80 prósent greiddu atkvæði utan kjörfundar Samúel Karl Ólason skrifar 14. apríl 2020 12:35 Kjörstöðum í Milwaukee var fækkað úr 180 í fimm. AP/Morry Gash Útlit er fyrir að met hafi verið sett varðandi fjölda utankjörfundaratkvæða í umdeildum kosningum í Wisconsin í Bandaríkjunum í síðustu viku. Vegna framlengingar á því tímabili sem utankjörfundaratkvæði gátu borist varð niðurstaðan ekki ljós fyrr en í gærkvöldi. Bráðabirgðaniðurstöður segja 1.37 milljónir íbúa hafa greitt atkvæði, sem samsvarar um 31 prósents kjörsókn. Svo virðist þó sem að utankjörfundaratkvæði hafi samsvarað um 80 prósentum af öllum greiddum atkvæðum. Sem er verulega hátt hlutfall og er að mestu rekið til faraldurs nýju kórónuveirunnar. Í forvalinu 2016 var hlutfall utankjörfundaratkvæða um tíu prósent og 27 prósent í kosningunum sjálfum seinna það ár. Þessi aukning mun líklega hafa mikil áhrif á kosningarnar í nóvember. Forval Demókrataflokksins var ekki mjög spennandi þar sem Joe Biden hafði svo gott sem tryggt sér tilnefningu flokksins og til marks um það hætti Bernie Sanders þátttöku sinni degi eftir kosningarnar. Allra augu beindust að Hæstarétti Kosningar til Hæstaréttar Wisconsin, sem fóru einnig fram, vöktu þó mikla athygli. Donald Trump, forseti, hafði sjálfur mikinn áhuga á kosningunum og hafði lýst yfir stuðningi við dómara á vegum Repúblikanaflokksins. Tæknilega séð eiga kosningar til Hæstaréttar Wisconsin ekki að vera pólitískar en undanfarin ár hefur mikil harka færst í leikana þegar kemur að kosningum í ríkinu og vörðu bæði Demókratar og Repúblikanar milljónum dala til stuðnings þeirra frambjóðenda. Repúblikanar í Wisconsin voru andvígir því að fresta kosningunum, þó kosningum hafi verið frestað vegna faraldursins víðsvegar um Bandaríkin. Ástæða þess var að þeir töldu að lægri kjörsókn og þá sérstaklega í þéttbýlum svæðum, myndi hagnast þeim. TIl marks um það fækkuðu yfirvöld Milwaukee, stærstu borgar Wisconsin, kjörstöðum úr 180 í fimm. Langar raðir mynduðust á kjörstöðum í borginni og komust færri að en vildu. Sjá einnig: Repúblikanar í Wisconsin telja sig hagnast á faraldrinum Það vakti gífurlega athygli í síðustu viku þegar Robin Vos, leiðtogi Repúblikana í Wisconsin, lýsti því yfir að fólk gæti alveg farið út að kjósa. Það væri öruggt. Þetta sagði hann fullklæddur hlífðarbúnaði. Republican Speaker Robin Vos says you are incredibly safe to go out on election day.He said that while dressed head-to-toe in a gown, mask and gloves. pic.twitter.com/vjVccO9x1s— UpNorthNews (@UpNorthNewsWI) April 7, 2020 Niðurstaðan var sú að Jill Karofsky, frambjóðandi á vegum Demókrataflokksins, bar sigur úr býtum og hlaut 54 prósent atkvæða. Karofsky segir niðurstöðuna til marks um að fólk vilji láta í sér heyra. Kjósendur hafi með þessu hafnað tilraunum Repúblikana til að draga úr kjörsókn. Samkvæmt frétt FiveThirtyEight er kosningunum þó alls ekki lokið. Líklegt þykir að þeim muni fylgja dómsmál til langs tíma vegna ýmissa vandræða sem tengjast utankjörfundaratkvæðum. Fjölmargar fregnir hafa borist af því að atkvæði hafi ekki skilað sér og að kjósendur hafi ekki fengið kjörseðla. Gífurleg aukning í utankjörfundaratkvæðum verður líklega vatn á myllu þeirra sem ætla að berjast fyrir því að fólki verði gert auðveldara að greiða atkvæði þannig í kosningunum í nóvember. Það vilja Demókratar en Repúblikanar segjast óttast kosningasvik verði það gert. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Útlit er fyrir að met hafi verið sett varðandi fjölda utankjörfundaratkvæða í umdeildum kosningum í Wisconsin í Bandaríkjunum í síðustu viku. Vegna framlengingar á því tímabili sem utankjörfundaratkvæði gátu borist varð niðurstaðan ekki ljós fyrr en í gærkvöldi. Bráðabirgðaniðurstöður segja 1.37 milljónir íbúa hafa greitt atkvæði, sem samsvarar um 31 prósents kjörsókn. Svo virðist þó sem að utankjörfundaratkvæði hafi samsvarað um 80 prósentum af öllum greiddum atkvæðum. Sem er verulega hátt hlutfall og er að mestu rekið til faraldurs nýju kórónuveirunnar. Í forvalinu 2016 var hlutfall utankjörfundaratkvæða um tíu prósent og 27 prósent í kosningunum sjálfum seinna það ár. Þessi aukning mun líklega hafa mikil áhrif á kosningarnar í nóvember. Forval Demókrataflokksins var ekki mjög spennandi þar sem Joe Biden hafði svo gott sem tryggt sér tilnefningu flokksins og til marks um það hætti Bernie Sanders þátttöku sinni degi eftir kosningarnar. Allra augu beindust að Hæstarétti Kosningar til Hæstaréttar Wisconsin, sem fóru einnig fram, vöktu þó mikla athygli. Donald Trump, forseti, hafði sjálfur mikinn áhuga á kosningunum og hafði lýst yfir stuðningi við dómara á vegum Repúblikanaflokksins. Tæknilega séð eiga kosningar til Hæstaréttar Wisconsin ekki að vera pólitískar en undanfarin ár hefur mikil harka færst í leikana þegar kemur að kosningum í ríkinu og vörðu bæði Demókratar og Repúblikanar milljónum dala til stuðnings þeirra frambjóðenda. Repúblikanar í Wisconsin voru andvígir því að fresta kosningunum, þó kosningum hafi verið frestað vegna faraldursins víðsvegar um Bandaríkin. Ástæða þess var að þeir töldu að lægri kjörsókn og þá sérstaklega í þéttbýlum svæðum, myndi hagnast þeim. TIl marks um það fækkuðu yfirvöld Milwaukee, stærstu borgar Wisconsin, kjörstöðum úr 180 í fimm. Langar raðir mynduðust á kjörstöðum í borginni og komust færri að en vildu. Sjá einnig: Repúblikanar í Wisconsin telja sig hagnast á faraldrinum Það vakti gífurlega athygli í síðustu viku þegar Robin Vos, leiðtogi Repúblikana í Wisconsin, lýsti því yfir að fólk gæti alveg farið út að kjósa. Það væri öruggt. Þetta sagði hann fullklæddur hlífðarbúnaði. Republican Speaker Robin Vos says you are incredibly safe to go out on election day.He said that while dressed head-to-toe in a gown, mask and gloves. pic.twitter.com/vjVccO9x1s— UpNorthNews (@UpNorthNewsWI) April 7, 2020 Niðurstaðan var sú að Jill Karofsky, frambjóðandi á vegum Demókrataflokksins, bar sigur úr býtum og hlaut 54 prósent atkvæða. Karofsky segir niðurstöðuna til marks um að fólk vilji láta í sér heyra. Kjósendur hafi með þessu hafnað tilraunum Repúblikana til að draga úr kjörsókn. Samkvæmt frétt FiveThirtyEight er kosningunum þó alls ekki lokið. Líklegt þykir að þeim muni fylgja dómsmál til langs tíma vegna ýmissa vandræða sem tengjast utankjörfundaratkvæðum. Fjölmargar fregnir hafa borist af því að atkvæði hafi ekki skilað sér og að kjósendur hafi ekki fengið kjörseðla. Gífurleg aukning í utankjörfundaratkvæðum verður líklega vatn á myllu þeirra sem ætla að berjast fyrir því að fólki verði gert auðveldara að greiða atkvæði þannig í kosningunum í nóvember. Það vilja Demókratar en Repúblikanar segjast óttast kosningasvik verði það gert.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira