Pólskri menningu fagnað í Reykjanesbæ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. nóvember 2019 20:30 Um það bil einn af hverjum sex íbúum í Reykjanesbæ eru af pólskum uppruna. Pólskir bræður sem eru fæddir og uppaldir á Íslandi segja eina muninn á þeim og íslenskum jafnöldrum sínum vera að þeir tali tvö tungumál. Pólak menningarhátíð fór fram í Reykjanesbæ í dag. „Pólsk menningarhátíð í Reykjanesbæ er haldin til þess að fagna þeim fjölbreytileika sem býr í Reykjanesbæ en við erum með mjög stórt og mikið fjölmenningarsamfélag hér,“ segir Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, verkefnastjóri fjölmenningar í Reykjanesbæ. Um 25% íbúa bæjarins eru af erlendum uppruna en 16% eru af pólskum uppruna. Þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin en þemað í ár voru sögur fólks af pólskum uppruna. Ein þeirra sem sagði sögu sína í dag var Ewa Wydra sem hefur verið öflug við að virkja börn til þátttöku í taekwondo. „Það er að blómstra hjá okkur núna. Ég er að reyna að þýða íslensku yfir á pólsku af því við vorum að búa til bækur sem eru á ensku, íslensku og pólsku um starfið í taekwondo, hjálpa aðeins foreldrum að lesa um hvernig taekwondo er og hvað það getur gert fyrir okkar líkama, sálina og skipulagið daglega,“ segir Ewa. Bræðurnir Alexander og Jakob Grybos eru miklir tónlistarmenn en þeir slóu botninn í hátíðina í dag með hljómsveit sinni DEMO. Þeir eru báðir fæddir á Íslandi og hafa alist upp við tvö tungumál. „Við lærðum fyrst pólsku heima og svo fórum við í leikskóla og þá lærðum við íslenskuna með,“ segir Alexander. Innflytjendamál Menning Pólland Reykjanesbær Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Fleiri fréttir Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Sjá meira
Um það bil einn af hverjum sex íbúum í Reykjanesbæ eru af pólskum uppruna. Pólskir bræður sem eru fæddir og uppaldir á Íslandi segja eina muninn á þeim og íslenskum jafnöldrum sínum vera að þeir tali tvö tungumál. Pólak menningarhátíð fór fram í Reykjanesbæ í dag. „Pólsk menningarhátíð í Reykjanesbæ er haldin til þess að fagna þeim fjölbreytileika sem býr í Reykjanesbæ en við erum með mjög stórt og mikið fjölmenningarsamfélag hér,“ segir Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, verkefnastjóri fjölmenningar í Reykjanesbæ. Um 25% íbúa bæjarins eru af erlendum uppruna en 16% eru af pólskum uppruna. Þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin en þemað í ár voru sögur fólks af pólskum uppruna. Ein þeirra sem sagði sögu sína í dag var Ewa Wydra sem hefur verið öflug við að virkja börn til þátttöku í taekwondo. „Það er að blómstra hjá okkur núna. Ég er að reyna að þýða íslensku yfir á pólsku af því við vorum að búa til bækur sem eru á ensku, íslensku og pólsku um starfið í taekwondo, hjálpa aðeins foreldrum að lesa um hvernig taekwondo er og hvað það getur gert fyrir okkar líkama, sálina og skipulagið daglega,“ segir Ewa. Bræðurnir Alexander og Jakob Grybos eru miklir tónlistarmenn en þeir slóu botninn í hátíðina í dag með hljómsveit sinni DEMO. Þeir eru báðir fæddir á Íslandi og hafa alist upp við tvö tungumál. „Við lærðum fyrst pólsku heima og svo fórum við í leikskóla og þá lærðum við íslenskuna með,“ segir Alexander.
Innflytjendamál Menning Pólland Reykjanesbær Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Fleiri fréttir Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Sjá meira