Trump segir Bandaríkin stjórna olíunni í Mið-Austurlöndum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. október 2019 22:58 Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir nokkrar evrópskar þjóðir tilbúnar til að taka við löndum sínum sem hafa gengið til liðs við ISIS en eru nú fangar. AP Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði á föstudag að ákvörðun hans um að draga bandarískar hersveitir frá landamærum Sýrlands og Tyrklands hafi hvorki hnekkt á trúverðugleika Bandaríkjanna, né svikið kúrdíska bandamenn og þar með aukið líkur á endurkomu hryðjuverkasamtaka sem kenna sig við íslamskt ríki á svæðinu. Þá hampaði hann vopnahléssamningnum á milli Tyrkja og Kúrda, sem virtist vera í hættu þegar vígahópar voru ósammála um hvað þyrfti að gera og hvort átök yrðu stöðvuð. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP. „Það hafa orðið gríðarlegar framfarir, finnst mér, síðustu tvo daga,“ lýsti Trump yfir. Hann bætti við að „við höfum tekið stjórn á olíunni í Mið-Austurlöndum,“ en engar fregnir hafa staðfest þá staðhæfingu. Hann hélt því fram tvisvar á föstudag að Bandaríkin hefðu „tekið stjórn á olíunni í Mið-Austurlöndum,“ en aðrir opinberir embættismenn Bandaríkjanna hafa ekki náð að útskýra hvað hann átti við með því. Forsetinn sagði einnig að Recep Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseti, sem og Sýrlenski lýðræðisherinn (SDF), hersveit Kúrda í norðurhluta Sýrlands, væru sammála um að vopnahléið væri skref í rétta átt og að þeir virtu vopnahléið. Þá sagði hann brask sitt í Sýrlandi „örlítið óhefðbundið.“ „Báðar hliðar bera góðan vilja fyrir brjósti og það eru miklar líkur á árangri,“ skrifaði hann á Twitter.Just spoke to President @RTErdogan of Turkey. He told me there was minor sniper and mortar fire that was quickly eliminated. He very much wants the ceasefire, or pause, to work. Likewise, the Kurds want it, and the ultimate solution, to happen. Too bad there wasn’t..... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 18, 2019.....this thinking years ago. Instead, it was always held together with very weak bandaids, & in an artificial manner. There is good will on both sides & a really good chance for success. The U.S. has secured the Oil, & the ISIS Fighters are double secured by Kurds & Turkey.... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 18, 2019 Jákvæðni forsetans virtist stangast á við það sem Erdogan hefur sagt en hann sagði í samtali við fréttamenn í Istanbúl að tyrkneskar hersveitir myndu hefja árás sína að nýju eftir fjóra daga ef kúrdískar hersveitir hörfuðu ekki af svokölluðu öryggissvæði, sem er 440 km langt og nær 30 km. inn í Sýrland.Erdogan Tyrklandsforseti segir tyrkneskar hersveitir gera árás að nýju eftir fjóra daga hörfi kúrdískar hersveitir ekki af svokölluðu öryggissvæði.APEkkert bendir til þess að kúrdískar hersveitir muni hörfa en þær hafa sakað hersveitir Tyrkja um að hafa svikið vopnahléið þegar þær héldu áfram árásum á landamærabæ. Hluti hersveita Kúrda hafa heitið því að þeir muni ekki hörfa og segja vopnahléið svik af hálfu Bandaríkjanna, en hermenn þeirra hafa barist hlið við hlið í baráttunni gegn ISIS.DEFEAT TERRORISM! https://t.co/8WbnLPgWIK — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 18, 2019 Eric Edelman, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Tyrklandi, sagði að hann efaðist að Tyrkland, ásamt sýrlenskum bandamönnum sínum, gæti vaktað landamærin sem ná frá Efrat fljóti í vestri til landamæranna að Írak, án hjálpar Rússlands eða annarra. „Það er gríðarleg landsvæði til að vakta og stór hluti þess er óbyggt,“ sagði Edelman. „Það þýðir líklegast að þeir hafa þegar komist að samkomulagi við Rússana eða Írani.“ Þrátt fyrir þetta ítrekaði Trump að friður ríkti. „Það er vopnahlé eða pása eða hvað þú vilt kalla það,“ sagði hann. „Það voru einhverjar skothríðir í morgun,“ auk þess sem sprengjum var varpað en það var fljótt stöðvað og svæðið er nú aftur í „pásu,“ sagði forsetinn. Þá sagði forsetinn að einhverjar evrópskar þjóðir hafi samþykkt að taka ábyrgð á löndum sínum sem hefðu gengið til liðs við ISIS en væru nú fangar. „Allavega, miklar framfarir í gangi,“ skrifaði Trump á Twitter.....I have just been notified that some European Nations are now willing, for the first time, to take the ISIS Fighters that came from their nations. This is good news, but should have been done after WE captured them. Anyway, big progress being made!!!! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 18, 2019 Trump sagði ekkert meira um Evrópuþjóðirnar sem hann segir nú að hafi samþykkt að taka við hluta vígamanna ISIS en hann hefur ítrekað kallað eftir því. Engin yfirvöld Evrópuþjóða hafa tilkynnt að þau hyggist taka við föngum úr röðum ISIS vígamanna. Þetta staðfesti þó Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, eftir að hann ræddi við fulltrúa NATO um mál Sýrlands í dag. „Við höfum fengið svör frá nokkrum löndum í dag um að þau séu tilbúin til að taka við þessum vígamönnum.“ Hann greindi þó ekki frá því hvaða lönd þetta væru. Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Trump gaf samkomulagi Kúrda við Assad-liða blessun sína Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mótmælti því ekki að sýrlenskir Kúrdar leituðu á náðir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og bandamanna Rússa. Það gerðu Kúrdar eftir að Trump skipaði bandarískum hermönnum að yfirgefa Sýrland í aðdraganda innrásar Tyrkja, sem líta á sýrlenska Kúrda sem hryðjuverkamenn. 17. október 2019 16:09 Erdogan samþykkir að leggja niður vopnin tímabundið Forseti Tyrklands féllst á bón varaforseta og utanríkisráðherra Bandaríkjanna um að gera hlé á innrás sinni í norðausturhluta Sýrlands í kvöld. Vopnahlé verður í 120 klukkustundir og er ætlast til þess að hersveitir Kúrda yfirgefi það svæði við landamæri ríkjanna sem Tyrkir hafa útnefnt öruggt. 17. október 2019 18:30 Óvissa um vopnahléið sem Tyrkir kalla pásu Bardagar geisuðu áfram í Sýrlandi í dag, samkvæmt sýrlenskum Kúrdum og eftirlitsaðilum, þrátt fyrir að Tyrkir og Bandaríkjamenn hafi lýst yfir umdeildu vopnahléi í gær. 18. október 2019 16:21 Sýrlandsher hélt inn í Kobane Taka bæjarins gerir Tyrkjum erfiðara um vik við að koma upp sínu svokallaða öryggissvæði við landamærin að Tyrklandi eins og stefnt hefur verið að. 17. október 2019 09:23 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði á föstudag að ákvörðun hans um að draga bandarískar hersveitir frá landamærum Sýrlands og Tyrklands hafi hvorki hnekkt á trúverðugleika Bandaríkjanna, né svikið kúrdíska bandamenn og þar með aukið líkur á endurkomu hryðjuverkasamtaka sem kenna sig við íslamskt ríki á svæðinu. Þá hampaði hann vopnahléssamningnum á milli Tyrkja og Kúrda, sem virtist vera í hættu þegar vígahópar voru ósammála um hvað þyrfti að gera og hvort átök yrðu stöðvuð. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP. „Það hafa orðið gríðarlegar framfarir, finnst mér, síðustu tvo daga,“ lýsti Trump yfir. Hann bætti við að „við höfum tekið stjórn á olíunni í Mið-Austurlöndum,“ en engar fregnir hafa staðfest þá staðhæfingu. Hann hélt því fram tvisvar á föstudag að Bandaríkin hefðu „tekið stjórn á olíunni í Mið-Austurlöndum,“ en aðrir opinberir embættismenn Bandaríkjanna hafa ekki náð að útskýra hvað hann átti við með því. Forsetinn sagði einnig að Recep Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseti, sem og Sýrlenski lýðræðisherinn (SDF), hersveit Kúrda í norðurhluta Sýrlands, væru sammála um að vopnahléið væri skref í rétta átt og að þeir virtu vopnahléið. Þá sagði hann brask sitt í Sýrlandi „örlítið óhefðbundið.“ „Báðar hliðar bera góðan vilja fyrir brjósti og það eru miklar líkur á árangri,“ skrifaði hann á Twitter.Just spoke to President @RTErdogan of Turkey. He told me there was minor sniper and mortar fire that was quickly eliminated. He very much wants the ceasefire, or pause, to work. Likewise, the Kurds want it, and the ultimate solution, to happen. Too bad there wasn’t..... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 18, 2019.....this thinking years ago. Instead, it was always held together with very weak bandaids, & in an artificial manner. There is good will on both sides & a really good chance for success. The U.S. has secured the Oil, & the ISIS Fighters are double secured by Kurds & Turkey.... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 18, 2019 Jákvæðni forsetans virtist stangast á við það sem Erdogan hefur sagt en hann sagði í samtali við fréttamenn í Istanbúl að tyrkneskar hersveitir myndu hefja árás sína að nýju eftir fjóra daga ef kúrdískar hersveitir hörfuðu ekki af svokölluðu öryggissvæði, sem er 440 km langt og nær 30 km. inn í Sýrland.Erdogan Tyrklandsforseti segir tyrkneskar hersveitir gera árás að nýju eftir fjóra daga hörfi kúrdískar hersveitir ekki af svokölluðu öryggissvæði.APEkkert bendir til þess að kúrdískar hersveitir muni hörfa en þær hafa sakað hersveitir Tyrkja um að hafa svikið vopnahléið þegar þær héldu áfram árásum á landamærabæ. Hluti hersveita Kúrda hafa heitið því að þeir muni ekki hörfa og segja vopnahléið svik af hálfu Bandaríkjanna, en hermenn þeirra hafa barist hlið við hlið í baráttunni gegn ISIS.DEFEAT TERRORISM! https://t.co/8WbnLPgWIK — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 18, 2019 Eric Edelman, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Tyrklandi, sagði að hann efaðist að Tyrkland, ásamt sýrlenskum bandamönnum sínum, gæti vaktað landamærin sem ná frá Efrat fljóti í vestri til landamæranna að Írak, án hjálpar Rússlands eða annarra. „Það er gríðarleg landsvæði til að vakta og stór hluti þess er óbyggt,“ sagði Edelman. „Það þýðir líklegast að þeir hafa þegar komist að samkomulagi við Rússana eða Írani.“ Þrátt fyrir þetta ítrekaði Trump að friður ríkti. „Það er vopnahlé eða pása eða hvað þú vilt kalla það,“ sagði hann. „Það voru einhverjar skothríðir í morgun,“ auk þess sem sprengjum var varpað en það var fljótt stöðvað og svæðið er nú aftur í „pásu,“ sagði forsetinn. Þá sagði forsetinn að einhverjar evrópskar þjóðir hafi samþykkt að taka ábyrgð á löndum sínum sem hefðu gengið til liðs við ISIS en væru nú fangar. „Allavega, miklar framfarir í gangi,“ skrifaði Trump á Twitter.....I have just been notified that some European Nations are now willing, for the first time, to take the ISIS Fighters that came from their nations. This is good news, but should have been done after WE captured them. Anyway, big progress being made!!!! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 18, 2019 Trump sagði ekkert meira um Evrópuþjóðirnar sem hann segir nú að hafi samþykkt að taka við hluta vígamanna ISIS en hann hefur ítrekað kallað eftir því. Engin yfirvöld Evrópuþjóða hafa tilkynnt að þau hyggist taka við föngum úr röðum ISIS vígamanna. Þetta staðfesti þó Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, eftir að hann ræddi við fulltrúa NATO um mál Sýrlands í dag. „Við höfum fengið svör frá nokkrum löndum í dag um að þau séu tilbúin til að taka við þessum vígamönnum.“ Hann greindi þó ekki frá því hvaða lönd þetta væru.
Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Trump gaf samkomulagi Kúrda við Assad-liða blessun sína Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mótmælti því ekki að sýrlenskir Kúrdar leituðu á náðir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og bandamanna Rússa. Það gerðu Kúrdar eftir að Trump skipaði bandarískum hermönnum að yfirgefa Sýrland í aðdraganda innrásar Tyrkja, sem líta á sýrlenska Kúrda sem hryðjuverkamenn. 17. október 2019 16:09 Erdogan samþykkir að leggja niður vopnin tímabundið Forseti Tyrklands féllst á bón varaforseta og utanríkisráðherra Bandaríkjanna um að gera hlé á innrás sinni í norðausturhluta Sýrlands í kvöld. Vopnahlé verður í 120 klukkustundir og er ætlast til þess að hersveitir Kúrda yfirgefi það svæði við landamæri ríkjanna sem Tyrkir hafa útnefnt öruggt. 17. október 2019 18:30 Óvissa um vopnahléið sem Tyrkir kalla pásu Bardagar geisuðu áfram í Sýrlandi í dag, samkvæmt sýrlenskum Kúrdum og eftirlitsaðilum, þrátt fyrir að Tyrkir og Bandaríkjamenn hafi lýst yfir umdeildu vopnahléi í gær. 18. október 2019 16:21 Sýrlandsher hélt inn í Kobane Taka bæjarins gerir Tyrkjum erfiðara um vik við að koma upp sínu svokallaða öryggissvæði við landamærin að Tyrklandi eins og stefnt hefur verið að. 17. október 2019 09:23 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Trump gaf samkomulagi Kúrda við Assad-liða blessun sína Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mótmælti því ekki að sýrlenskir Kúrdar leituðu á náðir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og bandamanna Rússa. Það gerðu Kúrdar eftir að Trump skipaði bandarískum hermönnum að yfirgefa Sýrland í aðdraganda innrásar Tyrkja, sem líta á sýrlenska Kúrda sem hryðjuverkamenn. 17. október 2019 16:09
Erdogan samþykkir að leggja niður vopnin tímabundið Forseti Tyrklands féllst á bón varaforseta og utanríkisráðherra Bandaríkjanna um að gera hlé á innrás sinni í norðausturhluta Sýrlands í kvöld. Vopnahlé verður í 120 klukkustundir og er ætlast til þess að hersveitir Kúrda yfirgefi það svæði við landamæri ríkjanna sem Tyrkir hafa útnefnt öruggt. 17. október 2019 18:30
Óvissa um vopnahléið sem Tyrkir kalla pásu Bardagar geisuðu áfram í Sýrlandi í dag, samkvæmt sýrlenskum Kúrdum og eftirlitsaðilum, þrátt fyrir að Tyrkir og Bandaríkjamenn hafi lýst yfir umdeildu vopnahléi í gær. 18. október 2019 16:21
Sýrlandsher hélt inn í Kobane Taka bæjarins gerir Tyrkjum erfiðara um vik við að koma upp sínu svokallaða öryggissvæði við landamærin að Tyrklandi eins og stefnt hefur verið að. 17. október 2019 09:23