Mótmæla hugmyndum um bann við kynfræðslu og hertari reglum um þungunarrof Atli Ísleifsson skrifar 15. apríl 2020 06:49 Strangar reglur um samkomubann þýða í raun að mótmælaaðgerðir á götum úti eru í raun óheimilar. Í Varsjá hafa andstæðingar stjórnarinnar notast við hjól og bíla til að koma óánægju sinni á framfæri. AP Stjórnarandstæðingar í Póllandi hafa sakað stjórnarflokkinn Lög og réttlæti (PiS) um að misnota sér ástandið í landinu og heiminum og koma nú umdeildum málum í gegn. Stefnir flokkurinn að því að koma frumvörpum í gegn sem myndu fela í sér að kynfræðsla fyrir börn yrði bönnuð og sömuleiðis að reglur um skilyrði fyrir þungunarrofi hertar enn frekar. Mannréttindavaktin (Human Rights Watch) og ýmsir aðgerðasinnar hafa gagnrýnt pólsk stjórnvöld harðlega og sakað þau um að misnota ástandið. Strangar reglur um samkomubann þýða að mótmælaaðgerðir á götum úti eru í raun óheimilar. Í Póllandi má fólk nú að hámarki tveir koma saman á hverjum tíma. Einhverjir stjórnarandstæðingar hafa því notast við hjól og bíla til að koma óánægju sinni á framfæri. Hertar reglur um þungunarrof Ein lagabreytingin sem PiS reynir nú að ná í gegn felur í sér bann við þungunarrofi, í þeim tilfellum þar sem sannað er að fóstrið sé alvarlega skaðað. Í frétt NRK kemur fram að í Póllandi sé nú einungis heimilt að gangast undir þungunarrof eftir nauðgun, sé líf konunnar í hættu eða ef sannað þykir að fóstrið sé alvarlega skaddað. Stjórnin stefnir nú að því að fjarlægja þetta þriðja skilyrði úr lögunum. Eru það fyrst og fremst kaþólska kirkjan og trúarlegir þrýstihópar sem hafa þrýst á lagabreytinguna. Pólska stjórnin reyndi einnig að koma breytingunni í gegn árið 2016, en þurfti að bakka með tillögurnar eftir umfangsmiklar mótmælaaðgerðir tugþúsunda kvenna víðs vegar um landið. Sagt á pari við barnaníð Stjórnin hefur einnig lagt fram tillögu sem felur í sér að það verði refsivert og varðað fimm ára fangelsi að skipuleggja kynfræðslu fyrir börn í skólum. Er slíkt sagt jafnast á við barnaníð, en Jaroslaw Kaczynski, leiðtogi PiS, hefur sagt kynfræðslu árás á hefðbundið fjölskyldumynstur. Pólska þingið tekur málin til umræðu í dag og er talið að fyrsta atkvæðagreiðsla kunni einnig að fara fram. Pólland Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Sjá meira
Stjórnarandstæðingar í Póllandi hafa sakað stjórnarflokkinn Lög og réttlæti (PiS) um að misnota sér ástandið í landinu og heiminum og koma nú umdeildum málum í gegn. Stefnir flokkurinn að því að koma frumvörpum í gegn sem myndu fela í sér að kynfræðsla fyrir börn yrði bönnuð og sömuleiðis að reglur um skilyrði fyrir þungunarrofi hertar enn frekar. Mannréttindavaktin (Human Rights Watch) og ýmsir aðgerðasinnar hafa gagnrýnt pólsk stjórnvöld harðlega og sakað þau um að misnota ástandið. Strangar reglur um samkomubann þýða að mótmælaaðgerðir á götum úti eru í raun óheimilar. Í Póllandi má fólk nú að hámarki tveir koma saman á hverjum tíma. Einhverjir stjórnarandstæðingar hafa því notast við hjól og bíla til að koma óánægju sinni á framfæri. Hertar reglur um þungunarrof Ein lagabreytingin sem PiS reynir nú að ná í gegn felur í sér bann við þungunarrofi, í þeim tilfellum þar sem sannað er að fóstrið sé alvarlega skaðað. Í frétt NRK kemur fram að í Póllandi sé nú einungis heimilt að gangast undir þungunarrof eftir nauðgun, sé líf konunnar í hættu eða ef sannað þykir að fóstrið sé alvarlega skaddað. Stjórnin stefnir nú að því að fjarlægja þetta þriðja skilyrði úr lögunum. Eru það fyrst og fremst kaþólska kirkjan og trúarlegir þrýstihópar sem hafa þrýst á lagabreytinguna. Pólska stjórnin reyndi einnig að koma breytingunni í gegn árið 2016, en þurfti að bakka með tillögurnar eftir umfangsmiklar mótmælaaðgerðir tugþúsunda kvenna víðs vegar um landið. Sagt á pari við barnaníð Stjórnin hefur einnig lagt fram tillögu sem felur í sér að það verði refsivert og varðað fimm ára fangelsi að skipuleggja kynfræðslu fyrir börn í skólum. Er slíkt sagt jafnast á við barnaníð, en Jaroslaw Kaczynski, leiðtogi PiS, hefur sagt kynfræðslu árás á hefðbundið fjölskyldumynstur. Pólska þingið tekur málin til umræðu í dag og er talið að fyrsta atkvæðagreiðsla kunni einnig að fara fram.
Pólland Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Sjá meira