Erdogan samþykkir að leggja niður vopnin tímabundið Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. október 2019 18:30 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, féllst á bón varaforseta og utanríkisráðherra Bandaríkjanna um að gera hlé á innrás sinni í norðausturhluta Sýrlands í kvöld. Vopnahlé verður í 120 klukkustundir og er ætlast til þess að hersveitir Kúrda yfirgefi það svæði við landamæri ríkjanna sem Tyrkir hafa útnefnt öruggt. „Í dag hafa Bandaríkin og Tyrkland sammælst um vopnahlé í Sýrlandi. Tyrkir munu gera hlé á aðgerðum sínum til þess að gefa Kúrdum svæði á því að yfirgefa hið örugga svæði,“ sagði varaforsetinn Mike Pence stuttu fyrir klukkan sex en hann kom til Tyrklands í morgun ásamt Mike Pompeo utanríkisráðherra og Robert O'Brien, þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta.Þvinganir og harðjaxlabréf Fundurinn með Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta var haldinn í skugga nýsamþykktra viðskiptaþvingana Bandaríkjanna gegn Tyrkjum auk þess að Bandaríkin hörfuðu frá Sýrlandi, rýmdu þannig fyrir innrásinni, eftir símtal Erdogans og Trumps. Önnur samskipti forsetanna tveggja hafa þó verið til umræðu í dag. Bandaríska forsetaembættið staðfesti að bréf Trumps til Erdogans, sem birt var á Twitter, væri ósvikið en þar varaði hann Tyrkjann við því að haga sér eins og harðjaxl. Annars myndu Bandaríkin gjöreyðileggja tyrkneska hagkerfið og Erdogan yrði skráður í sögubækurnar sem djöfull. Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Erdogan fleygði „harðjaxlabréfi“ Trumps beint í ruslið Þetta herma heimildir breska ríkisútvarpsins en umrætt bréf hefur vakið mikla athygli. 17. október 2019 10:14 Erdogan fundar í dag með Bandaríkjamönnum Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, mun funda í Ankara í dag með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pompeo utanríkisráðherra og Robert O´Brien þjóðaröryggisráðgjafa, þrátt fyrir að forsetinn hafi áður sagst aðeins vilja funda með Donald Trump. 17. október 2019 08:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, féllst á bón varaforseta og utanríkisráðherra Bandaríkjanna um að gera hlé á innrás sinni í norðausturhluta Sýrlands í kvöld. Vopnahlé verður í 120 klukkustundir og er ætlast til þess að hersveitir Kúrda yfirgefi það svæði við landamæri ríkjanna sem Tyrkir hafa útnefnt öruggt. „Í dag hafa Bandaríkin og Tyrkland sammælst um vopnahlé í Sýrlandi. Tyrkir munu gera hlé á aðgerðum sínum til þess að gefa Kúrdum svæði á því að yfirgefa hið örugga svæði,“ sagði varaforsetinn Mike Pence stuttu fyrir klukkan sex en hann kom til Tyrklands í morgun ásamt Mike Pompeo utanríkisráðherra og Robert O'Brien, þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta.Þvinganir og harðjaxlabréf Fundurinn með Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta var haldinn í skugga nýsamþykktra viðskiptaþvingana Bandaríkjanna gegn Tyrkjum auk þess að Bandaríkin hörfuðu frá Sýrlandi, rýmdu þannig fyrir innrásinni, eftir símtal Erdogans og Trumps. Önnur samskipti forsetanna tveggja hafa þó verið til umræðu í dag. Bandaríska forsetaembættið staðfesti að bréf Trumps til Erdogans, sem birt var á Twitter, væri ósvikið en þar varaði hann Tyrkjann við því að haga sér eins og harðjaxl. Annars myndu Bandaríkin gjöreyðileggja tyrkneska hagkerfið og Erdogan yrði skráður í sögubækurnar sem djöfull.
Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Erdogan fleygði „harðjaxlabréfi“ Trumps beint í ruslið Þetta herma heimildir breska ríkisútvarpsins en umrætt bréf hefur vakið mikla athygli. 17. október 2019 10:14 Erdogan fundar í dag með Bandaríkjamönnum Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, mun funda í Ankara í dag með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pompeo utanríkisráðherra og Robert O´Brien þjóðaröryggisráðgjafa, þrátt fyrir að forsetinn hafi áður sagst aðeins vilja funda með Donald Trump. 17. október 2019 08:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Erdogan fleygði „harðjaxlabréfi“ Trumps beint í ruslið Þetta herma heimildir breska ríkisútvarpsins en umrætt bréf hefur vakið mikla athygli. 17. október 2019 10:14
Erdogan fundar í dag með Bandaríkjamönnum Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, mun funda í Ankara í dag með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pompeo utanríkisráðherra og Robert O´Brien þjóðaröryggisráðgjafa, þrátt fyrir að forsetinn hafi áður sagst aðeins vilja funda með Donald Trump. 17. október 2019 08:00