Einn í alvarlegu ástandi eftir bruna á Akureyri Samúel Karl Ólason og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 19. maí 2020 20:35 Ólafur býst við því að húsið verði að mestu rifið niður á meðan á slökkvistarfi stendur. Vísir/Tryggvi Allt tiltækt slökkvilið Akureyrar var kallað út á áttunda tímanum í kvöld þegar eldur kom upp í þriggja hæða íbúðarhúsi. Einum var bjargað út úr húsinu og fluttur á sjúkrahús en sá er í alvarlegu ástandi, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu, og mun húsið vera tómt. Ekki tókst þó að klára leit þar. Fólk er beðið um að halda sig frá vettvangi. Ólafur Stefánsson, slökkviliðsstjóri.Vísir/Tryggvi Húsið er bárujárnsklætt og er erfitt fyrir slökkviliðsmenn að komast að eldinum. Verið er að rífa þakið af húsinu til að auðvelda slökkvistarfið en varðstjóri segir húsið alelda. Ólafur Stefánsson, slökkviliðsstjóri, segir að útkallið hafi borist á áttunda tímanum. Samkvæmt tilkynningu barst mikill reykur út um glugga og voru reykkafarar sendir inn. Þeir gátu ekki leitað í öllu húsinu vegna hita og reyks og þurftu að hörfa. Einum var bjargað og var hann fluttur á bráðamóttöku í alvarlegu ástandi. Ólafur býst við því að húsið verði að mestu rifið niður á meðan á slökkvistarfi stendur. Mjög erfitt sé að eiga við eldinn og mikið sé af eldfimum efnum í veggjum hússins. Það logi vel í allsstaðar og bárujárnið haldi eldinum inn í veggjunum. Húsið er bárujárnsklætt og erfitt er að komast að eldinum.Vísir/Tryggvi Lögreglan á Akureyri segir að reykkafarar hafi fundið rænulausan mann á miðhæð hússins. Aðrir hafi ekki verið þar inni. Þá segir í færslu á Facebooksíðu lögreglunnar að húsið sé tveggja hæða timburhús á steyptum kjallara. Það standi meðal annarra timburhússa í gamalgrónu hverfi við Hafnarstræti á Akureyri. Tvö önnur hús voru rýmd og hafa íbúar verið hvattir til að loka gluggum sínum. Akureyri Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent Fleiri fréttir Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Sjá meira
Allt tiltækt slökkvilið Akureyrar var kallað út á áttunda tímanum í kvöld þegar eldur kom upp í þriggja hæða íbúðarhúsi. Einum var bjargað út úr húsinu og fluttur á sjúkrahús en sá er í alvarlegu ástandi, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu, og mun húsið vera tómt. Ekki tókst þó að klára leit þar. Fólk er beðið um að halda sig frá vettvangi. Ólafur Stefánsson, slökkviliðsstjóri.Vísir/Tryggvi Húsið er bárujárnsklætt og er erfitt fyrir slökkviliðsmenn að komast að eldinum. Verið er að rífa þakið af húsinu til að auðvelda slökkvistarfið en varðstjóri segir húsið alelda. Ólafur Stefánsson, slökkviliðsstjóri, segir að útkallið hafi borist á áttunda tímanum. Samkvæmt tilkynningu barst mikill reykur út um glugga og voru reykkafarar sendir inn. Þeir gátu ekki leitað í öllu húsinu vegna hita og reyks og þurftu að hörfa. Einum var bjargað og var hann fluttur á bráðamóttöku í alvarlegu ástandi. Ólafur býst við því að húsið verði að mestu rifið niður á meðan á slökkvistarfi stendur. Mjög erfitt sé að eiga við eldinn og mikið sé af eldfimum efnum í veggjum hússins. Það logi vel í allsstaðar og bárujárnið haldi eldinum inn í veggjunum. Húsið er bárujárnsklætt og erfitt er að komast að eldinum.Vísir/Tryggvi Lögreglan á Akureyri segir að reykkafarar hafi fundið rænulausan mann á miðhæð hússins. Aðrir hafi ekki verið þar inni. Þá segir í færslu á Facebooksíðu lögreglunnar að húsið sé tveggja hæða timburhús á steyptum kjallara. Það standi meðal annarra timburhússa í gamalgrónu hverfi við Hafnarstræti á Akureyri. Tvö önnur hús voru rýmd og hafa íbúar verið hvattir til að loka gluggum sínum.
Akureyri Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent Fleiri fréttir Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Sjá meira