Segja Trump hafa brotið af sér í starfi Samúel Karl Ólason skrifar 3. desember 2019 19:57 Nefndin segir ríka ástæðu til að kæra ákæra Trump fyrir embættisbrot. AP/Jon Elswick Donald Trump fórnaði öryggishagsmunum Bandaríkjanna í eigin þágu og rík ástæða er til að ákæra hann fyrir embættisbrot í starfi forseta. Þetta kemur fram í skýrslu leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings vegna rannsóknar þingsins á því hvort Trump hafi brotið af sér í starfi. Meðlimir nefndarinnar saka Trump einnig um að standa í vegi réttvísinnar við rannsókn þingsins og að grafa undan lýðræði í Bandaríkjunum og heillindum forsetakosninganna á næsta ári. Trump er gert að hafa beitt utanríkisstefnu Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu með því markmiði að þvinga Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu til að tilkynna upphaf tveggja rannsókna sem myndu nýtast Trump í kosningunum á næsta ári. Skýrslan byggir á tveggja mánaða rannsókn þingsins. Leyniþjónustunefndin mun í kvöld ákveða hvort máli verði sent til dómsmálanefndarinnar. Ef svo er mun sú nefnd funda á morgun og í kjölfarið ákveða hvort ákæra eigi Trump. Fastlega er búið við því að atkvæðagreiðsla þingmanna leyniþjónustunefndarinnar í kvöld muni fara eftir flokkslínum. „Forsetinn setti hans eigin pólitísku hagsmuni ofar hagsmunum Bandaríkjanna, reyndi að grafa undan heillindum forsetakosninganna og ógnaði öryggi þjóðarinnar,“ segir í skýrslunni. Hana má lesa hér. Donald Trump er nú staddur í London.AP/Evan Vucci Fyrir útgáfu skýrslunnar, birtu Repúblikanar í gær eigin skýrslu þar sem þeir segja forsetann ekki hafa reynt að þvinga Zelensky til hlýðni þegar Trump bað hann um greiða og að rannsaka Joe Biden og Demókrata. Þeir halda því fram að tæplega 400 milljóna neyðaraðstoð, sem þingið samþykkti að veita Úkraínu og Trump frysti, hafi verið notuð til að þrýsta á Zelensky. Heldur hafi hún verið afhent. Hún var þó ekki afhent fyrr en þingið komst að því að búið var að fyrsta aðstoðina og krafðist þess af Trump að hún yrði afhent. Í skýrslunni segir einnig að fundur með Trump, sem Zelensky sóttist eftir, hafi sömuleiðis verið notaður til að þrýsta á úkraínska forsetann. Frásagnir vitna og gögn styðja þá ásökun.Sjá einnig: Sluppu með naumindum við að verða við kröfum TrumpAP fréttaveitan hefur eftir Stephanie Grisham, upplýsingafulltrúa Hvíta hússins, að skýrslan lýti út eins og þvaður óðs bloggara sem sé að reyna að sanna eitthvað án sannanna. Demókrötum hafi með öllu misheppnast að finna sannanir fyrir meintum brotum Trump. Trump meinaði fjölda mögulegra vitna að ræða við þingmenn vegna rannsóknarinnar og kom í veg fyrir afhendingu fjölda skjala frá embættum og ráðuneytum Bandaríkjanna. Í skýrslunni segir að tólf núverandi og fyrrverandi starfsmenn ríkisstjórnar Trump hafi ekki borið vitni vegna þess að hann bannaði þeim það. Þar er á meðal eru þeir Mick Mulvaney starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, John Bolton fyrrverandi sendiherra gagnvart Sameinuðu þjóðunum og fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi, og Rick Perry fyrrverandi orkumálaráðherra. Í skýrslunni segir að skaðinn á valdskiptingu Bandaríkjanna verði langvarandi og jafnvel ekki verði hægt að laga hann ef forsetinn geti staðið í vegi þingsins eins og Trump hafi gert. Allir forsetar framtíðarinnar muni geta komið í veg fyrir að embættisbrot þeirra eða spilling verði rannsökuð. Skugga-utanríkisstefna Trump er sagður hafa rekið svokallaða Skugga-utanríkisstefnu gagnvart Úkraínu. Rudy Giuliani, einkalögmaður Trump, hafi stýrt henni og hafi um margra mánaða skeið beitt yfirvöld Úkraínu þrýstingi. Í skýrslunni kemur fram að Giuliani ræddi ítrekað við þingmanninn Devin Nunes, sem er í forsvari fyrir Repúblikanaflokkinn í leyniþjónustunefndinni sjálfri. Nunes hefur ítrekað lýst því yfir að hann telji yfirvöld Úkraínu hafa haft afskipti af forsetakosningunum 2016 með því markmiði að koma í veg fyrir kjör Trump. Þrátt fyrir að talað sé um skugga-utanríkisstefnu er útlit fyrir að háttsettir embættismenn hafi vitað af störfum Giuliani og annarra í Úkraínu. Í skýrslunni segir til dæmis að Mick Mulvaney, starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mike Pompeo, utanríkisráðherra, og Rick Perry, orkumálaráðherra, séu þeirra á meðal. Rudy Giuliani, einkalögmaður Trump.AP/Elise Amendola Lítið til í ásökunum Trump Forsetinn og bandamenn hans hafa sakað Joe Biden um spillingu vegna þess að hann þrýsti á úkraínsk stjórnvöld að reka saksóknara á sama tíma og Hunter, sonur hans, sat í stjórn olíufyrirtækisins Burisma Holdings. Það eigi Biden að hafa gert til að stöðva rannsókn sem beindist að Burisma, samkvæmt kenningu Trump-liða og vill forsetinn að Úkraínumenn rannsaki það. Ekkert hefur þó komið fram sem bendir til þess að Biden-feðgarnir hafi gert nokkuð ólöglega eða að rannsókn hafi yfir höfuð staðið yfir á Burisma á þeim tíma sem þáverandi varaforsetinn reyndi að koma saksóknara frá. Sú viðleitni var hluti af alþjóðlegum þrýstingi þar sem vestræn ríki töldu saksóknarann ljón í vegi þess að uppræta langvarandi spillingu í Úkraínu. Hin rannsóknin tengist samsæriskenningu um tölvupóstþjón landsnefndar Demókrataflokksins sem rússneskir hakkarar brutust inn í fyrir forsetakosningarnar 2016 og láku vandræðalegum póstum í gegnum Wikileaks. Trump hefur lengi verið gramur vegna niðurstöðu bandarísku leyniþjónustunnar að rússnesk stjórnvöld hafi háð upplýsingastríð og framið tölvuinnbrot til að hjálpa honum til sigurs. Þingmaðurinn Devin Nunes, sem hefur verið í forsvari fyrir Repúblikana í leyniþjónustunefndinni, átti í samskiptum við Giuliani þegar lögmaðurinn var að þrýsta á yfirvöld Úkraínu að aðstoða Trump í kosningunum á næsta ári.AP/Alex Brandon Trump og bandamenn hans hafa því haldið þeirri hugmynd á lofti um að það hafi í reynd verið úkraínskir útsendarar sem frömdu innbrotið í tölvupóstþjón demókrata og að þeir hafi bókstaflega falið áþreifanlegan tölvupóstþjón í Úkraínu. Markmiðið hafi verið að koma sök á Rússa. Það er, eins og áður hefur komið fram, þvert á öll sönnunargögn og niðurstöður öryggisstofnanna í bandaríkjunum og sérfræðinga. Þessu hafa Trump-liðar og þar með talnir nokkrir þingmenn, haldið áfram að dreifa. Þrátt fyrir að embættismenn og forsvarsmenn öryggisstofnanna hafi varað þá við því að ásakanirnar gegn Úkraínu séu runnar undan rifjum þeirra sömu Rússa og gerðu árásina á tölvukerfi Landsnefndar Demókrataflokksins. Þingmaðurinn Adam Schiff, sem stýrir rannsókninni, sagði við blaðamenn í kvöld að það vekti áhyggjur að á sama tíma og Trump hafi verið að misnota vald embættis síns til að koma óorði á pólitískan andstæðing sinn [Biden], séu vísbendingar um að þingmaður [Nunes] hafi tekið þátt í því. Nunes var einnig í samskiptum við Lev Parnas, samstarfsmann Giuliani, sem hefur nú verið ákærður fyrir ólögleg kosningaframlög. Lögmaður Parnas skrifaði á Twitter fyrir skömmu að Nunes hefði átt að segja sig frá rannsókninni við upphaf hennar. Devin Nunes, you should have recused yourself at the outset of the #HIC#ImpeachingHearings. #LetLevSpeakhttps://t.co/HeG8kFEDwl — Joseph A. Bondy (@josephabondy) December 3, 2019 Í stuttu máli sagt, eða eins stuttu máli og mögulegt er, þá hófst rannsókn fulltrúadeildarinnar eftir að í ljós kom að uppljóstrari hafði lagt fram formlega kvörtun vegna símtals Trump og Zelensky þann 25. júlí. Kvörtunin var lögð fram þann 12. ágúst af starfsmanni leyniþjónustu Bandaríkjanna til innri endurskoðenda leyniþjónusta Bandaríkjanna. Innri endurskoðandinn, Michael Atkinson sem skipaður var í embætti af Trump, tók málið til skoðunar og ákvað að kvörtunin væri trúverðug og að málið væri „aðkallandi áhyggjuefni“. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanan kom þó í veg fyrir að kvörtunin yrði afhent þinginu, eins og lög segja til um. Í kjölfarið kom einnig í ljós að Trump hafði fryst neyðaraðstoðina til Úkraínu og rannsóknin hófst þann 9. september. Þingmenn fengu ekki aðgang að upprunalegu kvörtuninni fyrr en þann 25. september. Þá var aðstoðin afhent þann 11. september. Tveimur dögum eftir að rannsóknin hófst. Strax í kjölfar þess tilkynntu aðstoðarmenn Zelensky forsvarsmönnum CNN að hann myndi ekki mæta í sjónvarpsviðtal á næstu dögum, eins og til stóð. Forsetinn er sagður hafa ætlað að verða við beiðni Trump í því viðtali og lýsa yfir því að áðurnefndar rannsóknir væru hafnar. Skömmu eftir að rannsóknin hófst sagði Mulvaney á blaðamannafundi að Trump hafi haldið aftur af neyðaraðstoðinni til að þrýsta á yfirvöld Úkraínu. Blaðamenn ættu bara að jafna sig á því. Hann reyndi þó að draga orð sín til baka skömmu eftir það.Sjá einnig: „Forsetanum er drullusama um Úkraínu“ Síðan þá hafa bandamenn forsetans haldið því fram að Trump hafi haldið aftur af neyðaraðstoðinni vegna áhyggja hans af spillingu í Úkraínu. Rannsóknirnum sem hann vildi að Zelensky tilkynnti hafi einnig verið ætlað að koma niður á spillingu. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump mætir ekki fyrir nefndina til að svara fyrir meint embættisbrot Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og lögfræðingar hans hafa gefið það út að þeir ætli ekki mæta fyrir dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings næstkomandi miðvikudag til þess að gefa skýrslu. 2. desember 2019 06:23 Starfsmönnum Hvíta hússins geti verið gert að bera vitni Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að starfsmenn Hvíta hússins geti verið neyddir til að bera vitni fyrir þingnefndum í tengslum við málarekstur þingsins gegn forsetanum. 26. nóvember 2019 07:29 Ummæli Trumps sögð ganga í berhögg við hans eigin orð Donald Trump Bandaríkjaforseti neitaði því í gær að hafa beðið Rudy Giuliani, persónulegan lögmann sinn, um að fara til Úkraínu í þeim tilgangi að ýta á eftir rannsóknum þar í landi fyrir hönd forsetans. 27. nóvember 2019 23:55 Vitnisburður síðustu vikna styður ásakanir gegn Trump Tvær vikur opinberra vitnaleiðslna hafa ekki reynst Hvíta húsinu vel. Umtalsverð sönnunargögn og margir vitnisburðir hafa litið dagsins ljós og skapar það mynd sem erfitt er að draga í efa. 22. nóvember 2019 11:00 Ný gögn sýna fram á samskipti Pompeo og Giuliani Gögn sem utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur afhent samtökunum American Oversight eftir aðgangsbeiðni þeirra sýna fram á ítrekuð samskipti utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump. 23. nóvember 2019 12:22 Trump rangtúlkar orð Zelensky og segist hreinsaður af sök Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, er ekki þeirrar skoðunar að umdeilt símtal hans og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi falið í sér svokallað "kaup kaups“ (e. Quid pro quo). Hann gagnrýndi Bandaríkin þó harðlega fyrir að koma fram við Úkraínu sem peð í pólitískri skák. 2. desember 2019 23:00 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Donald Trump fórnaði öryggishagsmunum Bandaríkjanna í eigin þágu og rík ástæða er til að ákæra hann fyrir embættisbrot í starfi forseta. Þetta kemur fram í skýrslu leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings vegna rannsóknar þingsins á því hvort Trump hafi brotið af sér í starfi. Meðlimir nefndarinnar saka Trump einnig um að standa í vegi réttvísinnar við rannsókn þingsins og að grafa undan lýðræði í Bandaríkjunum og heillindum forsetakosninganna á næsta ári. Trump er gert að hafa beitt utanríkisstefnu Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu með því markmiði að þvinga Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu til að tilkynna upphaf tveggja rannsókna sem myndu nýtast Trump í kosningunum á næsta ári. Skýrslan byggir á tveggja mánaða rannsókn þingsins. Leyniþjónustunefndin mun í kvöld ákveða hvort máli verði sent til dómsmálanefndarinnar. Ef svo er mun sú nefnd funda á morgun og í kjölfarið ákveða hvort ákæra eigi Trump. Fastlega er búið við því að atkvæðagreiðsla þingmanna leyniþjónustunefndarinnar í kvöld muni fara eftir flokkslínum. „Forsetinn setti hans eigin pólitísku hagsmuni ofar hagsmunum Bandaríkjanna, reyndi að grafa undan heillindum forsetakosninganna og ógnaði öryggi þjóðarinnar,“ segir í skýrslunni. Hana má lesa hér. Donald Trump er nú staddur í London.AP/Evan Vucci Fyrir útgáfu skýrslunnar, birtu Repúblikanar í gær eigin skýrslu þar sem þeir segja forsetann ekki hafa reynt að þvinga Zelensky til hlýðni þegar Trump bað hann um greiða og að rannsaka Joe Biden og Demókrata. Þeir halda því fram að tæplega 400 milljóna neyðaraðstoð, sem þingið samþykkti að veita Úkraínu og Trump frysti, hafi verið notuð til að þrýsta á Zelensky. Heldur hafi hún verið afhent. Hún var þó ekki afhent fyrr en þingið komst að því að búið var að fyrsta aðstoðina og krafðist þess af Trump að hún yrði afhent. Í skýrslunni segir einnig að fundur með Trump, sem Zelensky sóttist eftir, hafi sömuleiðis verið notaður til að þrýsta á úkraínska forsetann. Frásagnir vitna og gögn styðja þá ásökun.Sjá einnig: Sluppu með naumindum við að verða við kröfum TrumpAP fréttaveitan hefur eftir Stephanie Grisham, upplýsingafulltrúa Hvíta hússins, að skýrslan lýti út eins og þvaður óðs bloggara sem sé að reyna að sanna eitthvað án sannanna. Demókrötum hafi með öllu misheppnast að finna sannanir fyrir meintum brotum Trump. Trump meinaði fjölda mögulegra vitna að ræða við þingmenn vegna rannsóknarinnar og kom í veg fyrir afhendingu fjölda skjala frá embættum og ráðuneytum Bandaríkjanna. Í skýrslunni segir að tólf núverandi og fyrrverandi starfsmenn ríkisstjórnar Trump hafi ekki borið vitni vegna þess að hann bannaði þeim það. Þar er á meðal eru þeir Mick Mulvaney starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, John Bolton fyrrverandi sendiherra gagnvart Sameinuðu þjóðunum og fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi, og Rick Perry fyrrverandi orkumálaráðherra. Í skýrslunni segir að skaðinn á valdskiptingu Bandaríkjanna verði langvarandi og jafnvel ekki verði hægt að laga hann ef forsetinn geti staðið í vegi þingsins eins og Trump hafi gert. Allir forsetar framtíðarinnar muni geta komið í veg fyrir að embættisbrot þeirra eða spilling verði rannsökuð. Skugga-utanríkisstefna Trump er sagður hafa rekið svokallaða Skugga-utanríkisstefnu gagnvart Úkraínu. Rudy Giuliani, einkalögmaður Trump, hafi stýrt henni og hafi um margra mánaða skeið beitt yfirvöld Úkraínu þrýstingi. Í skýrslunni kemur fram að Giuliani ræddi ítrekað við þingmanninn Devin Nunes, sem er í forsvari fyrir Repúblikanaflokkinn í leyniþjónustunefndinni sjálfri. Nunes hefur ítrekað lýst því yfir að hann telji yfirvöld Úkraínu hafa haft afskipti af forsetakosningunum 2016 með því markmiði að koma í veg fyrir kjör Trump. Þrátt fyrir að talað sé um skugga-utanríkisstefnu er útlit fyrir að háttsettir embættismenn hafi vitað af störfum Giuliani og annarra í Úkraínu. Í skýrslunni segir til dæmis að Mick Mulvaney, starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mike Pompeo, utanríkisráðherra, og Rick Perry, orkumálaráðherra, séu þeirra á meðal. Rudy Giuliani, einkalögmaður Trump.AP/Elise Amendola Lítið til í ásökunum Trump Forsetinn og bandamenn hans hafa sakað Joe Biden um spillingu vegna þess að hann þrýsti á úkraínsk stjórnvöld að reka saksóknara á sama tíma og Hunter, sonur hans, sat í stjórn olíufyrirtækisins Burisma Holdings. Það eigi Biden að hafa gert til að stöðva rannsókn sem beindist að Burisma, samkvæmt kenningu Trump-liða og vill forsetinn að Úkraínumenn rannsaki það. Ekkert hefur þó komið fram sem bendir til þess að Biden-feðgarnir hafi gert nokkuð ólöglega eða að rannsókn hafi yfir höfuð staðið yfir á Burisma á þeim tíma sem þáverandi varaforsetinn reyndi að koma saksóknara frá. Sú viðleitni var hluti af alþjóðlegum þrýstingi þar sem vestræn ríki töldu saksóknarann ljón í vegi þess að uppræta langvarandi spillingu í Úkraínu. Hin rannsóknin tengist samsæriskenningu um tölvupóstþjón landsnefndar Demókrataflokksins sem rússneskir hakkarar brutust inn í fyrir forsetakosningarnar 2016 og láku vandræðalegum póstum í gegnum Wikileaks. Trump hefur lengi verið gramur vegna niðurstöðu bandarísku leyniþjónustunnar að rússnesk stjórnvöld hafi háð upplýsingastríð og framið tölvuinnbrot til að hjálpa honum til sigurs. Þingmaðurinn Devin Nunes, sem hefur verið í forsvari fyrir Repúblikana í leyniþjónustunefndinni, átti í samskiptum við Giuliani þegar lögmaðurinn var að þrýsta á yfirvöld Úkraínu að aðstoða Trump í kosningunum á næsta ári.AP/Alex Brandon Trump og bandamenn hans hafa því haldið þeirri hugmynd á lofti um að það hafi í reynd verið úkraínskir útsendarar sem frömdu innbrotið í tölvupóstþjón demókrata og að þeir hafi bókstaflega falið áþreifanlegan tölvupóstþjón í Úkraínu. Markmiðið hafi verið að koma sök á Rússa. Það er, eins og áður hefur komið fram, þvert á öll sönnunargögn og niðurstöður öryggisstofnanna í bandaríkjunum og sérfræðinga. Þessu hafa Trump-liðar og þar með talnir nokkrir þingmenn, haldið áfram að dreifa. Þrátt fyrir að embættismenn og forsvarsmenn öryggisstofnanna hafi varað þá við því að ásakanirnar gegn Úkraínu séu runnar undan rifjum þeirra sömu Rússa og gerðu árásina á tölvukerfi Landsnefndar Demókrataflokksins. Þingmaðurinn Adam Schiff, sem stýrir rannsókninni, sagði við blaðamenn í kvöld að það vekti áhyggjur að á sama tíma og Trump hafi verið að misnota vald embættis síns til að koma óorði á pólitískan andstæðing sinn [Biden], séu vísbendingar um að þingmaður [Nunes] hafi tekið þátt í því. Nunes var einnig í samskiptum við Lev Parnas, samstarfsmann Giuliani, sem hefur nú verið ákærður fyrir ólögleg kosningaframlög. Lögmaður Parnas skrifaði á Twitter fyrir skömmu að Nunes hefði átt að segja sig frá rannsókninni við upphaf hennar. Devin Nunes, you should have recused yourself at the outset of the #HIC#ImpeachingHearings. #LetLevSpeakhttps://t.co/HeG8kFEDwl — Joseph A. Bondy (@josephabondy) December 3, 2019 Í stuttu máli sagt, eða eins stuttu máli og mögulegt er, þá hófst rannsókn fulltrúadeildarinnar eftir að í ljós kom að uppljóstrari hafði lagt fram formlega kvörtun vegna símtals Trump og Zelensky þann 25. júlí. Kvörtunin var lögð fram þann 12. ágúst af starfsmanni leyniþjónustu Bandaríkjanna til innri endurskoðenda leyniþjónusta Bandaríkjanna. Innri endurskoðandinn, Michael Atkinson sem skipaður var í embætti af Trump, tók málið til skoðunar og ákvað að kvörtunin væri trúverðug og að málið væri „aðkallandi áhyggjuefni“. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanan kom þó í veg fyrir að kvörtunin yrði afhent þinginu, eins og lög segja til um. Í kjölfarið kom einnig í ljós að Trump hafði fryst neyðaraðstoðina til Úkraínu og rannsóknin hófst þann 9. september. Þingmenn fengu ekki aðgang að upprunalegu kvörtuninni fyrr en þann 25. september. Þá var aðstoðin afhent þann 11. september. Tveimur dögum eftir að rannsóknin hófst. Strax í kjölfar þess tilkynntu aðstoðarmenn Zelensky forsvarsmönnum CNN að hann myndi ekki mæta í sjónvarpsviðtal á næstu dögum, eins og til stóð. Forsetinn er sagður hafa ætlað að verða við beiðni Trump í því viðtali og lýsa yfir því að áðurnefndar rannsóknir væru hafnar. Skömmu eftir að rannsóknin hófst sagði Mulvaney á blaðamannafundi að Trump hafi haldið aftur af neyðaraðstoðinni til að þrýsta á yfirvöld Úkraínu. Blaðamenn ættu bara að jafna sig á því. Hann reyndi þó að draga orð sín til baka skömmu eftir það.Sjá einnig: „Forsetanum er drullusama um Úkraínu“ Síðan þá hafa bandamenn forsetans haldið því fram að Trump hafi haldið aftur af neyðaraðstoðinni vegna áhyggja hans af spillingu í Úkraínu. Rannsóknirnum sem hann vildi að Zelensky tilkynnti hafi einnig verið ætlað að koma niður á spillingu.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump mætir ekki fyrir nefndina til að svara fyrir meint embættisbrot Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og lögfræðingar hans hafa gefið það út að þeir ætli ekki mæta fyrir dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings næstkomandi miðvikudag til þess að gefa skýrslu. 2. desember 2019 06:23 Starfsmönnum Hvíta hússins geti verið gert að bera vitni Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að starfsmenn Hvíta hússins geti verið neyddir til að bera vitni fyrir þingnefndum í tengslum við málarekstur þingsins gegn forsetanum. 26. nóvember 2019 07:29 Ummæli Trumps sögð ganga í berhögg við hans eigin orð Donald Trump Bandaríkjaforseti neitaði því í gær að hafa beðið Rudy Giuliani, persónulegan lögmann sinn, um að fara til Úkraínu í þeim tilgangi að ýta á eftir rannsóknum þar í landi fyrir hönd forsetans. 27. nóvember 2019 23:55 Vitnisburður síðustu vikna styður ásakanir gegn Trump Tvær vikur opinberra vitnaleiðslna hafa ekki reynst Hvíta húsinu vel. Umtalsverð sönnunargögn og margir vitnisburðir hafa litið dagsins ljós og skapar það mynd sem erfitt er að draga í efa. 22. nóvember 2019 11:00 Ný gögn sýna fram á samskipti Pompeo og Giuliani Gögn sem utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur afhent samtökunum American Oversight eftir aðgangsbeiðni þeirra sýna fram á ítrekuð samskipti utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump. 23. nóvember 2019 12:22 Trump rangtúlkar orð Zelensky og segist hreinsaður af sök Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, er ekki þeirrar skoðunar að umdeilt símtal hans og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi falið í sér svokallað "kaup kaups“ (e. Quid pro quo). Hann gagnrýndi Bandaríkin þó harðlega fyrir að koma fram við Úkraínu sem peð í pólitískri skák. 2. desember 2019 23:00 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Trump mætir ekki fyrir nefndina til að svara fyrir meint embættisbrot Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og lögfræðingar hans hafa gefið það út að þeir ætli ekki mæta fyrir dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings næstkomandi miðvikudag til þess að gefa skýrslu. 2. desember 2019 06:23
Starfsmönnum Hvíta hússins geti verið gert að bera vitni Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að starfsmenn Hvíta hússins geti verið neyddir til að bera vitni fyrir þingnefndum í tengslum við málarekstur þingsins gegn forsetanum. 26. nóvember 2019 07:29
Ummæli Trumps sögð ganga í berhögg við hans eigin orð Donald Trump Bandaríkjaforseti neitaði því í gær að hafa beðið Rudy Giuliani, persónulegan lögmann sinn, um að fara til Úkraínu í þeim tilgangi að ýta á eftir rannsóknum þar í landi fyrir hönd forsetans. 27. nóvember 2019 23:55
Vitnisburður síðustu vikna styður ásakanir gegn Trump Tvær vikur opinberra vitnaleiðslna hafa ekki reynst Hvíta húsinu vel. Umtalsverð sönnunargögn og margir vitnisburðir hafa litið dagsins ljós og skapar það mynd sem erfitt er að draga í efa. 22. nóvember 2019 11:00
Ný gögn sýna fram á samskipti Pompeo og Giuliani Gögn sem utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur afhent samtökunum American Oversight eftir aðgangsbeiðni þeirra sýna fram á ítrekuð samskipti utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump. 23. nóvember 2019 12:22
Trump rangtúlkar orð Zelensky og segist hreinsaður af sök Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, er ekki þeirrar skoðunar að umdeilt símtal hans og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi falið í sér svokallað "kaup kaups“ (e. Quid pro quo). Hann gagnrýndi Bandaríkin þó harðlega fyrir að koma fram við Úkraínu sem peð í pólitískri skák. 2. desember 2019 23:00