Megum ekki þola afneitun á glæpum gegn mannkyni Kristinn Haukur Guðnason skrifar 31. ágúst 2019 11:15 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, verður viðstaddur minningarathöfn í Póllandi. Fréttablaðið/Ernir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, verður viðstaddur minningarathöfn í Póllandi um helgina. Verður þess minnst að 80 ár eru liðin frá innrás Þjóðverja í Pólland sem markaði upphaf seinni heimsstyrjaldarinnar í Evrópu. Meginathöfnin verður haldin á Pilsudski-torgi í miðborg Varsjár. „Þetta er táknræn athöfn sem hefur þann tilgang að minna okkur á hörmungar styrjaldarinnar,“ segir Guðni. „Þó að miðað sé við þessa dagsetningu, 1. september 1939, er mikilvægt að hafa í huga að aðdragandinn var langur og vert að minnast þess í hvaða ógöngur ofstækisfull þjóðremba getur leitt okkur.“ Guðni segir sameiginlega upplifun þjóða af styrjöldinni mismunandi. „Við Íslendingar máttum þola missi í styrjöldinni. Til að mynda misstum við hlutfallslega jafn mikið af fólki og Bandaríkjamenn en ekki nándar nærri eins mikið og Pólverjar þar sem hörmungarnar voru ólýsanlegar,“ segir hann. Nefnir Guðni að fjölmargir íslenskir sjómenn hafi farist í stríðinu en einnig að efnahagurinn hafi tekið stakkaskiptum til hins betra. „Á Íslandi var lokaskrefið til sjálfstæðis tekið á meðan önnur smáríki misstu sjálfstæði sitt.“ Þó að seinni heimsstyrjöldin færist sífellt fjær okkur, tímalega séð, er hún enn notuð í pólitískum tilgangi. „Sagan er vopn í samtímanum og henni er hiklaust beitt í umræðunni sem er sjálfsagt mál,“ segir Guðni. „Sagan verður ekki sögð í eitt skipti fyrir öll. Öllum þjóðum er mikilvægt að leyfa ólíkum skoðunum að koma fram og hefta ekki rannsóknir á liðinni tíð. En ekkert stjórnmálaafl má hafa einkarétt á sögunni og við megum aldrei falla í þá gryfju afstæðishyggju að þola afneitun á glæpum gegn mannkyni.“ Helförin, iðnaðarmorð nasistanna, koma til tals. „Það eru til staðreyndir sem við megum ekki láta hverfa í móðu ólíkra skoðana. Við verðum að geta sagt: Þetta gerðist og þér er ekki heimilt að afneita því.“ Þann 23. ágúst minntust utanríkisráðherrar Eystrasaltsríkjanna, Póllands og Rúmeníu griðasáttmálans á milli Hitlers og Stalíns, sem kenndur er við utanríkisráðherrana Ribbentrop og Molotov. Í leyniviðauka var Austur-Evrópu skipt upp í áhrifasvæði stórveldanna. Póllandi var skipt í tvennt, og sumarið 1940 innlimuðu Sovétríkin Eystrasaltsríkin og hluta Rúmeníu. „Ég taldi mér það ljúft og skylt að senda kollegum mínum í Eystrasaltsríkjunum kveðju og minntist á góð samskipti þeirra og Íslands eftir sjálfstæðisheimtina árið 1991,“ segir Guðni. „Jafnframt hversu mikilvæg tímamót það voru á sama degi árið 1989. Þá tóku íbúar þessara landa höndum saman í bókstaflegri merkingu, frá norðurströnd Eistlands til suðurlandamæra Litháen, og minntu á þennan ferlega gjörning.“ Íslendingar voru fyrstir til að viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna og hafa þau verið sérlegar vinaþjóðir okkar síðan. „Saga þessara ríkja í seinni heimsstyrjöld var hörmungarsaga. Þau áföll sem við urðum fyrir blikna í samanburðinum,“ segir Guðni. „Ofsi og illska Hitlers Þýskalands og Sovétríkja Stalíns er ofar öllu, en um leið gerist saga einstakra ríkja flókin því þeir voru til í Eistlandi, Lettlandi og Litháen sem tóku þátt í þjóðarmorðum við hlið nasista. Það er brýnt að sá þáttur falli ekki í þagnargildi um leið og við minnumst þeirra hörmunga sem þjóðirnar þurftu að þola.“ Forseti Íslands Pólland Utanríkismál Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, verður viðstaddur minningarathöfn í Póllandi um helgina. Verður þess minnst að 80 ár eru liðin frá innrás Þjóðverja í Pólland sem markaði upphaf seinni heimsstyrjaldarinnar í Evrópu. Meginathöfnin verður haldin á Pilsudski-torgi í miðborg Varsjár. „Þetta er táknræn athöfn sem hefur þann tilgang að minna okkur á hörmungar styrjaldarinnar,“ segir Guðni. „Þó að miðað sé við þessa dagsetningu, 1. september 1939, er mikilvægt að hafa í huga að aðdragandinn var langur og vert að minnast þess í hvaða ógöngur ofstækisfull þjóðremba getur leitt okkur.“ Guðni segir sameiginlega upplifun þjóða af styrjöldinni mismunandi. „Við Íslendingar máttum þola missi í styrjöldinni. Til að mynda misstum við hlutfallslega jafn mikið af fólki og Bandaríkjamenn en ekki nándar nærri eins mikið og Pólverjar þar sem hörmungarnar voru ólýsanlegar,“ segir hann. Nefnir Guðni að fjölmargir íslenskir sjómenn hafi farist í stríðinu en einnig að efnahagurinn hafi tekið stakkaskiptum til hins betra. „Á Íslandi var lokaskrefið til sjálfstæðis tekið á meðan önnur smáríki misstu sjálfstæði sitt.“ Þó að seinni heimsstyrjöldin færist sífellt fjær okkur, tímalega séð, er hún enn notuð í pólitískum tilgangi. „Sagan er vopn í samtímanum og henni er hiklaust beitt í umræðunni sem er sjálfsagt mál,“ segir Guðni. „Sagan verður ekki sögð í eitt skipti fyrir öll. Öllum þjóðum er mikilvægt að leyfa ólíkum skoðunum að koma fram og hefta ekki rannsóknir á liðinni tíð. En ekkert stjórnmálaafl má hafa einkarétt á sögunni og við megum aldrei falla í þá gryfju afstæðishyggju að þola afneitun á glæpum gegn mannkyni.“ Helförin, iðnaðarmorð nasistanna, koma til tals. „Það eru til staðreyndir sem við megum ekki láta hverfa í móðu ólíkra skoðana. Við verðum að geta sagt: Þetta gerðist og þér er ekki heimilt að afneita því.“ Þann 23. ágúst minntust utanríkisráðherrar Eystrasaltsríkjanna, Póllands og Rúmeníu griðasáttmálans á milli Hitlers og Stalíns, sem kenndur er við utanríkisráðherrana Ribbentrop og Molotov. Í leyniviðauka var Austur-Evrópu skipt upp í áhrifasvæði stórveldanna. Póllandi var skipt í tvennt, og sumarið 1940 innlimuðu Sovétríkin Eystrasaltsríkin og hluta Rúmeníu. „Ég taldi mér það ljúft og skylt að senda kollegum mínum í Eystrasaltsríkjunum kveðju og minntist á góð samskipti þeirra og Íslands eftir sjálfstæðisheimtina árið 1991,“ segir Guðni. „Jafnframt hversu mikilvæg tímamót það voru á sama degi árið 1989. Þá tóku íbúar þessara landa höndum saman í bókstaflegri merkingu, frá norðurströnd Eistlands til suðurlandamæra Litháen, og minntu á þennan ferlega gjörning.“ Íslendingar voru fyrstir til að viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna og hafa þau verið sérlegar vinaþjóðir okkar síðan. „Saga þessara ríkja í seinni heimsstyrjöld var hörmungarsaga. Þau áföll sem við urðum fyrir blikna í samanburðinum,“ segir Guðni. „Ofsi og illska Hitlers Þýskalands og Sovétríkja Stalíns er ofar öllu, en um leið gerist saga einstakra ríkja flókin því þeir voru til í Eistlandi, Lettlandi og Litháen sem tóku þátt í þjóðarmorðum við hlið nasista. Það er brýnt að sá þáttur falli ekki í þagnargildi um leið og við minnumst þeirra hörmunga sem þjóðirnar þurftu að þola.“
Forseti Íslands Pólland Utanríkismál Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira