Bjóða Trump að svara spurningum þingmanna Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2019 23:33 Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar. AP/J. Scott Applewhite Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, bauð í gær Donald Trump, forseta, að mæta á fund þingmanna og svara spurningum þeirra varðandi rannsókn fulltrúadeildarinnar á mögulegum embættisbrotum forsetans. Pelosi sagði hann einnig geta svarað spurningum skriflega ef hann vildi. Þetta sagði hún vegna ummæla Trump um að hann fengi ekki færi á að verja sig gegn rannsókninni. Chuck Schumer, formaður þingflokks Demókrata í öldungadeildinni, sló á svipaða strengi og sagði að ef forsetinn væri ekki sáttur við það sem hann heyrði, ætti hann að koma sjálfur og bera vitni. Þar að auki ætti hann að leyfa starfsfólki sínu að bera vitni en Trump hefur meinað fjölda starfsmanna sinna að svara spurningum þingmanna.Schumer sagði þá staðreynd leiða til þess að hann velti fyrir sér hvað Trump hefði að fela. Opnar vitnaleiðslur munu halda áfram í þessari viku eftir að þær hófust í þeirri síðustu. Á meðal þeirra sem munu bera vitni er Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu. Hann er eina vitnið hingað til sem hefur persónulega rætt við Trump um þann þrýsting sem beitt var gegn ríkisstjórn Úkraínu til að fá þá til að hefja tvær rannsóknir sem myndu nýtast Trump fyrir forsetakosningarnar á næsta ári og hvort Trump hafi haldið aftur af neyðaraðstoð til Úkraínu, sem þingið hafði samþykkt, með því markmiði að þvinga Úkraínumenn til að hefja þær rannsóknir. Tvö vitni segjast hafa heyrt Sondland ræða við Trump í síma um málið. Sjálfur segist Trump ekki muna eftir slíkum símtölum og hefur gefið í skyn að hann viti í raun ekki hver Sondland er. Gordon Sondland er hótelkeðjueigandi og fjárhagslegur bakhjarl Trump og repúblikana. Hann var gerður sendiherra gagnvart ESB þrátt fyrir enga reynslu af opinberum erindrekstri. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Vitnisburður embættismanna gróf undan málsvörn Trump Varnarmála- og utanríkisembættismenn báru vitni um það þegar Trump Bandaríkjaforseti stöðvaði hernaðaraðstoð til Úkraínu í sumar. 12. nóvember 2019 11:15 Trump íhugar að reka óháðan eftirlitsmann og starfsmannastjórann Opinberar vitnaleiðslur í rannsókn Bandaríkjaþings á Trump forseta hefjast í dag. Hann er sagður hafa íhugað að reka óháðan eftirlitsmann sem tilkynnti um kvörtun uppljóstrara sem kom rannsókninni af stað. 13. nóvember 2019 11:00 Vitni tengdi Trump við þrýsting á Úkraínu með beinum hætti Starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu greindi frá símtali Trump og annars erindreka um rannsóknir á pólitískum andstæðingi Bandaríkjaforseta. 14. nóvember 2019 12:00 Sondland sagðist fara eftir skipunum Trump Fyrrverandi meðlimur þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins viðurkennir að hafa lagt til að hylja gögn um símtal á milli Trump og Zelensky. Þrátt fyrir það sagðist hann ekki hafa heyrt neitt óviðeigandi í símtalinu. 16. nóvember 2019 23:36 Ætlun Trumps sé að vekja ótta hjá þeim sem hyggjast bera vitni Opinberar vitnaleiðslur rannsóknar Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, standa nú yfir en í dag bar Marie Yovanovitch, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu vitni. 15. nóvember 2019 18:48 „Allt hvíldi á rannsóknum“ Sérstakur erindreki Donalds Trump Bandaríkjaforseta greindi starfandi sendiherranum í Úkraínu að allt sem úkraínsk stjórnvöld sóttust eftir frá Bandaríkjastjórn hengi á því að þau létu rannsaka pólitíska andstæðinga Trump. 13. nóvember 2019 17:00 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, bauð í gær Donald Trump, forseta, að mæta á fund þingmanna og svara spurningum þeirra varðandi rannsókn fulltrúadeildarinnar á mögulegum embættisbrotum forsetans. Pelosi sagði hann einnig geta svarað spurningum skriflega ef hann vildi. Þetta sagði hún vegna ummæla Trump um að hann fengi ekki færi á að verja sig gegn rannsókninni. Chuck Schumer, formaður þingflokks Demókrata í öldungadeildinni, sló á svipaða strengi og sagði að ef forsetinn væri ekki sáttur við það sem hann heyrði, ætti hann að koma sjálfur og bera vitni. Þar að auki ætti hann að leyfa starfsfólki sínu að bera vitni en Trump hefur meinað fjölda starfsmanna sinna að svara spurningum þingmanna.Schumer sagði þá staðreynd leiða til þess að hann velti fyrir sér hvað Trump hefði að fela. Opnar vitnaleiðslur munu halda áfram í þessari viku eftir að þær hófust í þeirri síðustu. Á meðal þeirra sem munu bera vitni er Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu. Hann er eina vitnið hingað til sem hefur persónulega rætt við Trump um þann þrýsting sem beitt var gegn ríkisstjórn Úkraínu til að fá þá til að hefja tvær rannsóknir sem myndu nýtast Trump fyrir forsetakosningarnar á næsta ári og hvort Trump hafi haldið aftur af neyðaraðstoð til Úkraínu, sem þingið hafði samþykkt, með því markmiði að þvinga Úkraínumenn til að hefja þær rannsóknir. Tvö vitni segjast hafa heyrt Sondland ræða við Trump í síma um málið. Sjálfur segist Trump ekki muna eftir slíkum símtölum og hefur gefið í skyn að hann viti í raun ekki hver Sondland er. Gordon Sondland er hótelkeðjueigandi og fjárhagslegur bakhjarl Trump og repúblikana. Hann var gerður sendiherra gagnvart ESB þrátt fyrir enga reynslu af opinberum erindrekstri.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Vitnisburður embættismanna gróf undan málsvörn Trump Varnarmála- og utanríkisembættismenn báru vitni um það þegar Trump Bandaríkjaforseti stöðvaði hernaðaraðstoð til Úkraínu í sumar. 12. nóvember 2019 11:15 Trump íhugar að reka óháðan eftirlitsmann og starfsmannastjórann Opinberar vitnaleiðslur í rannsókn Bandaríkjaþings á Trump forseta hefjast í dag. Hann er sagður hafa íhugað að reka óháðan eftirlitsmann sem tilkynnti um kvörtun uppljóstrara sem kom rannsókninni af stað. 13. nóvember 2019 11:00 Vitni tengdi Trump við þrýsting á Úkraínu með beinum hætti Starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu greindi frá símtali Trump og annars erindreka um rannsóknir á pólitískum andstæðingi Bandaríkjaforseta. 14. nóvember 2019 12:00 Sondland sagðist fara eftir skipunum Trump Fyrrverandi meðlimur þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins viðurkennir að hafa lagt til að hylja gögn um símtal á milli Trump og Zelensky. Þrátt fyrir það sagðist hann ekki hafa heyrt neitt óviðeigandi í símtalinu. 16. nóvember 2019 23:36 Ætlun Trumps sé að vekja ótta hjá þeim sem hyggjast bera vitni Opinberar vitnaleiðslur rannsóknar Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, standa nú yfir en í dag bar Marie Yovanovitch, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu vitni. 15. nóvember 2019 18:48 „Allt hvíldi á rannsóknum“ Sérstakur erindreki Donalds Trump Bandaríkjaforseta greindi starfandi sendiherranum í Úkraínu að allt sem úkraínsk stjórnvöld sóttust eftir frá Bandaríkjastjórn hengi á því að þau létu rannsaka pólitíska andstæðinga Trump. 13. nóvember 2019 17:00 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Vitnisburður embættismanna gróf undan málsvörn Trump Varnarmála- og utanríkisembættismenn báru vitni um það þegar Trump Bandaríkjaforseti stöðvaði hernaðaraðstoð til Úkraínu í sumar. 12. nóvember 2019 11:15
Trump íhugar að reka óháðan eftirlitsmann og starfsmannastjórann Opinberar vitnaleiðslur í rannsókn Bandaríkjaþings á Trump forseta hefjast í dag. Hann er sagður hafa íhugað að reka óháðan eftirlitsmann sem tilkynnti um kvörtun uppljóstrara sem kom rannsókninni af stað. 13. nóvember 2019 11:00
Vitni tengdi Trump við þrýsting á Úkraínu með beinum hætti Starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu greindi frá símtali Trump og annars erindreka um rannsóknir á pólitískum andstæðingi Bandaríkjaforseta. 14. nóvember 2019 12:00
Sondland sagðist fara eftir skipunum Trump Fyrrverandi meðlimur þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins viðurkennir að hafa lagt til að hylja gögn um símtal á milli Trump og Zelensky. Þrátt fyrir það sagðist hann ekki hafa heyrt neitt óviðeigandi í símtalinu. 16. nóvember 2019 23:36
Ætlun Trumps sé að vekja ótta hjá þeim sem hyggjast bera vitni Opinberar vitnaleiðslur rannsóknar Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, standa nú yfir en í dag bar Marie Yovanovitch, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu vitni. 15. nóvember 2019 18:48
„Allt hvíldi á rannsóknum“ Sérstakur erindreki Donalds Trump Bandaríkjaforseta greindi starfandi sendiherranum í Úkraínu að allt sem úkraínsk stjórnvöld sóttust eftir frá Bandaríkjastjórn hengi á því að þau létu rannsaka pólitíska andstæðinga Trump. 13. nóvember 2019 17:00