Elsta risamót golfsins fer ekki fram í ár: Opna breska flautað af Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. apríl 2020 14:27 Shane Lowry vann opna breska meistaramótið í fyrra og verður nú ríkjandi meistari í tvö ár. EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA Opna breska meistaramótið í golfi fer ekki fram á árinu 2020 því það hefur verið flautað af vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Opna breska er elsta risamótið og átti að fara fram í júlí næstkomandi á Royal St George golfklúbbnum í Kent. Hann mun nú hýsa mótið árið 2021. „Við könnuðum möguleikana á því að halda „The Open“ seinna á þessu ári en að er ekki mögulegt,“ sagði Martin Slumbers, framkvæmdastjóri R&A. This year's Open Championship cancelled due to coronavrius outbreak https://t.co/BtAiZpJ814— Telegraph Sport (@TelegraphSport) April 6, 2020 Opna breska meistaramótið er nú eina risamótið á árinu sem hefur verið flautað af en tveimur af hinum þremur risamótunum hefur bara verið frestað um óákveðinn tíma. Þetta er í fyrsta sinn sem opna breska meistaramótið fer ekki fram síðan í seinni heimsstyrjöldinni á árunum 1940 til 1945. The Open 2020 cancelled as a result of coronavirus pandemic https://t.co/EGQ9ts6cZc— Guardian sport (@guardian_sport) April 6, 2020 Mastersmótið átti að fara fram í apríl og PGA meistaramótið átti að fara fram í maí. Þeim var báðum frestað. Fjórða risamótið, opna bandaríska mótið er enn sett á upphaflegan tíma sem er frá 18. til 21. júní. 149. opna breska meistaramótið fer því fram 2021 en ekki 2020 sem um leið þýðir að 150. meistaramótið fer nú fram á St. Andrews vellinum sumarið 2022. Opna breska meistaramótið fór fyrst fram árið 1860 og er því elsta risamótið í golfi. Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Enski boltinn Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Enski boltinn Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Formúla 1 Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Opna breska meistaramótið í golfi fer ekki fram á árinu 2020 því það hefur verið flautað af vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Opna breska er elsta risamótið og átti að fara fram í júlí næstkomandi á Royal St George golfklúbbnum í Kent. Hann mun nú hýsa mótið árið 2021. „Við könnuðum möguleikana á því að halda „The Open“ seinna á þessu ári en að er ekki mögulegt,“ sagði Martin Slumbers, framkvæmdastjóri R&A. This year's Open Championship cancelled due to coronavrius outbreak https://t.co/BtAiZpJ814— Telegraph Sport (@TelegraphSport) April 6, 2020 Opna breska meistaramótið er nú eina risamótið á árinu sem hefur verið flautað af en tveimur af hinum þremur risamótunum hefur bara verið frestað um óákveðinn tíma. Þetta er í fyrsta sinn sem opna breska meistaramótið fer ekki fram síðan í seinni heimsstyrjöldinni á árunum 1940 til 1945. The Open 2020 cancelled as a result of coronavirus pandemic https://t.co/EGQ9ts6cZc— Guardian sport (@guardian_sport) April 6, 2020 Mastersmótið átti að fara fram í apríl og PGA meistaramótið átti að fara fram í maí. Þeim var báðum frestað. Fjórða risamótið, opna bandaríska mótið er enn sett á upphaflegan tíma sem er frá 18. til 21. júní. 149. opna breska meistaramótið fer því fram 2021 en ekki 2020 sem um leið þýðir að 150. meistaramótið fer nú fram á St. Andrews vellinum sumarið 2022. Opna breska meistaramótið fór fyrst fram árið 1860 og er því elsta risamótið í golfi.
Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Enski boltinn Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Enski boltinn Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Formúla 1 Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira