Sendiherra ekki viss um hvort Trump sagði satt um Úkraínu Kjartan Kjartansson skrifar 14. október 2019 12:30 Trump fól Sondland (t.h.) að fara með mál sem tengjast Úkraínu þrátt fyrir að hann sé sendiherrann gagnvart Evrópusambandinu. Úkraína er ekki hluti af sambandinu. AP/Pablo Martinez Monsivais Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna við Evrópusambandið, er sagður ætla að segja þingnefnd í vikunni að hann viti ekki hvort að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi sagt satt þegar hann fullyrti að engin „kaup kaups“ hefðu átt sér stað í samskiptum hans við forseta Úkraínu í sumar. Sondland var einn helsti tengiliður Trump við Úkraínu þegar hann þrýsti á stjórnvöld þar að rannsaka pólitískan andstæðing hans. Þrýstingur Trump á Volodímír Zelenskíj, forseta Úkraínu, um að hann rannsakaði Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna og líklegan keppinaut Trump í forsetakosningum á næsta ári, varð til þess að demókratar sem fara með meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hófu formlega rannsókn á mögulegum embættisbrotum forsetans. Rannsóknin beinist meðal annars að því hvort að Trump hafi notað fund sem Zelenskíj sóttist eftir með honum og hundruð milljón dollara hernaðaraðstoð sem skiptimynt gegn því að stjórnvöld í Kænugarði rannsökuðu Biden og stoðlausa samsæriskenningu um að það hafi í raun verið Úkraínumenn, ekki Rússar, sem reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016. Úkraínumenn hafa um margt verið háðir stuðningi Bandaríkjastjórnar í átökum við uppreisnarmenn sem eru hliðhollir Rússum í austanverðu landinu. Textaskilaboð sem fóru á milli Sondland, Kurt Volker, þáveranda sendifulltrúa Bandaríkjanna vegna átakanna í Austur-Úkraínu, og Bill Taylor, hæst setta sendifulltrúa Bandaríkjanna í Úkraínu, í sumar og haust benda til þess að þeir hafi talið fund Trump og Zelenskíj skilyrtan við að Úkraínumenn gæfu út að þeir rannsökuðu Biden. Taylor virðist einnig hafa talið að hernaðaraðstoðin væri bundin við að Úkraínumenn gerðu Trump pólitískan greiða. Trump ákvað að halda eftir um 400 milljóna dollara hernaðaraðstoð við Úkraínu skömmu áður en hann ræddi við Zelenskíj 25. júlí. Engar skýringar hafa verið gefnar á því hvers vegna það var gert. Uppljóstrari innan leyniþjónustunnar lagði fram formlega kvörtun til innri endurskoðanda leyniþjónustunnar um að Trump hefði mögulega misbeitt valdi sínu þegar hann þrýstí á Zelenskíj í símtalinu. Hvíta húsið hafi jafnframt reynt að halda innihaldi símtalsins leyndu með því að koma eftirriti af því fyrir í tölvukerfi sem er ætlað fyrir háleynilegar upplýsingar.Skilaboð sem fóru á milli Bill Taylor, staðgengill sendiherra í Úkraínu, og Sondland í september. Svar Sondland kom beint frá Trump forseta.Vísir/APNeitunin kom beint frá Trump forseta Sondland kvað niður umræðuna í textaskilaboðunum eftir að Taylor sagði „sturlað“ að hernaðaraðstoð yrði skilyrt við aðstoð við stjórnmálaframboð Trump. Fullyrti Sondland að Trump hefði verið skýr um að „engin kaup kaups“ ættu sér stað. Í skriflegri yfirlýsingu sem Sondland er sagður ætla að leggja fyrir þegar hann kemur fyrir þingnefnd sem rannsakar möguleg embættisbrot Trump í vikunni er búist við hann segi að þau ummæli hafi komið beint frá Trump forseta. Eftir að Taylor sendi skilaboðin þar sem hann tengdi hernaðaraðstoðina við pólitískan greiða talaði Sondland við Trump í síma. Svarið sem Sondland sendi Taylor hafi verið nær orðrétt það sem Trump sagði honum. Sondland ætlar að segja þingnefndinni að hann viti hins vegar ekki um sannleiksgildi þeirrar fullyrðingar forsetans. „Það er aðeins satt að forsetinn sagði það, ekki að það hafi verið satt,“ segir Washington Post að muni koma fram í yfirlýsingu Sondland. Sendiherrann er sagður ætla að neita því að hafa vitað af því að kröfur Trump og Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns forsetans, um rannsókn á „spillingu“ í Úkraínu hefði nokkuð með Biden og son hans Hunter að gera. Hunter Biden sat í stjórn úkraínsks olíufyrirtækis á þeim tíma sem Biden krafðist þess að úkraínsk stjórnvöld rækju saksóknara sem vestræn ríki töldu hafa brugðist í að uppræta spillingu. Trump og bandamenn hans hafa vænt Biden-feðgana um spillingun án nokkurra sannana. Washington Post bendir á að ef það sé satt að Sondland hafi ekki vitað um tenginguna við Biden hafi hann þurft að hafa misst af ítrekuðum sjónvarpsviðtölum við Giuliani í vor og sumar og fjölda blaðagreina sem fjölluðu um Biden og Úkraínu. Sondland var meðal annars í samskiptum við Giuliani um að þrýsta á Úkraínumennina. Þrátt fyrir að Sondland ætli að staðfesta að fundur Trump og Zelenskíj hafi verið skilyrtur við að úkraínsk stjórnvöld lýstu því yfir að þau rannsökuðu Biden neitar hann að það hafi verið óeðlilegt. „Þetta voru kaup kaups en ekki spillt,“ er Sondland sagður ætla að segja.Yovanovitch bar vitni í níu klukkustundir fyrir luktum dyrum hjá þingnefnd á föstudag.AP/Manuel Balce CenetaSagði Trump hafa látið bola sér burt Sondland er sagður ætla að koma fyrir þingnefndina á fimmtudag þrátt fyrir að utanríkisráðuneytið hafi bannað honum að bera vitni í síðustu viku. Á föstudag bar Marie Yovanovitch, sem var skyndilega kölluð heim sem sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu í vor, vitni fyrir nefndinni. Þar fullyrti hún að Trump hefði persónulega þrýst á utanríkisráðuneytið að bola henni úr embætti. Giuliani og fleiri í innri hring forsetans höfðu í aðdraganda þess að Yovanovitch var kölluð heim sakað hana um að vera ekki holl Trump og að tala illa um hann á bak við luktar dyr. Sendiherrann sagði að „samhæfð herferð“ hefði átt sér stað gegn henni sem hafi byggst á „stoðlausum og fölskum fullyrðingum fólks með klárlega vafasamar hvatir“. Á miðvikudag voru tveir viðskiptafélagar Giuliani sem aðstoðuðu hann við að þrýsta á úkraínsk stjórnvöld handteknir á flugvelli í Washington-borg. Þeir eru sagðir grunaðir um brot á lögum um fjármál stjórnmálaframboða með því að hafa þvættað fé frá erlendum aðilum sem var gefið til Repúblikanaflokksins og pólitískra aðgerðanefnda sem styðja Trump forseta. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Otuðu sínum tota á meðan Trump sakaði Biden um spillingu Bandarískir athafnamenn notfærðu sér tengsl við Trump forseta og lögmann hans til að reyna að koma ár sinni fyrir borð hjá stóru úkraínsku orkufyrirtæki. 8. október 2019 11:58 Fulltrúar Bandaríkjastjórnar skrifuðu yfirlýsingu fyrir Úkraínuforseta um rannsókn á Biden Fyrrverandi sendifulltrúi Bandaríkjanna í Úkraínu bar vitni fyrir þingnefnd í dag. Hann segist hafa varað við því að ásakanir gegn Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, ættu ekki við rök að styðjast. 3. október 2019 23:45 Banna lykilvitni að koma fyrir þingnefnd Sendiherra Bandaríkjanna gagnvart ESB sem sá um samskipti Trump-stjórnarinnar við Úkraínu ber ekki vitni í dag eins og til stóð samkvæmt ákvörðun utanríkisráðuneytisins. 8. október 2019 13:12 Samverkamenn Giuliani voru gómaðir með flugmiða til Vínar Tveir samverkamenn Rudy Giuliani, einkalögmanns Donald Trump, sem voru handteknir í gær vegna gruns um að þeir hafi brotið lög um fjármál stjórnmálaframboða, voru handteknir á flugvelli með flugmiða aðra leiðina til Vínar í Austurríki. 10. október 2019 23:46 Segir Trump hafa ýtt á eftir því að henni yrði vikið úr starfi sendiherra í Úkraínu Donald Trump Bandaríkjaforseti þrýsti á Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna að víkja sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu úr embætti sínu. Frá þessu greindi fyrrverandi sendiherrann Marie Yovanovitch í yfirheyrslum vegna rannsóknar Bandaríkjaþings á meintum brotum Trump í starfi er viðkoma Úkraínu-skandalnum sem tröllríður pólítískri umræðu vestanhafs. 12. október 2019 14:18 Tveir samverkamenn Giuliani vegna Úkraínu handteknir Mennirnir tveir aðstoðuðu persónulegan lögmann Trump forseta við að koma á fundum við úkraínska embættismenn sem þeir vildu að fyndu skaðlegar upplýsingar um pólitískan mótherja forsetans. 10. október 2019 14:15 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna við Evrópusambandið, er sagður ætla að segja þingnefnd í vikunni að hann viti ekki hvort að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi sagt satt þegar hann fullyrti að engin „kaup kaups“ hefðu átt sér stað í samskiptum hans við forseta Úkraínu í sumar. Sondland var einn helsti tengiliður Trump við Úkraínu þegar hann þrýsti á stjórnvöld þar að rannsaka pólitískan andstæðing hans. Þrýstingur Trump á Volodímír Zelenskíj, forseta Úkraínu, um að hann rannsakaði Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna og líklegan keppinaut Trump í forsetakosningum á næsta ári, varð til þess að demókratar sem fara með meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hófu formlega rannsókn á mögulegum embættisbrotum forsetans. Rannsóknin beinist meðal annars að því hvort að Trump hafi notað fund sem Zelenskíj sóttist eftir með honum og hundruð milljón dollara hernaðaraðstoð sem skiptimynt gegn því að stjórnvöld í Kænugarði rannsökuðu Biden og stoðlausa samsæriskenningu um að það hafi í raun verið Úkraínumenn, ekki Rússar, sem reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016. Úkraínumenn hafa um margt verið háðir stuðningi Bandaríkjastjórnar í átökum við uppreisnarmenn sem eru hliðhollir Rússum í austanverðu landinu. Textaskilaboð sem fóru á milli Sondland, Kurt Volker, þáveranda sendifulltrúa Bandaríkjanna vegna átakanna í Austur-Úkraínu, og Bill Taylor, hæst setta sendifulltrúa Bandaríkjanna í Úkraínu, í sumar og haust benda til þess að þeir hafi talið fund Trump og Zelenskíj skilyrtan við að Úkraínumenn gæfu út að þeir rannsökuðu Biden. Taylor virðist einnig hafa talið að hernaðaraðstoðin væri bundin við að Úkraínumenn gerðu Trump pólitískan greiða. Trump ákvað að halda eftir um 400 milljóna dollara hernaðaraðstoð við Úkraínu skömmu áður en hann ræddi við Zelenskíj 25. júlí. Engar skýringar hafa verið gefnar á því hvers vegna það var gert. Uppljóstrari innan leyniþjónustunnar lagði fram formlega kvörtun til innri endurskoðanda leyniþjónustunnar um að Trump hefði mögulega misbeitt valdi sínu þegar hann þrýstí á Zelenskíj í símtalinu. Hvíta húsið hafi jafnframt reynt að halda innihaldi símtalsins leyndu með því að koma eftirriti af því fyrir í tölvukerfi sem er ætlað fyrir háleynilegar upplýsingar.Skilaboð sem fóru á milli Bill Taylor, staðgengill sendiherra í Úkraínu, og Sondland í september. Svar Sondland kom beint frá Trump forseta.Vísir/APNeitunin kom beint frá Trump forseta Sondland kvað niður umræðuna í textaskilaboðunum eftir að Taylor sagði „sturlað“ að hernaðaraðstoð yrði skilyrt við aðstoð við stjórnmálaframboð Trump. Fullyrti Sondland að Trump hefði verið skýr um að „engin kaup kaups“ ættu sér stað. Í skriflegri yfirlýsingu sem Sondland er sagður ætla að leggja fyrir þegar hann kemur fyrir þingnefnd sem rannsakar möguleg embættisbrot Trump í vikunni er búist við hann segi að þau ummæli hafi komið beint frá Trump forseta. Eftir að Taylor sendi skilaboðin þar sem hann tengdi hernaðaraðstoðina við pólitískan greiða talaði Sondland við Trump í síma. Svarið sem Sondland sendi Taylor hafi verið nær orðrétt það sem Trump sagði honum. Sondland ætlar að segja þingnefndinni að hann viti hins vegar ekki um sannleiksgildi þeirrar fullyrðingar forsetans. „Það er aðeins satt að forsetinn sagði það, ekki að það hafi verið satt,“ segir Washington Post að muni koma fram í yfirlýsingu Sondland. Sendiherrann er sagður ætla að neita því að hafa vitað af því að kröfur Trump og Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns forsetans, um rannsókn á „spillingu“ í Úkraínu hefði nokkuð með Biden og son hans Hunter að gera. Hunter Biden sat í stjórn úkraínsks olíufyrirtækis á þeim tíma sem Biden krafðist þess að úkraínsk stjórnvöld rækju saksóknara sem vestræn ríki töldu hafa brugðist í að uppræta spillingu. Trump og bandamenn hans hafa vænt Biden-feðgana um spillingun án nokkurra sannana. Washington Post bendir á að ef það sé satt að Sondland hafi ekki vitað um tenginguna við Biden hafi hann þurft að hafa misst af ítrekuðum sjónvarpsviðtölum við Giuliani í vor og sumar og fjölda blaðagreina sem fjölluðu um Biden og Úkraínu. Sondland var meðal annars í samskiptum við Giuliani um að þrýsta á Úkraínumennina. Þrátt fyrir að Sondland ætli að staðfesta að fundur Trump og Zelenskíj hafi verið skilyrtur við að úkraínsk stjórnvöld lýstu því yfir að þau rannsökuðu Biden neitar hann að það hafi verið óeðlilegt. „Þetta voru kaup kaups en ekki spillt,“ er Sondland sagður ætla að segja.Yovanovitch bar vitni í níu klukkustundir fyrir luktum dyrum hjá þingnefnd á föstudag.AP/Manuel Balce CenetaSagði Trump hafa látið bola sér burt Sondland er sagður ætla að koma fyrir þingnefndina á fimmtudag þrátt fyrir að utanríkisráðuneytið hafi bannað honum að bera vitni í síðustu viku. Á föstudag bar Marie Yovanovitch, sem var skyndilega kölluð heim sem sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu í vor, vitni fyrir nefndinni. Þar fullyrti hún að Trump hefði persónulega þrýst á utanríkisráðuneytið að bola henni úr embætti. Giuliani og fleiri í innri hring forsetans höfðu í aðdraganda þess að Yovanovitch var kölluð heim sakað hana um að vera ekki holl Trump og að tala illa um hann á bak við luktar dyr. Sendiherrann sagði að „samhæfð herferð“ hefði átt sér stað gegn henni sem hafi byggst á „stoðlausum og fölskum fullyrðingum fólks með klárlega vafasamar hvatir“. Á miðvikudag voru tveir viðskiptafélagar Giuliani sem aðstoðuðu hann við að þrýsta á úkraínsk stjórnvöld handteknir á flugvelli í Washington-borg. Þeir eru sagðir grunaðir um brot á lögum um fjármál stjórnmálaframboða með því að hafa þvættað fé frá erlendum aðilum sem var gefið til Repúblikanaflokksins og pólitískra aðgerðanefnda sem styðja Trump forseta.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Otuðu sínum tota á meðan Trump sakaði Biden um spillingu Bandarískir athafnamenn notfærðu sér tengsl við Trump forseta og lögmann hans til að reyna að koma ár sinni fyrir borð hjá stóru úkraínsku orkufyrirtæki. 8. október 2019 11:58 Fulltrúar Bandaríkjastjórnar skrifuðu yfirlýsingu fyrir Úkraínuforseta um rannsókn á Biden Fyrrverandi sendifulltrúi Bandaríkjanna í Úkraínu bar vitni fyrir þingnefnd í dag. Hann segist hafa varað við því að ásakanir gegn Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, ættu ekki við rök að styðjast. 3. október 2019 23:45 Banna lykilvitni að koma fyrir þingnefnd Sendiherra Bandaríkjanna gagnvart ESB sem sá um samskipti Trump-stjórnarinnar við Úkraínu ber ekki vitni í dag eins og til stóð samkvæmt ákvörðun utanríkisráðuneytisins. 8. október 2019 13:12 Samverkamenn Giuliani voru gómaðir með flugmiða til Vínar Tveir samverkamenn Rudy Giuliani, einkalögmanns Donald Trump, sem voru handteknir í gær vegna gruns um að þeir hafi brotið lög um fjármál stjórnmálaframboða, voru handteknir á flugvelli með flugmiða aðra leiðina til Vínar í Austurríki. 10. október 2019 23:46 Segir Trump hafa ýtt á eftir því að henni yrði vikið úr starfi sendiherra í Úkraínu Donald Trump Bandaríkjaforseti þrýsti á Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna að víkja sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu úr embætti sínu. Frá þessu greindi fyrrverandi sendiherrann Marie Yovanovitch í yfirheyrslum vegna rannsóknar Bandaríkjaþings á meintum brotum Trump í starfi er viðkoma Úkraínu-skandalnum sem tröllríður pólítískri umræðu vestanhafs. 12. október 2019 14:18 Tveir samverkamenn Giuliani vegna Úkraínu handteknir Mennirnir tveir aðstoðuðu persónulegan lögmann Trump forseta við að koma á fundum við úkraínska embættismenn sem þeir vildu að fyndu skaðlegar upplýsingar um pólitískan mótherja forsetans. 10. október 2019 14:15 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Otuðu sínum tota á meðan Trump sakaði Biden um spillingu Bandarískir athafnamenn notfærðu sér tengsl við Trump forseta og lögmann hans til að reyna að koma ár sinni fyrir borð hjá stóru úkraínsku orkufyrirtæki. 8. október 2019 11:58
Fulltrúar Bandaríkjastjórnar skrifuðu yfirlýsingu fyrir Úkraínuforseta um rannsókn á Biden Fyrrverandi sendifulltrúi Bandaríkjanna í Úkraínu bar vitni fyrir þingnefnd í dag. Hann segist hafa varað við því að ásakanir gegn Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, ættu ekki við rök að styðjast. 3. október 2019 23:45
Banna lykilvitni að koma fyrir þingnefnd Sendiherra Bandaríkjanna gagnvart ESB sem sá um samskipti Trump-stjórnarinnar við Úkraínu ber ekki vitni í dag eins og til stóð samkvæmt ákvörðun utanríkisráðuneytisins. 8. október 2019 13:12
Samverkamenn Giuliani voru gómaðir með flugmiða til Vínar Tveir samverkamenn Rudy Giuliani, einkalögmanns Donald Trump, sem voru handteknir í gær vegna gruns um að þeir hafi brotið lög um fjármál stjórnmálaframboða, voru handteknir á flugvelli með flugmiða aðra leiðina til Vínar í Austurríki. 10. október 2019 23:46
Segir Trump hafa ýtt á eftir því að henni yrði vikið úr starfi sendiherra í Úkraínu Donald Trump Bandaríkjaforseti þrýsti á Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna að víkja sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu úr embætti sínu. Frá þessu greindi fyrrverandi sendiherrann Marie Yovanovitch í yfirheyrslum vegna rannsóknar Bandaríkjaþings á meintum brotum Trump í starfi er viðkoma Úkraínu-skandalnum sem tröllríður pólítískri umræðu vestanhafs. 12. október 2019 14:18
Tveir samverkamenn Giuliani vegna Úkraínu handteknir Mennirnir tveir aðstoðuðu persónulegan lögmann Trump forseta við að koma á fundum við úkraínska embættismenn sem þeir vildu að fyndu skaðlegar upplýsingar um pólitískan mótherja forsetans. 10. október 2019 14:15