Hægri stjórn? Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 10. október 2019 10:15 Nýverið slitnaði upp úr kjaraviðræðum ríkis og BSRB og lýsir það vel afstöðu stjórnvalda til þessara lykilstétta hins opinbera. Formaður BSRB sagði meira að segja að þetta sýndi að „ríkið hefur ekki verið í kjarasamningsviðræðum af heilum hug“ sem eru stór orð. Í BSRB eru á þriðja tug þúsunda opinberra starfsmanna og þar af 2/3 konur. BSRB er ekki aðeins stærstu heildarsamtök opinberra starfsmanna heldur einnig stærsta verkalýðssamband kvenna hérlendis. Hugur þessarar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins undir forystu Katrínar Jakobsdóttur til ríkisstarfsmanna kemur vel fram í nýkynntu fjárlagafrumvarpi. Þar stendur svart á hvítu að einungis er gert ráð fyrir að opinberir starfsmenn fái 3% launahækkun. Á sama tíma gerir þetta sama fjárlagafrumvarp ráð fyrir hærri verðbólgu en þessi 3% eru. Fjárlagafrumvarpið þýðir því beinlínis kjararýrnun til opinberra starfsmanna.3% eða 80% Til viðbótar berast fréttir um ótrúlega háar launahækkanir ríkisforstjóra, sem í sumum tilvikum nema 30-80% á 2 árum. Sum þessara launa hækkuðu um heil kennaralaun á mánuði við síðustu hækkun. Nýtt launakerfi tók gildi um áramótin en það hafði í för með sér að tveir af hverjum þremur ríkisforstjórum hækkuðu í launum, allt að 27% í sumum tilvikum. Við síðustu launahækkun voru stjórnendur og ráðuneytin (ráðherrarnir), beinlínis beðin um athugasemdir en við það hækkuðu laun ríkisforstjóranna enn meira. Þetta gerist á vakt Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. Og þetta gerist þrátt fyrir breytingar á kjararáði sem stjórnarliðar stærra sig af að hafa gert. Hvernig stendur á því að stjórnvöld standa að hækkun launa ríkisforstjóra um 30-80% á sama tíma og kennarar, sjúkraliðar, slökkviliðsmenn, sjúkraflutningsmenn, hjúkrunarfræðingar, ljósmæður, lögreglumenn, tollverðir og þroskaþjálfarar eiga að fá 3% launahækkun?Verk ríkistjórnarinnar tala Það kristallast í þessari umræðu hvaða hagsmunir verða hér ofan á. Tökum fjögur dæmi. 1. Við höfum ríkisstjórn sem telur fullkomlega eðlilegt að fjármagnstekjuskattur sé lægstur á Íslandi af öllum Norðurlöndunum. Og enn einu sinni stefna stjórnvöld á að verja fjármagnseigendur, einn hópa, gegn komandi verðbólguskoti. 2. Lækkun bankaskatts er sett í forgang á sama tíma og aðhaldskrafa er sett á sjúkrahús og skóla. 3. Við erum með ríkisstjórn sem finnst fullkomlega eðlilegt að upphæð veiðileyfagjalda hefur lækkað um 40% síðan þessi ríkisstjórn tók við völdum. 4. Við erum með ríkisstjórn sem finnst fullkomlega eðlilegt að 5% ríkustu landsmanna eigi svipað af hreinum eignum og hin 95%. Ríkustu 10% Íslendinganna eiga um 60% af eigin fé landans. Og núna er það allt í einu heilmikið forgangsmál að lækka erfðafjárskatt. Hagsmuni hverra er verið að verja? Af hverju ganga Vinstri græn ekki einfaldlega í Sjálfstæðisflokkinn? Þetta gerist allt á sama tíma og félagsmenn BHM og BSRB, og sérstaklega kvennastéttirnar, eiga að sitja eftir, því að mati ríkisstjórnarinnar er það víst þeirra að halda uppi hinum meinta stöðugleika hagkerfisins.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Kjaramál Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Nýverið slitnaði upp úr kjaraviðræðum ríkis og BSRB og lýsir það vel afstöðu stjórnvalda til þessara lykilstétta hins opinbera. Formaður BSRB sagði meira að segja að þetta sýndi að „ríkið hefur ekki verið í kjarasamningsviðræðum af heilum hug“ sem eru stór orð. Í BSRB eru á þriðja tug þúsunda opinberra starfsmanna og þar af 2/3 konur. BSRB er ekki aðeins stærstu heildarsamtök opinberra starfsmanna heldur einnig stærsta verkalýðssamband kvenna hérlendis. Hugur þessarar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins undir forystu Katrínar Jakobsdóttur til ríkisstarfsmanna kemur vel fram í nýkynntu fjárlagafrumvarpi. Þar stendur svart á hvítu að einungis er gert ráð fyrir að opinberir starfsmenn fái 3% launahækkun. Á sama tíma gerir þetta sama fjárlagafrumvarp ráð fyrir hærri verðbólgu en þessi 3% eru. Fjárlagafrumvarpið þýðir því beinlínis kjararýrnun til opinberra starfsmanna.3% eða 80% Til viðbótar berast fréttir um ótrúlega háar launahækkanir ríkisforstjóra, sem í sumum tilvikum nema 30-80% á 2 árum. Sum þessara launa hækkuðu um heil kennaralaun á mánuði við síðustu hækkun. Nýtt launakerfi tók gildi um áramótin en það hafði í för með sér að tveir af hverjum þremur ríkisforstjórum hækkuðu í launum, allt að 27% í sumum tilvikum. Við síðustu launahækkun voru stjórnendur og ráðuneytin (ráðherrarnir), beinlínis beðin um athugasemdir en við það hækkuðu laun ríkisforstjóranna enn meira. Þetta gerist á vakt Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. Og þetta gerist þrátt fyrir breytingar á kjararáði sem stjórnarliðar stærra sig af að hafa gert. Hvernig stendur á því að stjórnvöld standa að hækkun launa ríkisforstjóra um 30-80% á sama tíma og kennarar, sjúkraliðar, slökkviliðsmenn, sjúkraflutningsmenn, hjúkrunarfræðingar, ljósmæður, lögreglumenn, tollverðir og þroskaþjálfarar eiga að fá 3% launahækkun?Verk ríkistjórnarinnar tala Það kristallast í þessari umræðu hvaða hagsmunir verða hér ofan á. Tökum fjögur dæmi. 1. Við höfum ríkisstjórn sem telur fullkomlega eðlilegt að fjármagnstekjuskattur sé lægstur á Íslandi af öllum Norðurlöndunum. Og enn einu sinni stefna stjórnvöld á að verja fjármagnseigendur, einn hópa, gegn komandi verðbólguskoti. 2. Lækkun bankaskatts er sett í forgang á sama tíma og aðhaldskrafa er sett á sjúkrahús og skóla. 3. Við erum með ríkisstjórn sem finnst fullkomlega eðlilegt að upphæð veiðileyfagjalda hefur lækkað um 40% síðan þessi ríkisstjórn tók við völdum. 4. Við erum með ríkisstjórn sem finnst fullkomlega eðlilegt að 5% ríkustu landsmanna eigi svipað af hreinum eignum og hin 95%. Ríkustu 10% Íslendinganna eiga um 60% af eigin fé landans. Og núna er það allt í einu heilmikið forgangsmál að lækka erfðafjárskatt. Hagsmuni hverra er verið að verja? Af hverju ganga Vinstri græn ekki einfaldlega í Sjálfstæðisflokkinn? Þetta gerist allt á sama tíma og félagsmenn BHM og BSRB, og sérstaklega kvennastéttirnar, eiga að sitja eftir, því að mati ríkisstjórnarinnar er það víst þeirra að halda uppi hinum meinta stöðugleika hagkerfisins.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun