Vinstrið og öfgahægrið stærst á Íslandi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 15. október 2019 07:00 Wlodzimierz Czarzasty, leiðtogi Vinstribandalagsins. Vísir/getty Niðurstöður pólsku þingkosninganna á Íslandi voru töluvert frábrugðnar heildarniðurstöðunni. Vinstrimenn og öfgahægrimenn fengu góða kosningu en stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti var Pólverjum á Íslandi síður að skapi. Lög og réttlæti varð í fjórða sæti, með rúm 17 prósent í kosningunni sem fór fram í pólska sendiráðinu við Þórunnartún í Reykjavík. Flokkurinn, sem er mjög íhaldssamur hægriflokkur og hefur verið við völd síðan 2015, bætti við sig tæpum 7 prósentum og hlaut um 44 prósent í þingkosningunum.Skjáskot/FréttablaðiðVinstribandalagið, sem þurrkaðist út af þingi árið 2015, vann einnig sigur og fékk meira en 12 prósent sem rímar vel við almenna kosningahegðun í Evrópu á undanförnu ári. Hér á Íslandi var Vinstribandalagið stærst allra flokka með meira en 27 prósent. Það sem kemur þó mest á óvart er velgengni Bandalags um frelsi og sjálfstæði, sem er bandalag smærri öfgahægriflokka sem sumir eiga rætur í nýnasisma. Flokkurinn fékk aðeins tæp 7 prósent í þingkosningunum en hér á Íslandi var hann næststærstur, með rúmlega fjórðung atkvæða. Borgaralega stefnan, hinn frjálslyndi miðjuflokkur sem á undanförnum árum hefur veitt Lögum og réttlæti mótspyrnu, tapaði fjórum prósentum í kosningunum og fylgið var mjög svipað hér á Íslandi. Pólska bandalagið, sem er íhaldssamur miðjuflokkur með sterk tengsl við bændastétt, fékk tæp 9 prósent í kosningunum og tæp 5 prósent hér. Birtist í Fréttablaðinu Pólland Tengdar fréttir Stjórnarflokki Póllands spáð betra gengi í þingkosningunum en í síðustu kosningum Allt bendir til þess að stjórnarflokkur Póllands, Laga- og réttlætisflokkurinn, muni vinna þingkosningar þar í lagi og þar með tryggja sér annað fjögurra ára kjörtímabil sem stjórnarflokkur, samkvæmt útgönguspám sem voru birtar þegar kjörstaðir lokuðu á sunnudagskvöld. 13. október 2019 21:56 Dæmi um að hinsegin fólk hafi flúið frá Póllandi til Íslands Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ´78, segir kosningabaráttu stjórnarflokksins þar í landi hafa verið hatursfulla og geta haft neikvæðar afleiðingar fyrir hinsegin fólk í Póllandi. 13. október 2019 20:00 Stefnir í að Lög og réttlæti haldi velli í pólsku þingkosningunum Talið er líklegt að stjórnmálaflokkur Jaroslaws Kaczynski fyrrverandi forsætisráðherra Póllands, Lög og Réttlæti, skjóti öðrum pólskum stjórnmálaflokkum ref fyrir rass í pólsku þingkosningunum sem fram fara í dag. 13. október 2019 10:35 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Fleiri fréttir Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Sjá meira
Niðurstöður pólsku þingkosninganna á Íslandi voru töluvert frábrugðnar heildarniðurstöðunni. Vinstrimenn og öfgahægrimenn fengu góða kosningu en stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti var Pólverjum á Íslandi síður að skapi. Lög og réttlæti varð í fjórða sæti, með rúm 17 prósent í kosningunni sem fór fram í pólska sendiráðinu við Þórunnartún í Reykjavík. Flokkurinn, sem er mjög íhaldssamur hægriflokkur og hefur verið við völd síðan 2015, bætti við sig tæpum 7 prósentum og hlaut um 44 prósent í þingkosningunum.Skjáskot/FréttablaðiðVinstribandalagið, sem þurrkaðist út af þingi árið 2015, vann einnig sigur og fékk meira en 12 prósent sem rímar vel við almenna kosningahegðun í Evrópu á undanförnu ári. Hér á Íslandi var Vinstribandalagið stærst allra flokka með meira en 27 prósent. Það sem kemur þó mest á óvart er velgengni Bandalags um frelsi og sjálfstæði, sem er bandalag smærri öfgahægriflokka sem sumir eiga rætur í nýnasisma. Flokkurinn fékk aðeins tæp 7 prósent í þingkosningunum en hér á Íslandi var hann næststærstur, með rúmlega fjórðung atkvæða. Borgaralega stefnan, hinn frjálslyndi miðjuflokkur sem á undanförnum árum hefur veitt Lögum og réttlæti mótspyrnu, tapaði fjórum prósentum í kosningunum og fylgið var mjög svipað hér á Íslandi. Pólska bandalagið, sem er íhaldssamur miðjuflokkur með sterk tengsl við bændastétt, fékk tæp 9 prósent í kosningunum og tæp 5 prósent hér.
Birtist í Fréttablaðinu Pólland Tengdar fréttir Stjórnarflokki Póllands spáð betra gengi í þingkosningunum en í síðustu kosningum Allt bendir til þess að stjórnarflokkur Póllands, Laga- og réttlætisflokkurinn, muni vinna þingkosningar þar í lagi og þar með tryggja sér annað fjögurra ára kjörtímabil sem stjórnarflokkur, samkvæmt útgönguspám sem voru birtar þegar kjörstaðir lokuðu á sunnudagskvöld. 13. október 2019 21:56 Dæmi um að hinsegin fólk hafi flúið frá Póllandi til Íslands Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ´78, segir kosningabaráttu stjórnarflokksins þar í landi hafa verið hatursfulla og geta haft neikvæðar afleiðingar fyrir hinsegin fólk í Póllandi. 13. október 2019 20:00 Stefnir í að Lög og réttlæti haldi velli í pólsku þingkosningunum Talið er líklegt að stjórnmálaflokkur Jaroslaws Kaczynski fyrrverandi forsætisráðherra Póllands, Lög og Réttlæti, skjóti öðrum pólskum stjórnmálaflokkum ref fyrir rass í pólsku þingkosningunum sem fram fara í dag. 13. október 2019 10:35 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Fleiri fréttir Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Sjá meira
Stjórnarflokki Póllands spáð betra gengi í þingkosningunum en í síðustu kosningum Allt bendir til þess að stjórnarflokkur Póllands, Laga- og réttlætisflokkurinn, muni vinna þingkosningar þar í lagi og þar með tryggja sér annað fjögurra ára kjörtímabil sem stjórnarflokkur, samkvæmt útgönguspám sem voru birtar þegar kjörstaðir lokuðu á sunnudagskvöld. 13. október 2019 21:56
Dæmi um að hinsegin fólk hafi flúið frá Póllandi til Íslands Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ´78, segir kosningabaráttu stjórnarflokksins þar í landi hafa verið hatursfulla og geta haft neikvæðar afleiðingar fyrir hinsegin fólk í Póllandi. 13. október 2019 20:00
Stefnir í að Lög og réttlæti haldi velli í pólsku þingkosningunum Talið er líklegt að stjórnmálaflokkur Jaroslaws Kaczynski fyrrverandi forsætisráðherra Póllands, Lög og Réttlæti, skjóti öðrum pólskum stjórnmálaflokkum ref fyrir rass í pólsku þingkosningunum sem fram fara í dag. 13. október 2019 10:35