Sagði þingnefnd að Trump hefði gert „kaup kaups“ við Úkraínu Kjartan Kjartansson skrifar 27. október 2019 17:48 Gordon Sondland er hótelkeðjueigandi og fjárhagslegur Trump og repúblikana. Hann var gerður sendiherra gagnvart ESB þrátt fyrir enga reynslu af opinberum erindrekstri. AP/Pablo Martinez Monsivais Skilyrði sem Donald Trump setti fyrir því að hann féllist á fund með forseta Úkraínu í sumar jafngilti „kaupum kaups“ að mati Gordons Sondland, sendiherra Bandaríkjanna við Evrópusambandið, sem Trump fól að sjá um samskipti við stjórnvöld í Kænugarði. Þetta er hann sagður hafa tjáð þingnefnd sem rannsakar möguleg embættisbrot Trump á dögunum. Sondland hefur verið í miðpunkti rannsóknar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á þrýstingsherferð Trump og bandamanna hans til að fá úkraínsk stjórnvöld til að rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegan mótframbjóðanda Trump í forsetakosningum á næsta ári. Ásamt Rudy Giuliani, persónulegum lögmanni Trump, og Kurt Volker, þáverandi sendifulltrúa Bandaríkjanna, kom Sondland þeim skilaboðum til nýrrar ríkisstjórnar Úkraínu að hún þyrfti að hefja rannsókn til að fá fund með Trump sem hún sóttist eftir. Trump hefur ítrekað harðneitað því að um hvers konar „kaup kaups“ hafi verið að ræða þar sem Úkraínumenn fengju eitthvað frá Bandaríkjastjórn í skiptum fyrir persónulegan pólitískan greiða í aðdraganda forsetakosninga á næsta ár.Wall Street Journal hefur nú eftir lögmanni Sondland að sendiherrann hafi sagt þingnefndunum sem rannsaka Trump í þarsíðustu viku að tilraunir forsetans til að fá úkraínsk stjórnvöld til að rannsaka Biden hafi verið jafngildi „kaupa kaups“.Vilja fá Sondland aftur fyrir þingnefndirnar Samkvæmt skilningi Sondland hafi Trump sett það sem skilyrði fyrir því að funda með Volodomír Zelenskíj, forseta Úkraínu, að hann lýsti því yfir opinberlega að rannsókn á Biden og stoðlausri samsæriskenningu um tölvupóstþjón Demókrataflokksins væri hafin. Fundur með forseta Bandaríkjanna var stjórnvöldum í Úkraínu sérstaklega mikilvægur þar sem þau reiða sig á stuðning Bandaríkjastjórnar í fimm ára löngu stríði gegn uppreisnarmönnum sem eru hliðhollir Rússum í austanverðu landinu. Trump hélt einnig eftir tæplega 400 milljóna dollara hernaðaraðstoð til Úkraínu í sumar. Aðstoðin var ekki afgreidd fyrr en í september þegar bandarískir þingmenn voru farnir að kanna hvað tefði afgreiðslu hennar. Sondland bar vitni um að hann vissi ekki til þess að sú ákvörðun hefði verið tekin til að þrýsta á Zelenskíj og ríkisstjórn hans að rannsaka Biden. William Taylor, æðsti sendifulltrúi Bandaríkjanna í Úkraínu, bar hins vegar vitni fyrir þingnefndunum á eftir Sondland og sagði Sondland hafa sagt sér að hernaðaraðstoðin væri einnig undir í þrýstingsherferð Trump gegn Úkraínu. Einhverjir þingmenn eru sagðir vilja fá Sondland til að bera aftur vitni. Lögmaður hans segist gera ráð fyrir að sendiherrann yrði við því. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Sendiherra segist hafa verið ósáttur við ákvörðun Trump en fylgt henni samt Einn þeirra sem eru í miðpunkti Úkraínumáls Trump Bandaríkjaforseta segist ekki hafa gert sér grein fyrir að meira hafi hangið á spýtunni í samskiptum við úkraínsk stjórnvöld. 17. október 2019 16:04 Vissu að Trump hefði stöðvað aðstoð á meðan þrýstingur stóð yfir Upplýsingar sem New York Times hefur undir höndum grafa undan málsvörn Trump og bandamanna hans varðandi samskipti hans við Úkraínu á þessu ári. 23. október 2019 16:37 Trump skipaði Perry að vinna með Giuliani í Úkraínu Í viðtali skýrir orkumálaráðherra Bandaríkjanna frekar hversu mikil áhrif persónulegur lögmaður Trump forseta hafði á stefnu ríkisstjórnarinnar gagnvart Úkraínu. 17. október 2019 11:15 Sendiherra ekki viss um hvort Trump sagði satt um Úkraínu Utanríkisráðuneytið bannaði sendiherra Bandaríkjanna við ESB að bera vitni en hann er engu að síður ætla að koma fyrir þingnefnd í vikunni. 14. október 2019 12:30 Segir Trump hafa haldið aftur af hernaðaraðstoð til þess að fá Demókrata rannsakaða Ríkisstjórn Bandaríkjanna undir stjórn forsetans Donald Trump, hélt aftur af tæplega 400 milljón dala hernaðaraðstoð til þess að þrýsta á úkraínsk yfirvöld til þess að rannsaka meinta aðstoð sem yfirvöld í Kænugarði veittu Demókrataflokknum í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016, frá þessu greindi starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mick Mulvaney í blaðamannafundi. 17. október 2019 22:29 Þjóðaröryggisráðgjafi Trump vildi ekki taka þátt í „dópviðskiptum“ Fyrrverandi yfirmaður málefna Rússlands og Evrópu hjá þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna bar vitni fyrir þingnefnd sem rannsakar möguleg embættisbrot Trump forseta í gær. 15. október 2019 11:01 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Skilyrði sem Donald Trump setti fyrir því að hann féllist á fund með forseta Úkraínu í sumar jafngilti „kaupum kaups“ að mati Gordons Sondland, sendiherra Bandaríkjanna við Evrópusambandið, sem Trump fól að sjá um samskipti við stjórnvöld í Kænugarði. Þetta er hann sagður hafa tjáð þingnefnd sem rannsakar möguleg embættisbrot Trump á dögunum. Sondland hefur verið í miðpunkti rannsóknar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á þrýstingsherferð Trump og bandamanna hans til að fá úkraínsk stjórnvöld til að rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegan mótframbjóðanda Trump í forsetakosningum á næsta ári. Ásamt Rudy Giuliani, persónulegum lögmanni Trump, og Kurt Volker, þáverandi sendifulltrúa Bandaríkjanna, kom Sondland þeim skilaboðum til nýrrar ríkisstjórnar Úkraínu að hún þyrfti að hefja rannsókn til að fá fund með Trump sem hún sóttist eftir. Trump hefur ítrekað harðneitað því að um hvers konar „kaup kaups“ hafi verið að ræða þar sem Úkraínumenn fengju eitthvað frá Bandaríkjastjórn í skiptum fyrir persónulegan pólitískan greiða í aðdraganda forsetakosninga á næsta ár.Wall Street Journal hefur nú eftir lögmanni Sondland að sendiherrann hafi sagt þingnefndunum sem rannsaka Trump í þarsíðustu viku að tilraunir forsetans til að fá úkraínsk stjórnvöld til að rannsaka Biden hafi verið jafngildi „kaupa kaups“.Vilja fá Sondland aftur fyrir þingnefndirnar Samkvæmt skilningi Sondland hafi Trump sett það sem skilyrði fyrir því að funda með Volodomír Zelenskíj, forseta Úkraínu, að hann lýsti því yfir opinberlega að rannsókn á Biden og stoðlausri samsæriskenningu um tölvupóstþjón Demókrataflokksins væri hafin. Fundur með forseta Bandaríkjanna var stjórnvöldum í Úkraínu sérstaklega mikilvægur þar sem þau reiða sig á stuðning Bandaríkjastjórnar í fimm ára löngu stríði gegn uppreisnarmönnum sem eru hliðhollir Rússum í austanverðu landinu. Trump hélt einnig eftir tæplega 400 milljóna dollara hernaðaraðstoð til Úkraínu í sumar. Aðstoðin var ekki afgreidd fyrr en í september þegar bandarískir þingmenn voru farnir að kanna hvað tefði afgreiðslu hennar. Sondland bar vitni um að hann vissi ekki til þess að sú ákvörðun hefði verið tekin til að þrýsta á Zelenskíj og ríkisstjórn hans að rannsaka Biden. William Taylor, æðsti sendifulltrúi Bandaríkjanna í Úkraínu, bar hins vegar vitni fyrir þingnefndunum á eftir Sondland og sagði Sondland hafa sagt sér að hernaðaraðstoðin væri einnig undir í þrýstingsherferð Trump gegn Úkraínu. Einhverjir þingmenn eru sagðir vilja fá Sondland til að bera aftur vitni. Lögmaður hans segist gera ráð fyrir að sendiherrann yrði við því.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Sendiherra segist hafa verið ósáttur við ákvörðun Trump en fylgt henni samt Einn þeirra sem eru í miðpunkti Úkraínumáls Trump Bandaríkjaforseta segist ekki hafa gert sér grein fyrir að meira hafi hangið á spýtunni í samskiptum við úkraínsk stjórnvöld. 17. október 2019 16:04 Vissu að Trump hefði stöðvað aðstoð á meðan þrýstingur stóð yfir Upplýsingar sem New York Times hefur undir höndum grafa undan málsvörn Trump og bandamanna hans varðandi samskipti hans við Úkraínu á þessu ári. 23. október 2019 16:37 Trump skipaði Perry að vinna með Giuliani í Úkraínu Í viðtali skýrir orkumálaráðherra Bandaríkjanna frekar hversu mikil áhrif persónulegur lögmaður Trump forseta hafði á stefnu ríkisstjórnarinnar gagnvart Úkraínu. 17. október 2019 11:15 Sendiherra ekki viss um hvort Trump sagði satt um Úkraínu Utanríkisráðuneytið bannaði sendiherra Bandaríkjanna við ESB að bera vitni en hann er engu að síður ætla að koma fyrir þingnefnd í vikunni. 14. október 2019 12:30 Segir Trump hafa haldið aftur af hernaðaraðstoð til þess að fá Demókrata rannsakaða Ríkisstjórn Bandaríkjanna undir stjórn forsetans Donald Trump, hélt aftur af tæplega 400 milljón dala hernaðaraðstoð til þess að þrýsta á úkraínsk yfirvöld til þess að rannsaka meinta aðstoð sem yfirvöld í Kænugarði veittu Demókrataflokknum í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016, frá þessu greindi starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mick Mulvaney í blaðamannafundi. 17. október 2019 22:29 Þjóðaröryggisráðgjafi Trump vildi ekki taka þátt í „dópviðskiptum“ Fyrrverandi yfirmaður málefna Rússlands og Evrópu hjá þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna bar vitni fyrir þingnefnd sem rannsakar möguleg embættisbrot Trump forseta í gær. 15. október 2019 11:01 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Sendiherra segist hafa verið ósáttur við ákvörðun Trump en fylgt henni samt Einn þeirra sem eru í miðpunkti Úkraínumáls Trump Bandaríkjaforseta segist ekki hafa gert sér grein fyrir að meira hafi hangið á spýtunni í samskiptum við úkraínsk stjórnvöld. 17. október 2019 16:04
Vissu að Trump hefði stöðvað aðstoð á meðan þrýstingur stóð yfir Upplýsingar sem New York Times hefur undir höndum grafa undan málsvörn Trump og bandamanna hans varðandi samskipti hans við Úkraínu á þessu ári. 23. október 2019 16:37
Trump skipaði Perry að vinna með Giuliani í Úkraínu Í viðtali skýrir orkumálaráðherra Bandaríkjanna frekar hversu mikil áhrif persónulegur lögmaður Trump forseta hafði á stefnu ríkisstjórnarinnar gagnvart Úkraínu. 17. október 2019 11:15
Sendiherra ekki viss um hvort Trump sagði satt um Úkraínu Utanríkisráðuneytið bannaði sendiherra Bandaríkjanna við ESB að bera vitni en hann er engu að síður ætla að koma fyrir þingnefnd í vikunni. 14. október 2019 12:30
Segir Trump hafa haldið aftur af hernaðaraðstoð til þess að fá Demókrata rannsakaða Ríkisstjórn Bandaríkjanna undir stjórn forsetans Donald Trump, hélt aftur af tæplega 400 milljón dala hernaðaraðstoð til þess að þrýsta á úkraínsk yfirvöld til þess að rannsaka meinta aðstoð sem yfirvöld í Kænugarði veittu Demókrataflokknum í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016, frá þessu greindi starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mick Mulvaney í blaðamannafundi. 17. október 2019 22:29
Þjóðaröryggisráðgjafi Trump vildi ekki taka þátt í „dópviðskiptum“ Fyrrverandi yfirmaður málefna Rússlands og Evrópu hjá þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna bar vitni fyrir þingnefnd sem rannsakar möguleg embættisbrot Trump forseta í gær. 15. október 2019 11:01