sínar úr landi. 26. ágúst 2019 06:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
„Algjörlega óhugsandi“ að Icelandair fái ekki bætur frá Boeing Forstjóri Icelandair Group segir félagið stefna á að fá allt tjón vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX-vélanna bætt frá flugvélaframleiðandanum. 2. ágúst 2019 11:21
Vill að Boeing 737 MAX verði kyrrsett varanlega Neytendafrömuðurinn Ralph Nader hvetur bandarísku flugmálastjórnina, FAA, til að kyrrsetja 737 MAX-þotu Boeing varanlega. Þetta sagði Nader í viðtali við CNBC sjónvarpsstöðina. 25. júlí 2019 10:31
Skoða flutning MAX-vélanna Það er nú til skoðunar hjá Icelandair að flytja Boeing 737 MAX-vélar sínar úr landi. 26. ágúst 2019 06:00