Loftslagsmálin til umræðu á þingi Norðurlandaráðsins Sighvatur Arnmundsson skrifar 28. október 2019 07:00 Silja Dögg Gunnarsdóttir, formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs, á fundi ráðsins árið 2017. Norðurlandaráðsþing verður formlega sett á morgun en þingið fer fram í sænska þinginu í Stokkhólmi. Meðal dagskrárliða fyrsta dagsins er norrænn leiðtogafundur þar sem forsætisráðherrar Norðurlandanna taka þátt. Þar munu ráðherrarnir ræða hvernig norræna samfélagslíkanið geti þróað og stuðlað að sjálfbærum umskiptum. Ísland tekur við formennsku í Norðurlandaráði á næsta ári og verður formennskuáætlun Íslands kynnt á þinginu. Yfirskrift áætlunarinnar er „Stöndum vörð“ og er þar vísað í áskoranir tengdar lýðræði og loftslagsbreytingum. „Í fyrst lagi ætlum við að standa vörð um lýðræðið, sem er eitt af grunngildum norrænna ríkja, með því að berjast gegn upplýsingaóreiðu og falsfréttum. Líklegt er að þetta málefni verði mjög í sviðsljósinu á næsta ári þegar forsetakosningarnar fara fram í Bandaríkjunum,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs. Silja Dögg hefur verið tilnefnd sem forseti Norðurlandaráðs á næsta ári og Oddný G. Harðardóttir sem varaforseti. Í áætluninni er einnig lögð áhersla á líffræðilegan fjölbreytileika. Silja Dögg segir að um ansi víðtækt hugtak sé að ræða en ákveðin svið hafi verið valin sem leggja á sérstaka áherslu á. „Annað er líffræðilegur fjölbreytileiki í hafi, en minna hefur farið fyrir þeim þætti vandans heldur en því sem snýr að lífi á landi. Hitt er að gefa ungu fólki tækifæri til að hafa áhrif á mótun nýju markmiðanna um líffræðilega fjölbreytni,“ segir Silja Dögg. Þriðji þáttur áætlunarinnar snýr að eflingu tungumálaskilnings á Norðurlöndum. „Forsenda þess að Norðurlönd geti unnið saman að stórum og mikilvægum verkefnum er að við treystum böndin milli okkar. Tungumálakunnáttan er lykilþáttur í því. Því miður er kunnátta okkar Íslendinga í dönsku og öðrum skandinavískum málum minni nú en var fyrir nokkrum áratugum.“ Styrkja þurfi stöðu norrænu tungumálanna í skólakerfinu og auðvelda aðgengi fólks að sjónvarpsefni, bókmenntum og öðru menningarefni frá Norðurlöndunum. Það þurfi þó að horfast í augu við að margir Finnar, Íslendingar og Grænlendingar skilji ekki skandinavísku málin og finna þurfi leiðir til að þeir verði ekki útilokaðir frá norrænu samstarfi. Að venju verða verðlaun Norðurlandaráðs veitt í tengslum við þingið en afhendingin fer fram annað kvöld. „Það verður auðvitað að vanda gaman að fylgjast með afhendingu verðlaunanna. Íslendingar hafa hlotið mörg verðlaun á síðustu árum þannig að ég er bjartsýn á að þeim sem tilnefndir eru í þetta sinn gangi líka vel,“ segir Silja Dögg. Fyrir utan dagskrá sjálfs þingsins fara fram fjölbreyttir fundir og viðburðir á vegum ýmissa norrænna aðila. „Í tengslum við þingið verður líka haldinn sérstakur fundur þar sem við þingmenn ætlum að ræða sameiginlega umsókn Norðurlanda um að halda heimsmeistarakeppni kvenna í fótbolta 2027,“ segir Silja Dögg. [email protected] Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Svíþjóð Utanríkismál Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Fleiri fréttir Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ Sjá meira
Norðurlandaráðsþing verður formlega sett á morgun en þingið fer fram í sænska þinginu í Stokkhólmi. Meðal dagskrárliða fyrsta dagsins er norrænn leiðtogafundur þar sem forsætisráðherrar Norðurlandanna taka þátt. Þar munu ráðherrarnir ræða hvernig norræna samfélagslíkanið geti þróað og stuðlað að sjálfbærum umskiptum. Ísland tekur við formennsku í Norðurlandaráði á næsta ári og verður formennskuáætlun Íslands kynnt á þinginu. Yfirskrift áætlunarinnar er „Stöndum vörð“ og er þar vísað í áskoranir tengdar lýðræði og loftslagsbreytingum. „Í fyrst lagi ætlum við að standa vörð um lýðræðið, sem er eitt af grunngildum norrænna ríkja, með því að berjast gegn upplýsingaóreiðu og falsfréttum. Líklegt er að þetta málefni verði mjög í sviðsljósinu á næsta ári þegar forsetakosningarnar fara fram í Bandaríkjunum,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs. Silja Dögg hefur verið tilnefnd sem forseti Norðurlandaráðs á næsta ári og Oddný G. Harðardóttir sem varaforseti. Í áætluninni er einnig lögð áhersla á líffræðilegan fjölbreytileika. Silja Dögg segir að um ansi víðtækt hugtak sé að ræða en ákveðin svið hafi verið valin sem leggja á sérstaka áherslu á. „Annað er líffræðilegur fjölbreytileiki í hafi, en minna hefur farið fyrir þeim þætti vandans heldur en því sem snýr að lífi á landi. Hitt er að gefa ungu fólki tækifæri til að hafa áhrif á mótun nýju markmiðanna um líffræðilega fjölbreytni,“ segir Silja Dögg. Þriðji þáttur áætlunarinnar snýr að eflingu tungumálaskilnings á Norðurlöndum. „Forsenda þess að Norðurlönd geti unnið saman að stórum og mikilvægum verkefnum er að við treystum böndin milli okkar. Tungumálakunnáttan er lykilþáttur í því. Því miður er kunnátta okkar Íslendinga í dönsku og öðrum skandinavískum málum minni nú en var fyrir nokkrum áratugum.“ Styrkja þurfi stöðu norrænu tungumálanna í skólakerfinu og auðvelda aðgengi fólks að sjónvarpsefni, bókmenntum og öðru menningarefni frá Norðurlöndunum. Það þurfi þó að horfast í augu við að margir Finnar, Íslendingar og Grænlendingar skilji ekki skandinavísku málin og finna þurfi leiðir til að þeir verði ekki útilokaðir frá norrænu samstarfi. Að venju verða verðlaun Norðurlandaráðs veitt í tengslum við þingið en afhendingin fer fram annað kvöld. „Það verður auðvitað að vanda gaman að fylgjast með afhendingu verðlaunanna. Íslendingar hafa hlotið mörg verðlaun á síðustu árum þannig að ég er bjartsýn á að þeim sem tilnefndir eru í þetta sinn gangi líka vel,“ segir Silja Dögg. Fyrir utan dagskrá sjálfs þingsins fara fram fjölbreyttir fundir og viðburðir á vegum ýmissa norrænna aðila. „Í tengslum við þingið verður líka haldinn sérstakur fundur þar sem við þingmenn ætlum að ræða sameiginlega umsókn Norðurlanda um að halda heimsmeistarakeppni kvenna í fótbolta 2027,“ segir Silja Dögg. [email protected]
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Svíþjóð Utanríkismál Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Fleiri fréttir Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ Sjá meira