Óvissa um vopnahléið sem Tyrkir kalla pásu Samúel Karl Ólason skrifar 18. október 2019 16:21 Uppreisnarmenn á leið til Sýrlands. AP/Emrah Gurel Bardagar geisuðu áfram í Sýrlandi í dag, samkvæmt sýrlenskum Kúrdum og eftirlitsaðilum, þrátt fyrir að Tyrkir og Bandaríkjamenn hafi lýst yfir umdeildu vopnahléi í gær. Tyrkir segja enga bardaga hafa átt sér stað í dag. Blaðamenn hafa þó séð sprengjuárásir gerðar á bæinn Ras al-Ayn, sem er á landamærum Tyrklands og Sýrlands og er umkringdur af hersveitum Tyrkja. Kúrdar segja þó að árásirnar hafi hætt seinni partinn í dag. Óljóst er hvernig framfylgja á vopnahléinu þegar Bandaríkin koma með engum hætti að átökunum í Sýrlandi lengur. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sagði í dag að það væri á ábyrgð Bandaríkjanna að Kúrdar færu frá landamærum ríkjanna en Bandaríkin hafa slitið bandalagi þeirra og sýrlenskra Kúrda, sem starfa nú með stjórnarher Sýrlands og Rússum. Samkomulagið um vopnahléið, sem yfirvöld Tyrklands kalla „pásu“, felur í sér að Kúrdar eigi að yfirgefa stórt svæði við landamæri ríkjanna. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær að samkomulagið fæli í sér „frábæran dag fyrir siðmenninguna“ en í rauninni er hann að reyna að setja plástur á sár sem hann olli sjálfur.Erdogan ósáttur við bréfið Innrás Tyrkja og sýrlenskra uppreisnarmanna sem þeir styðja hófst tveimur dögum eftir að Trump lýsti því óvænt yfir að hann ætlaði að kalla alla hermenn Bandaríkjanna heim frá Sýrlandi og að Tyrkir myndu brátt hefja „löngu skipulagða innrás“ þeirra. Sama dag og innrásin hófst sendi Trump undarlegt bréf til Erdogan þar sem hann biðlaði til hans að hætta við innrásina. Í bréfinu skrifaði Trump meðal annars: „Ekki vera harðjaxl. Ekki vera flón.“Erdogan tjáði sig um bréfið í fyrsta sinn í dag og sagðist ekki geta gleymt því hve óvægið það væri. Það hefði ekki verið í takt við hefðbundin milliríkjasamskipti og almenna kurteisi. Hann sagði einnig að Tyrkir bregðast við bréfinu með réttum hætti, þegar það ætti við. Tyrkir segjast vilja stofna öryggissvæði sem nái um 30 kílómetra inn í Sýrland frá landamærum ríkjanna. Þar standi til að koma einhverjum af þeim um 3,6 milljónum sýrlenskra flóttamanna sem halda til í Tyrklandi. Erdogan sagði í dag að umrætt svæði ætti að spanna 400 kílómetra af landamærunum. Hann gaf þó í skyn í dag að hann vildi nú fá nánast allt yfirráðasvæði Kúrda undir hið meinta öryggissvæði.Kúrdar hafa lýst því yfir að þeir muni framfylgja vopnahléinu að mestu leyti. Þeir segjast ekki ætla að yfirgefa svæðið.Samkomulagið gagnrýnt Vopnahléið svokallaða hefur verið harðlega gagnrýnt frá því það var tilkynnt í gær. Fregnir hafa borist af því að embættismenn í Tyrklandi hafi boðið sig undir harðar viðræður og jafnvel deilur. Fljótt hafi þó komið í ljós að Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, sem fór til Tyrklands og samdi við Erdogan, vildi gera samkomulag sem Tyrkjum þótti mjög jákvætt. Enda felur samkomulagið í sér nánast allt það sem Tyrkir sóttust eftir við upphaf innrásarinnar og inniheldur ekkert varðandi brottför tyrkneskra hermanna eða uppreisnarmanna frá svæðinu. Donald Tusk, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, er einn þeirra sem hefur gagnrýnt samkomulagið. Hann segir ekki um friðarsamkomulag að ræða. Þess í stað sé þetta krafa um að Kúrdar gefist upp. Hann kallaði eftir því að Tyrkir hættu aðgerðum sínum.Þá sagði Emmanuel Macron, forseti Frakklands, í dag að aðgerðir Tyrkja í Sýrlandi væru „bilun“. Samkomulagið var þó ekki gagnrýnt í Tyrklandi þar sem fjölmiðlar undir stjórn yfirvalda lýstu því yfir í morgun að Erdogan hefði unnið stórsigur. Ein fyrirsögnin var á þá leið að Tyrkir hefðu fengið allt sem þeir vildu. Önnur sagði Tyrki hafa borið sigur úr býtum, bæði á vígvellinum og við samningaborðið.Saka Tyrki um stríðsglæpi Mannréttindasamtökin Amnesty International segja að útlit sé fyrir að Tyrkir og bandamenn þeirra hafi framið stríðsglæpi í norðausturhluta Sýrlands. Í yfirlýsingu frá samtökunum, segir að Tyrkir og uppreisnarmennirnir hafi sýnt skammarlegt skeytingarleysi gagnvart almennum borgurum.Brot þeirra felist meðal annars í aftökum og ólögmætum sprengjuárásum gegn almennum borgurum. Yfirlýsing Amnesty byggir á fjölda viðtala við aðila á svæðinu, greiningu á myndefni og skýrslum. Kumi Naidoo, framkvæmdastjóri Amnesty, segir í yfirlýsingunni að Tyrkir beri ábyrgð á aðgerðum uppreisnarmannanna sem þeir styðji, vopni og skipi fyrir. Þrátt fyrir það hafi yfirvöld Tyrklands gefið þessum aðilum frjálsar hendur til að fremja alvarleg brot í Afrin og víðar. Sjá einnig: Hatur á Kúrdum, þjóðremba og þrá til að auðgastKúrdar segja minnst 218 almenna borgara hafa fallið í átökunum og þar af 18 börn. Tyrkir segja 18 borgara hafa fallið sín megin við landamærin og 150 hafi særst. Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Sýrland Tyrkland Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Bardagar geisuðu áfram í Sýrlandi í dag, samkvæmt sýrlenskum Kúrdum og eftirlitsaðilum, þrátt fyrir að Tyrkir og Bandaríkjamenn hafi lýst yfir umdeildu vopnahléi í gær. Tyrkir segja enga bardaga hafa átt sér stað í dag. Blaðamenn hafa þó séð sprengjuárásir gerðar á bæinn Ras al-Ayn, sem er á landamærum Tyrklands og Sýrlands og er umkringdur af hersveitum Tyrkja. Kúrdar segja þó að árásirnar hafi hætt seinni partinn í dag. Óljóst er hvernig framfylgja á vopnahléinu þegar Bandaríkin koma með engum hætti að átökunum í Sýrlandi lengur. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sagði í dag að það væri á ábyrgð Bandaríkjanna að Kúrdar færu frá landamærum ríkjanna en Bandaríkin hafa slitið bandalagi þeirra og sýrlenskra Kúrda, sem starfa nú með stjórnarher Sýrlands og Rússum. Samkomulagið um vopnahléið, sem yfirvöld Tyrklands kalla „pásu“, felur í sér að Kúrdar eigi að yfirgefa stórt svæði við landamæri ríkjanna. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær að samkomulagið fæli í sér „frábæran dag fyrir siðmenninguna“ en í rauninni er hann að reyna að setja plástur á sár sem hann olli sjálfur.Erdogan ósáttur við bréfið Innrás Tyrkja og sýrlenskra uppreisnarmanna sem þeir styðja hófst tveimur dögum eftir að Trump lýsti því óvænt yfir að hann ætlaði að kalla alla hermenn Bandaríkjanna heim frá Sýrlandi og að Tyrkir myndu brátt hefja „löngu skipulagða innrás“ þeirra. Sama dag og innrásin hófst sendi Trump undarlegt bréf til Erdogan þar sem hann biðlaði til hans að hætta við innrásina. Í bréfinu skrifaði Trump meðal annars: „Ekki vera harðjaxl. Ekki vera flón.“Erdogan tjáði sig um bréfið í fyrsta sinn í dag og sagðist ekki geta gleymt því hve óvægið það væri. Það hefði ekki verið í takt við hefðbundin milliríkjasamskipti og almenna kurteisi. Hann sagði einnig að Tyrkir bregðast við bréfinu með réttum hætti, þegar það ætti við. Tyrkir segjast vilja stofna öryggissvæði sem nái um 30 kílómetra inn í Sýrland frá landamærum ríkjanna. Þar standi til að koma einhverjum af þeim um 3,6 milljónum sýrlenskra flóttamanna sem halda til í Tyrklandi. Erdogan sagði í dag að umrætt svæði ætti að spanna 400 kílómetra af landamærunum. Hann gaf þó í skyn í dag að hann vildi nú fá nánast allt yfirráðasvæði Kúrda undir hið meinta öryggissvæði.Kúrdar hafa lýst því yfir að þeir muni framfylgja vopnahléinu að mestu leyti. Þeir segjast ekki ætla að yfirgefa svæðið.Samkomulagið gagnrýnt Vopnahléið svokallaða hefur verið harðlega gagnrýnt frá því það var tilkynnt í gær. Fregnir hafa borist af því að embættismenn í Tyrklandi hafi boðið sig undir harðar viðræður og jafnvel deilur. Fljótt hafi þó komið í ljós að Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, sem fór til Tyrklands og samdi við Erdogan, vildi gera samkomulag sem Tyrkjum þótti mjög jákvætt. Enda felur samkomulagið í sér nánast allt það sem Tyrkir sóttust eftir við upphaf innrásarinnar og inniheldur ekkert varðandi brottför tyrkneskra hermanna eða uppreisnarmanna frá svæðinu. Donald Tusk, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, er einn þeirra sem hefur gagnrýnt samkomulagið. Hann segir ekki um friðarsamkomulag að ræða. Þess í stað sé þetta krafa um að Kúrdar gefist upp. Hann kallaði eftir því að Tyrkir hættu aðgerðum sínum.Þá sagði Emmanuel Macron, forseti Frakklands, í dag að aðgerðir Tyrkja í Sýrlandi væru „bilun“. Samkomulagið var þó ekki gagnrýnt í Tyrklandi þar sem fjölmiðlar undir stjórn yfirvalda lýstu því yfir í morgun að Erdogan hefði unnið stórsigur. Ein fyrirsögnin var á þá leið að Tyrkir hefðu fengið allt sem þeir vildu. Önnur sagði Tyrki hafa borið sigur úr býtum, bæði á vígvellinum og við samningaborðið.Saka Tyrki um stríðsglæpi Mannréttindasamtökin Amnesty International segja að útlit sé fyrir að Tyrkir og bandamenn þeirra hafi framið stríðsglæpi í norðausturhluta Sýrlands. Í yfirlýsingu frá samtökunum, segir að Tyrkir og uppreisnarmennirnir hafi sýnt skammarlegt skeytingarleysi gagnvart almennum borgurum.Brot þeirra felist meðal annars í aftökum og ólögmætum sprengjuárásum gegn almennum borgurum. Yfirlýsing Amnesty byggir á fjölda viðtala við aðila á svæðinu, greiningu á myndefni og skýrslum. Kumi Naidoo, framkvæmdastjóri Amnesty, segir í yfirlýsingunni að Tyrkir beri ábyrgð á aðgerðum uppreisnarmannanna sem þeir styðji, vopni og skipi fyrir. Þrátt fyrir það hafi yfirvöld Tyrklands gefið þessum aðilum frjálsar hendur til að fremja alvarleg brot í Afrin og víðar. Sjá einnig: Hatur á Kúrdum, þjóðremba og þrá til að auðgastKúrdar segja minnst 218 almenna borgara hafa fallið í átökunum og þar af 18 börn. Tyrkir segja 18 borgara hafa fallið sín megin við landamærin og 150 hafi særst.
Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Sýrland Tyrkland Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira