Loftslagsmálin til umræðu á þingi Norðurlandaráðsins Sighvatur Arnmundsson skrifar 28. október 2019 07:00 Silja Dögg Gunnarsdóttir, formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs, á fundi ráðsins árið 2017. Norðurlandaráðsþing verður formlega sett á morgun en þingið fer fram í sænska þinginu í Stokkhólmi. Meðal dagskrárliða fyrsta dagsins er norrænn leiðtogafundur þar sem forsætisráðherrar Norðurlandanna taka þátt. Þar munu ráðherrarnir ræða hvernig norræna samfélagslíkanið geti þróað og stuðlað að sjálfbærum umskiptum. Ísland tekur við formennsku í Norðurlandaráði á næsta ári og verður formennskuáætlun Íslands kynnt á þinginu. Yfirskrift áætlunarinnar er „Stöndum vörð“ og er þar vísað í áskoranir tengdar lýðræði og loftslagsbreytingum. „Í fyrst lagi ætlum við að standa vörð um lýðræðið, sem er eitt af grunngildum norrænna ríkja, með því að berjast gegn upplýsingaóreiðu og falsfréttum. Líklegt er að þetta málefni verði mjög í sviðsljósinu á næsta ári þegar forsetakosningarnar fara fram í Bandaríkjunum,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs. Silja Dögg hefur verið tilnefnd sem forseti Norðurlandaráðs á næsta ári og Oddný G. Harðardóttir sem varaforseti. Í áætluninni er einnig lögð áhersla á líffræðilegan fjölbreytileika. Silja Dögg segir að um ansi víðtækt hugtak sé að ræða en ákveðin svið hafi verið valin sem leggja á sérstaka áherslu á. „Annað er líffræðilegur fjölbreytileiki í hafi, en minna hefur farið fyrir þeim þætti vandans heldur en því sem snýr að lífi á landi. Hitt er að gefa ungu fólki tækifæri til að hafa áhrif á mótun nýju markmiðanna um líffræðilega fjölbreytni,“ segir Silja Dögg. Þriðji þáttur áætlunarinnar snýr að eflingu tungumálaskilnings á Norðurlöndum. „Forsenda þess að Norðurlönd geti unnið saman að stórum og mikilvægum verkefnum er að við treystum böndin milli okkar. Tungumálakunnáttan er lykilþáttur í því. Því miður er kunnátta okkar Íslendinga í dönsku og öðrum skandinavískum málum minni nú en var fyrir nokkrum áratugum.“ Styrkja þurfi stöðu norrænu tungumálanna í skólakerfinu og auðvelda aðgengi fólks að sjónvarpsefni, bókmenntum og öðru menningarefni frá Norðurlöndunum. Það þurfi þó að horfast í augu við að margir Finnar, Íslendingar og Grænlendingar skilji ekki skandinavísku málin og finna þurfi leiðir til að þeir verði ekki útilokaðir frá norrænu samstarfi. Að venju verða verðlaun Norðurlandaráðs veitt í tengslum við þingið en afhendingin fer fram annað kvöld. „Það verður auðvitað að vanda gaman að fylgjast með afhendingu verðlaunanna. Íslendingar hafa hlotið mörg verðlaun á síðustu árum þannig að ég er bjartsýn á að þeim sem tilnefndir eru í þetta sinn gangi líka vel,“ segir Silja Dögg. Fyrir utan dagskrá sjálfs þingsins fara fram fjölbreyttir fundir og viðburðir á vegum ýmissa norrænna aðila. „Í tengslum við þingið verður líka haldinn sérstakur fundur þar sem við þingmenn ætlum að ræða sameiginlega umsókn Norðurlanda um að halda heimsmeistarakeppni kvenna í fótbolta 2027,“ segir Silja Dögg. [email protected] Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Svíþjóð Utanríkismál Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Norðurlandaráðsþing verður formlega sett á morgun en þingið fer fram í sænska þinginu í Stokkhólmi. Meðal dagskrárliða fyrsta dagsins er norrænn leiðtogafundur þar sem forsætisráðherrar Norðurlandanna taka þátt. Þar munu ráðherrarnir ræða hvernig norræna samfélagslíkanið geti þróað og stuðlað að sjálfbærum umskiptum. Ísland tekur við formennsku í Norðurlandaráði á næsta ári og verður formennskuáætlun Íslands kynnt á þinginu. Yfirskrift áætlunarinnar er „Stöndum vörð“ og er þar vísað í áskoranir tengdar lýðræði og loftslagsbreytingum. „Í fyrst lagi ætlum við að standa vörð um lýðræðið, sem er eitt af grunngildum norrænna ríkja, með því að berjast gegn upplýsingaóreiðu og falsfréttum. Líklegt er að þetta málefni verði mjög í sviðsljósinu á næsta ári þegar forsetakosningarnar fara fram í Bandaríkjunum,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs. Silja Dögg hefur verið tilnefnd sem forseti Norðurlandaráðs á næsta ári og Oddný G. Harðardóttir sem varaforseti. Í áætluninni er einnig lögð áhersla á líffræðilegan fjölbreytileika. Silja Dögg segir að um ansi víðtækt hugtak sé að ræða en ákveðin svið hafi verið valin sem leggja á sérstaka áherslu á. „Annað er líffræðilegur fjölbreytileiki í hafi, en minna hefur farið fyrir þeim þætti vandans heldur en því sem snýr að lífi á landi. Hitt er að gefa ungu fólki tækifæri til að hafa áhrif á mótun nýju markmiðanna um líffræðilega fjölbreytni,“ segir Silja Dögg. Þriðji þáttur áætlunarinnar snýr að eflingu tungumálaskilnings á Norðurlöndum. „Forsenda þess að Norðurlönd geti unnið saman að stórum og mikilvægum verkefnum er að við treystum böndin milli okkar. Tungumálakunnáttan er lykilþáttur í því. Því miður er kunnátta okkar Íslendinga í dönsku og öðrum skandinavískum málum minni nú en var fyrir nokkrum áratugum.“ Styrkja þurfi stöðu norrænu tungumálanna í skólakerfinu og auðvelda aðgengi fólks að sjónvarpsefni, bókmenntum og öðru menningarefni frá Norðurlöndunum. Það þurfi þó að horfast í augu við að margir Finnar, Íslendingar og Grænlendingar skilji ekki skandinavísku málin og finna þurfi leiðir til að þeir verði ekki útilokaðir frá norrænu samstarfi. Að venju verða verðlaun Norðurlandaráðs veitt í tengslum við þingið en afhendingin fer fram annað kvöld. „Það verður auðvitað að vanda gaman að fylgjast með afhendingu verðlaunanna. Íslendingar hafa hlotið mörg verðlaun á síðustu árum þannig að ég er bjartsýn á að þeim sem tilnefndir eru í þetta sinn gangi líka vel,“ segir Silja Dögg. Fyrir utan dagskrá sjálfs þingsins fara fram fjölbreyttir fundir og viðburðir á vegum ýmissa norrænna aðila. „Í tengslum við þingið verður líka haldinn sérstakur fundur þar sem við þingmenn ætlum að ræða sameiginlega umsókn Norðurlanda um að halda heimsmeistarakeppni kvenna í fótbolta 2027,“ segir Silja Dögg. [email protected]
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Svíþjóð Utanríkismál Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira