Fórnarlömb skotárásarinnar í Las Vegas fá bætur frá hótelinu Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2019 18:08 Jason McMillan lamaðist í skotárásinni í Las Vegas Hann felldi tár þegar MGM Resorts stefndi um þúsund eftirlifendum og fjölskyldum til að fyrirbyggja að þær krefðust bóta í fyrra. Vísir/EPA Hótelkeðjan MGM Resorts hefur fallist á að greiða fórnarlömbum mannskæðrar skotárásar í Las Vegas fyrir tveimur árum að minnsta kosti 735 milljónir dollara, jafnvirði um 91 milljarðs íslenskra króna í miskabætur. Fjöldamorðinginn skaut á fólk á tónleikum frá hótelherbergi í eigu keðjunnar. Um 22.000 manns nutu sveitatónlistar á tónleikum á aðalgötunni í Las Vegas þegar karlmaður á sjötugsaldri lét byssukúlum rigna yfir mannfjöldann frá herbergi á Mandalay Bay-hótelinu 1. október árið 2017. Hann skaut 58 til bana og særði 422 til viðbótar áður en hann svipti sjálfan sig lífi. Það var umfangsmesta fjöldamorð einstaklings með skotvopni í sögu Bandaríkjanna. Sáttin sem MGM Resorts hefur nú gert við fórnarlömbin er ekki játning fyrirtækisins á sök, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Keðjan hafði áður stefnt fórnarlömbunum, að því er virðist til þess að koma í veg fyrir málshöfðun þeirra. „Við höfum alltaf talið að löng málaferli um þessi mál væru ekki neinum til hagsbóta,“ segir Jim Murren, stjórnarformaður MGM Resorts um sáttina. Bæturnar sem keðjan greiðir út er talin nema allt frá 735 til 800 milljóna dollara, alltaf eftir því hversu margir krefjast bóta úr hendi hennar. Þrátt fyrir að tvö ár séu liðin frá voðaverkinu liggur enn ekki fyrir hvað morðingjanum gekk til. Bandaríkin Skotárás í Las Vegas Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Nýtt myndband varpar ljósi á hryllinginn í Las Vegas Þrjár vikur eru liðnar frá mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna þegar Stephen Paddock drap 58 og særði hundruð í Las Vegas. Nýtt myndband varpar frekari ljósi á skotárásina sjálfa. 22. október 2017 19:08 Fjöldamorðið í Las Vegas virðist hafa verið þaulskipulagt Morðinginn flutti 23 byssur upp á hótelherbergi í tíu ferðatöskum án þess að starfsfólk grunaði hann um græsku. 3. október 2017 21:37 Ár frá árásinni í Las Vegas Enn er ekki vitað af hverju Stpehen Craig Paddock hóf skothríð af 32 hæð Mandalay Bay hótelsins á þúsundir gesta tónlistarhátíðar hinu megin við götuna. 1. október 2018 15:15 FBI óskar eftir aðstoð almennings við að varpa ljósi á fjöldamorðið Alríkislögregla Bandaríkjanna er engu nær um þær ástæður sem liggja að baki árásinni í Las Vegas á mánudag. 7. október 2017 11:15 Fjölmargir sagðir látnir eftir skotárás í Las Vegas Talið er að hið minnsta einn byssumaður hafi hleypt af skotum á tónlistarhátíð í Las Vegas nú í morgun. 2. október 2017 06:37 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Hótelkeðjan MGM Resorts hefur fallist á að greiða fórnarlömbum mannskæðrar skotárásar í Las Vegas fyrir tveimur árum að minnsta kosti 735 milljónir dollara, jafnvirði um 91 milljarðs íslenskra króna í miskabætur. Fjöldamorðinginn skaut á fólk á tónleikum frá hótelherbergi í eigu keðjunnar. Um 22.000 manns nutu sveitatónlistar á tónleikum á aðalgötunni í Las Vegas þegar karlmaður á sjötugsaldri lét byssukúlum rigna yfir mannfjöldann frá herbergi á Mandalay Bay-hótelinu 1. október árið 2017. Hann skaut 58 til bana og særði 422 til viðbótar áður en hann svipti sjálfan sig lífi. Það var umfangsmesta fjöldamorð einstaklings með skotvopni í sögu Bandaríkjanna. Sáttin sem MGM Resorts hefur nú gert við fórnarlömbin er ekki játning fyrirtækisins á sök, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Keðjan hafði áður stefnt fórnarlömbunum, að því er virðist til þess að koma í veg fyrir málshöfðun þeirra. „Við höfum alltaf talið að löng málaferli um þessi mál væru ekki neinum til hagsbóta,“ segir Jim Murren, stjórnarformaður MGM Resorts um sáttina. Bæturnar sem keðjan greiðir út er talin nema allt frá 735 til 800 milljóna dollara, alltaf eftir því hversu margir krefjast bóta úr hendi hennar. Þrátt fyrir að tvö ár séu liðin frá voðaverkinu liggur enn ekki fyrir hvað morðingjanum gekk til.
Bandaríkin Skotárás í Las Vegas Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Nýtt myndband varpar ljósi á hryllinginn í Las Vegas Þrjár vikur eru liðnar frá mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna þegar Stephen Paddock drap 58 og særði hundruð í Las Vegas. Nýtt myndband varpar frekari ljósi á skotárásina sjálfa. 22. október 2017 19:08 Fjöldamorðið í Las Vegas virðist hafa verið þaulskipulagt Morðinginn flutti 23 byssur upp á hótelherbergi í tíu ferðatöskum án þess að starfsfólk grunaði hann um græsku. 3. október 2017 21:37 Ár frá árásinni í Las Vegas Enn er ekki vitað af hverju Stpehen Craig Paddock hóf skothríð af 32 hæð Mandalay Bay hótelsins á þúsundir gesta tónlistarhátíðar hinu megin við götuna. 1. október 2018 15:15 FBI óskar eftir aðstoð almennings við að varpa ljósi á fjöldamorðið Alríkislögregla Bandaríkjanna er engu nær um þær ástæður sem liggja að baki árásinni í Las Vegas á mánudag. 7. október 2017 11:15 Fjölmargir sagðir látnir eftir skotárás í Las Vegas Talið er að hið minnsta einn byssumaður hafi hleypt af skotum á tónlistarhátíð í Las Vegas nú í morgun. 2. október 2017 06:37 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Nýtt myndband varpar ljósi á hryllinginn í Las Vegas Þrjár vikur eru liðnar frá mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna þegar Stephen Paddock drap 58 og særði hundruð í Las Vegas. Nýtt myndband varpar frekari ljósi á skotárásina sjálfa. 22. október 2017 19:08
Fjöldamorðið í Las Vegas virðist hafa verið þaulskipulagt Morðinginn flutti 23 byssur upp á hótelherbergi í tíu ferðatöskum án þess að starfsfólk grunaði hann um græsku. 3. október 2017 21:37
Ár frá árásinni í Las Vegas Enn er ekki vitað af hverju Stpehen Craig Paddock hóf skothríð af 32 hæð Mandalay Bay hótelsins á þúsundir gesta tónlistarhátíðar hinu megin við götuna. 1. október 2018 15:15
FBI óskar eftir aðstoð almennings við að varpa ljósi á fjöldamorðið Alríkislögregla Bandaríkjanna er engu nær um þær ástæður sem liggja að baki árásinni í Las Vegas á mánudag. 7. október 2017 11:15
Fjölmargir sagðir látnir eftir skotárás í Las Vegas Talið er að hið minnsta einn byssumaður hafi hleypt af skotum á tónlistarhátíð í Las Vegas nú í morgun. 2. október 2017 06:37