Bein útsending: Lögmenn fara yfir rannsóknina gegn Trump Samúel Karl Ólason skrifar 9. desember 2019 14:07 AP/Andrew Harnik Mikilvægur fundur verður hjá dómsmálanefnd Fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag. Verið er að opna nýjan kafla í rannsókn þingsins á því hvort Donald Trump, forseti, hafi brotið af sér í starfi. Lögmenn Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins munu færa rök fyrir því annars vegar að ákæra eigi Trump og hins vegar að ekki eigi að gera það. Lögmenn Demókrataflokksins munu leggja fram þau gögn sem þegar hafa komið fram í rannsókninni og greina þau. Lögmenn Repúblikana munu tíunda af hverju þeim þykir ekki tilefni til að ákæra Trump. Trump er gert að hafa beitt utanríkisstefnu Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu með því markmiði að þvinga Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu til að tilkynna upphaf tveggja rannsókna sem myndu nýtast Trump í kosningunum á næsta ári. Sú viðleitni hafi staðið yfir um mánaða skeið og hafi verið stýrt af Rudy Giuliani, einkalögmanni Trump. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar tilkynnti í síðustu viku að ákæra ætti Trumpen ekki liggur nákvæmlega hvaða ákærur verða lagðar fram. Það er verkefni dómsmálanefndarinnar að komast að niðurstöðu í því.Sjá einnig: Ætla að ákæra Trump fyrir embættisbrotHægt er að fylgjast með fundinum hér að neðan. Vert er að taka fram að Hvíta húsið hefur neitað að taka þátt í rannsókninni eftir að lögmanni Hvíta hússins var boðið á fundinn. Fundurinn átti að hefjast klukkan tvö en seinkaði um nokkrar mínútur. Við upphaf fundarins stóð mótmælandi á fætur og kallaði hann Jerry Nadler, formann nefndarinnar, og aðra Demókrata í nefndinni, landráðsmenn. Hann sagði þá vera að reyna að koma lýðræðislega kjörnum forseta frá völdum. Trump sjálfur hefur ítrekað sakað Demókrata um það sama. Mótmælandinn var fljótt fluttur úr salnum af lögregluþjónum. "Americans are sick of your impeachment scam! Trump is innocent!" -- House Judiciary's impeachment hearing is immediately interrupted by a pro-Trump protester. pic.twitter.com/bbcguyKLFF— Aaron Rupar (@atrupar) December 9, 2019 Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Úkraína Tengdar fréttir Segja Trump hafa brotið af sér í starfi Donald Trump fórnaði öryggishagsmunum Bandaríkjanna í eigin hag og rík ástæða er til að ákæra hann fyrir embættisbrot í starfi forseta. 3. desember 2019 19:57 Trump mætir ekki fyrir nefndina til að svara fyrir meint embættisbrot Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og lögfræðingar hans hafa gefið það út að þeir ætli ekki mæta fyrir dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings næstkomandi miðvikudag til þess að gefa skýrslu. 2. desember 2019 06:23 Prófessorar segja tilefni til að ákæra Trump Þrír fræðimenn um stjórnarskrá Bandaríkjanna segja tilefni til að ákæra Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. Sá fjórði dregur í efa að tilefni sé til staðar. 4. desember 2019 21:30 Trump rangtúlkar orð Zelensky og segist hreinsaður af sök Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, er ekki þeirrar skoðunar að umdeilt símtal hans og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi falið í sér svokallað "kaup kaups“ (e. Quid pro quo). Hann gagnrýndi Bandaríkin þó harðlega fyrir að koma fram við Úkraínu sem peð í pólitískri skák. 2. desember 2019 23:00 Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Fleiri fréttir Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins Sjá meira
Mikilvægur fundur verður hjá dómsmálanefnd Fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag. Verið er að opna nýjan kafla í rannsókn þingsins á því hvort Donald Trump, forseti, hafi brotið af sér í starfi. Lögmenn Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins munu færa rök fyrir því annars vegar að ákæra eigi Trump og hins vegar að ekki eigi að gera það. Lögmenn Demókrataflokksins munu leggja fram þau gögn sem þegar hafa komið fram í rannsókninni og greina þau. Lögmenn Repúblikana munu tíunda af hverju þeim þykir ekki tilefni til að ákæra Trump. Trump er gert að hafa beitt utanríkisstefnu Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu með því markmiði að þvinga Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu til að tilkynna upphaf tveggja rannsókna sem myndu nýtast Trump í kosningunum á næsta ári. Sú viðleitni hafi staðið yfir um mánaða skeið og hafi verið stýrt af Rudy Giuliani, einkalögmanni Trump. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar tilkynnti í síðustu viku að ákæra ætti Trumpen ekki liggur nákvæmlega hvaða ákærur verða lagðar fram. Það er verkefni dómsmálanefndarinnar að komast að niðurstöðu í því.Sjá einnig: Ætla að ákæra Trump fyrir embættisbrotHægt er að fylgjast með fundinum hér að neðan. Vert er að taka fram að Hvíta húsið hefur neitað að taka þátt í rannsókninni eftir að lögmanni Hvíta hússins var boðið á fundinn. Fundurinn átti að hefjast klukkan tvö en seinkaði um nokkrar mínútur. Við upphaf fundarins stóð mótmælandi á fætur og kallaði hann Jerry Nadler, formann nefndarinnar, og aðra Demókrata í nefndinni, landráðsmenn. Hann sagði þá vera að reyna að koma lýðræðislega kjörnum forseta frá völdum. Trump sjálfur hefur ítrekað sakað Demókrata um það sama. Mótmælandinn var fljótt fluttur úr salnum af lögregluþjónum. "Americans are sick of your impeachment scam! Trump is innocent!" -- House Judiciary's impeachment hearing is immediately interrupted by a pro-Trump protester. pic.twitter.com/bbcguyKLFF— Aaron Rupar (@atrupar) December 9, 2019
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Úkraína Tengdar fréttir Segja Trump hafa brotið af sér í starfi Donald Trump fórnaði öryggishagsmunum Bandaríkjanna í eigin hag og rík ástæða er til að ákæra hann fyrir embættisbrot í starfi forseta. 3. desember 2019 19:57 Trump mætir ekki fyrir nefndina til að svara fyrir meint embættisbrot Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og lögfræðingar hans hafa gefið það út að þeir ætli ekki mæta fyrir dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings næstkomandi miðvikudag til þess að gefa skýrslu. 2. desember 2019 06:23 Prófessorar segja tilefni til að ákæra Trump Þrír fræðimenn um stjórnarskrá Bandaríkjanna segja tilefni til að ákæra Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. Sá fjórði dregur í efa að tilefni sé til staðar. 4. desember 2019 21:30 Trump rangtúlkar orð Zelensky og segist hreinsaður af sök Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, er ekki þeirrar skoðunar að umdeilt símtal hans og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi falið í sér svokallað "kaup kaups“ (e. Quid pro quo). Hann gagnrýndi Bandaríkin þó harðlega fyrir að koma fram við Úkraínu sem peð í pólitískri skák. 2. desember 2019 23:00 Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Fleiri fréttir Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins Sjá meira
Segja Trump hafa brotið af sér í starfi Donald Trump fórnaði öryggishagsmunum Bandaríkjanna í eigin hag og rík ástæða er til að ákæra hann fyrir embættisbrot í starfi forseta. 3. desember 2019 19:57
Trump mætir ekki fyrir nefndina til að svara fyrir meint embættisbrot Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og lögfræðingar hans hafa gefið það út að þeir ætli ekki mæta fyrir dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings næstkomandi miðvikudag til þess að gefa skýrslu. 2. desember 2019 06:23
Prófessorar segja tilefni til að ákæra Trump Þrír fræðimenn um stjórnarskrá Bandaríkjanna segja tilefni til að ákæra Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. Sá fjórði dregur í efa að tilefni sé til staðar. 4. desember 2019 21:30
Trump rangtúlkar orð Zelensky og segist hreinsaður af sök Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, er ekki þeirrar skoðunar að umdeilt símtal hans og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi falið í sér svokallað "kaup kaups“ (e. Quid pro quo). Hann gagnrýndi Bandaríkin þó harðlega fyrir að koma fram við Úkraínu sem peð í pólitískri skák. 2. desember 2019 23:00