Loforð Trump sagt tengjast Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 20. september 2019 08:30 Þingmenn Demókrataflokksins fóru í síðustu viku fram á að Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna útvegaði þeim upprit af símtali Trump og Zelensky vegna rannsóknar þriggja þingnefnda á því hvort Trump og Giuliani hafi reynt að nota utanríkisstefnu Bandaríkjanna í pólitískum tilgangi. AP/Evan Vucci Hið meinta loforð sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á að hafa gefið öðrum þjóðarleiðtoga, snýr með einhverjum hætti að Úkraínu. Loforðið varð til þess að starfsmaður einnar af leyniþjónustum Bandaríkjanna, sem starfaði innan Hvíta hússins, tilkynnti atvikið og hefur það leitt til mikilla deila á milli þingmanna og Joseph Maguire, starfandi yfirmanns leyniþjónusta Bandaríkjanna, sem neitar að afhenda þinginu upplýsingar um kvörtun starfsmannsins. Innri endurskoðandi leyniþjónustanna, Michael Atkinson, mat tilkynninguna trúverðuga og sagði hana „aðkallandi áhyggjuefni“, sem er lagaleg skilgreining sem, við eðlilegar kringumstæður, þýddi að málið ætti að fara fyrir nefndir Bandaríkjaþing er snúa að málefnum leyniþjónustanna. Atkinson, sem skipaður var af Trump, var kallaður fyrir njósnamálanefnd fulltrúadeildarinnar í gær þar sem hann neitaði ítrekað að segja frá innihaldi kvörtunarinnar, þar sem honum væri það ekki heimilt.Sjá einnig: Meint loforð Trump til annars þjóðarleiðtoga dregur dilk á eftir sér Sérfræðingar deila um það hvort Maguire beri í raun að upplýsa þingið um innihald tilkynningar starfsmannsins.Samkvæmt New York Times er ekki ljóst hvernig Úkraína tengist málinu en samskipti Trump og Volodymyr Zelensky, nýs forseta Úkraínu, frá því í júlí eru þegar til skoðunar. Þá sagði Trump að samskipti Bandaríkjanna og Úkraínu gætu skánað til muna ef yfirvöld Úkraínu kláruðu rannsókn á spillingarmálum, sem hafi komið niður á samskiptum ríkjanna. Þetta kom fram í samantekt forsætisembættis Úkraínu sem opinberað var í júlí.Vilja að Úkraínumenn rannsaki BidenÁ sama tíma voru bandamenn Trump að þrýsta á ríkisstjórn Úkraínu að opna rannsókn sem gæti skaðað Joe Biden, pólitískan andstæðing Trump. Rudy Giuliani, lögmaður Trump, viðurkenndi í gær að hann hefði beðið háttsetta embættismenn í Úkraínu að rannsaka Joe Biden. Þá sérstaklega að enduropna gamla rannsókn á fyrirtæki sem tengist syni Biden, Hunter Biden, sem var í stjórn stórs fyrirtækis í Úkraínu. Þingmenn Demókrataflokksins fóru í síðustu viku fram á að Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna útvegaði þeim upprit af símtali Trump og Zelensky vegna rannsóknar þriggja þingnefnda á því hvort Trump og Giuliani hafi reynt að nota utanríkisstefnu Bandaríkjanna í pólitískum tilgangi. Meðal annars snýr rannsóknin að því hvort Trump hafi reynt að hætta við stuðning sem Bandaríkin hafa veitt Úkraínu til að þvinga Úkraínumenn til hlýðni. Degi seinna var aðstoðin, sem fólst í 250 milljónum dala til þjálfunar hermanna og kaup búnaðs þeirra, send til Úkraínu.Hér má sjá viðtal Chris Cuomo við Giuliani í gær, þar sem lögmaðurinn móðgaði Cuomo ítrekað og lagði fram fjöldann allan af ásökunum sem byggja ekki á sterkum grunni, eins og Politifact hefur bent á, meðal annarra. Þar að neðan má sjá Cuomo fara stuttlega yfir ásakanir Giuliani í garð Joe Biden og sannleiksgildi þeirra.CNN's @ChrisCuomo: "Did you ask Ukraine to look into Joe Biden?"@RudyGiuliani: "Of course I did"President Trump's attorney says he had spoken with a Ukrainian official about Joe Biden's possible role in that government's dismissal of a prosecutor who investigated Biden's son. pic.twitter.com/hqmqtmx2VW— Cuomo Prime Time (@CuomoPrimeTime) September 20, 2019 CNN's @ChrisCuomo fact-checks President Trump's attorney Rudy Giuliani's claims about former VP Joe Biden https://t.co/boEwKZ97ER pic.twitter.com/Kq1tz3Ods0— Cuomo Prime Time (@CuomoPrimeTime) September 20, 2019 Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Hið meinta loforð sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á að hafa gefið öðrum þjóðarleiðtoga, snýr með einhverjum hætti að Úkraínu. Loforðið varð til þess að starfsmaður einnar af leyniþjónustum Bandaríkjanna, sem starfaði innan Hvíta hússins, tilkynnti atvikið og hefur það leitt til mikilla deila á milli þingmanna og Joseph Maguire, starfandi yfirmanns leyniþjónusta Bandaríkjanna, sem neitar að afhenda þinginu upplýsingar um kvörtun starfsmannsins. Innri endurskoðandi leyniþjónustanna, Michael Atkinson, mat tilkynninguna trúverðuga og sagði hana „aðkallandi áhyggjuefni“, sem er lagaleg skilgreining sem, við eðlilegar kringumstæður, þýddi að málið ætti að fara fyrir nefndir Bandaríkjaþing er snúa að málefnum leyniþjónustanna. Atkinson, sem skipaður var af Trump, var kallaður fyrir njósnamálanefnd fulltrúadeildarinnar í gær þar sem hann neitaði ítrekað að segja frá innihaldi kvörtunarinnar, þar sem honum væri það ekki heimilt.Sjá einnig: Meint loforð Trump til annars þjóðarleiðtoga dregur dilk á eftir sér Sérfræðingar deila um það hvort Maguire beri í raun að upplýsa þingið um innihald tilkynningar starfsmannsins.Samkvæmt New York Times er ekki ljóst hvernig Úkraína tengist málinu en samskipti Trump og Volodymyr Zelensky, nýs forseta Úkraínu, frá því í júlí eru þegar til skoðunar. Þá sagði Trump að samskipti Bandaríkjanna og Úkraínu gætu skánað til muna ef yfirvöld Úkraínu kláruðu rannsókn á spillingarmálum, sem hafi komið niður á samskiptum ríkjanna. Þetta kom fram í samantekt forsætisembættis Úkraínu sem opinberað var í júlí.Vilja að Úkraínumenn rannsaki BidenÁ sama tíma voru bandamenn Trump að þrýsta á ríkisstjórn Úkraínu að opna rannsókn sem gæti skaðað Joe Biden, pólitískan andstæðing Trump. Rudy Giuliani, lögmaður Trump, viðurkenndi í gær að hann hefði beðið háttsetta embættismenn í Úkraínu að rannsaka Joe Biden. Þá sérstaklega að enduropna gamla rannsókn á fyrirtæki sem tengist syni Biden, Hunter Biden, sem var í stjórn stórs fyrirtækis í Úkraínu. Þingmenn Demókrataflokksins fóru í síðustu viku fram á að Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna útvegaði þeim upprit af símtali Trump og Zelensky vegna rannsóknar þriggja þingnefnda á því hvort Trump og Giuliani hafi reynt að nota utanríkisstefnu Bandaríkjanna í pólitískum tilgangi. Meðal annars snýr rannsóknin að því hvort Trump hafi reynt að hætta við stuðning sem Bandaríkin hafa veitt Úkraínu til að þvinga Úkraínumenn til hlýðni. Degi seinna var aðstoðin, sem fólst í 250 milljónum dala til þjálfunar hermanna og kaup búnaðs þeirra, send til Úkraínu.Hér má sjá viðtal Chris Cuomo við Giuliani í gær, þar sem lögmaðurinn móðgaði Cuomo ítrekað og lagði fram fjöldann allan af ásökunum sem byggja ekki á sterkum grunni, eins og Politifact hefur bent á, meðal annarra. Þar að neðan má sjá Cuomo fara stuttlega yfir ásakanir Giuliani í garð Joe Biden og sannleiksgildi þeirra.CNN's @ChrisCuomo: "Did you ask Ukraine to look into Joe Biden?"@RudyGiuliani: "Of course I did"President Trump's attorney says he had spoken with a Ukrainian official about Joe Biden's possible role in that government's dismissal of a prosecutor who investigated Biden's son. pic.twitter.com/hqmqtmx2VW— Cuomo Prime Time (@CuomoPrimeTime) September 20, 2019 CNN's @ChrisCuomo fact-checks President Trump's attorney Rudy Giuliani's claims about former VP Joe Biden https://t.co/boEwKZ97ER pic.twitter.com/Kq1tz3Ods0— Cuomo Prime Time (@CuomoPrimeTime) September 20, 2019
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira