Óeirðir og uppsagnir eftir að svartur maður lést í höndum lögreglu Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. maí 2020 08:05 Skjáskot úr myndbandi sem náðist af handtöku Floyds má sjá til vinstri. Til hægri sjást mótmælendur í Minneapolis. Samsett/getty Fjórum lögreglumönnum var sagt upp störfum í Minnesota í Bandaríkjunum eftir að svartur karlmaður lést í höndum lögreglu á mánudagskvöld. Myndband náðist af atvikinu sem leitt hefur til fjölmennra mótmæla og óeirða í ríkinu. Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur andlát mannsins nú til rannsóknar. Maðurinn hét George Floyd, var 46 ára og vann sem öryggisvörður á veitingastað. Hann var handtekinn í Minneapolis, höfuðborg Minnesota, á mánudagskvöld. Í myndbandi sem tekið var upp af vettvangi handtökunnar sést hvítur lögreglumaður krjúpa ofan á Floyd og þrýsta hné sínu á háls honum. Floyd heyrist hrópa: „Ég næ ekki andanum,“ og „ekki drepa mig!“ þar sem hann liggur á jörðinni í tökum lögreglumannsins. Vegfarendur sem fylgdust með báðu lögreglumanninn um að létta á takinu og bentu á að Floyd lægi hreyfingarlaus. Myndbandið má nálgast hér en rétt er að vara lesendur við efni þess. Mál Floyds þykir minna um margt á mál Erics Garner, svarts karlmanns sem lést í höndum lögreglu á götum New York-borgar árið 2014. Dauði Garner varð einnig kveikja að mótmælum og óeirðum í New York. Síðustu orð Garner voru „Ég næ ekki andanum“. Medaria Arradondo, lögreglustjóri í Minneapolis, tilkynnti í gær að fjórir lögreglumenn væru nú „fyrrverandi starfsmenn“ lögregluembættisins. Jacob Frey, borgarstjóri Minneapolis, staðfesti síðdegis í gær að lögregluþjónunum hefði verið sagt upp störfum. Það hefði verið „rétt ákvörðun“. Hundruð mótmælenda söfnuðust saman á götum borgarinnar vegna andláts Floyd í gærkvöldi. Sumir mótmælenda báru skilti með orðunum „Ég næ ekki andanum“ og „ákærum lögregluna“. Fjölmiðlar vestanhafs greina frá því að um hafi verið að ræða fjölmennustu mótmæli gegn lögregluofbeldi í garð svartra á síðustu árum. Margir mótmælendur létu reiði sína í ljós við lögreglumenn sem stóðu vaktina á staðnum; hentu í þá vatnsflöskum og hrópuðu að þeim ókvæðisorð. Lögregla sprautaði að endingu táragasi yfir hópinn er hann nálgaðist lögreglustöðina. Bandaríska alríkislögreglan, FBI, ásamt borgaryfirvöldum í Minneapolis, tilkynnti í gær að rannsókn væri hafin á andláti Floyds. Bandaríkin Dauði George Floyd Black Lives Matter Tengdar fréttir „Ég segi þeim að svartur maður sé að ógna lífi mínu“ Myndband af hvítri konu hóta því að siga lögreglunni á svartan mann sem bað hana um að setja ól á hund sinn í New York hefur valdið miklu fjaðrafoki undanfarinn sólarhring. 26. maí 2020 12:22 Maðurinn á bak við myndavélina ákærður William Bryan Jr., maðurinn sem tók upp atburðarásina þegar hinn 25 ára gamli Ahmaud Arbery var myrtur í Georgíuríki í febrúar síðastliðnum, hefur verið ákærður fyrir aðild að morðinu. 21. maí 2020 22:22 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Fjórum lögreglumönnum var sagt upp störfum í Minnesota í Bandaríkjunum eftir að svartur karlmaður lést í höndum lögreglu á mánudagskvöld. Myndband náðist af atvikinu sem leitt hefur til fjölmennra mótmæla og óeirða í ríkinu. Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur andlát mannsins nú til rannsóknar. Maðurinn hét George Floyd, var 46 ára og vann sem öryggisvörður á veitingastað. Hann var handtekinn í Minneapolis, höfuðborg Minnesota, á mánudagskvöld. Í myndbandi sem tekið var upp af vettvangi handtökunnar sést hvítur lögreglumaður krjúpa ofan á Floyd og þrýsta hné sínu á háls honum. Floyd heyrist hrópa: „Ég næ ekki andanum,“ og „ekki drepa mig!“ þar sem hann liggur á jörðinni í tökum lögreglumannsins. Vegfarendur sem fylgdust með báðu lögreglumanninn um að létta á takinu og bentu á að Floyd lægi hreyfingarlaus. Myndbandið má nálgast hér en rétt er að vara lesendur við efni þess. Mál Floyds þykir minna um margt á mál Erics Garner, svarts karlmanns sem lést í höndum lögreglu á götum New York-borgar árið 2014. Dauði Garner varð einnig kveikja að mótmælum og óeirðum í New York. Síðustu orð Garner voru „Ég næ ekki andanum“. Medaria Arradondo, lögreglustjóri í Minneapolis, tilkynnti í gær að fjórir lögreglumenn væru nú „fyrrverandi starfsmenn“ lögregluembættisins. Jacob Frey, borgarstjóri Minneapolis, staðfesti síðdegis í gær að lögregluþjónunum hefði verið sagt upp störfum. Það hefði verið „rétt ákvörðun“. Hundruð mótmælenda söfnuðust saman á götum borgarinnar vegna andláts Floyd í gærkvöldi. Sumir mótmælenda báru skilti með orðunum „Ég næ ekki andanum“ og „ákærum lögregluna“. Fjölmiðlar vestanhafs greina frá því að um hafi verið að ræða fjölmennustu mótmæli gegn lögregluofbeldi í garð svartra á síðustu árum. Margir mótmælendur létu reiði sína í ljós við lögreglumenn sem stóðu vaktina á staðnum; hentu í þá vatnsflöskum og hrópuðu að þeim ókvæðisorð. Lögregla sprautaði að endingu táragasi yfir hópinn er hann nálgaðist lögreglustöðina. Bandaríska alríkislögreglan, FBI, ásamt borgaryfirvöldum í Minneapolis, tilkynnti í gær að rannsókn væri hafin á andláti Floyds.
Bandaríkin Dauði George Floyd Black Lives Matter Tengdar fréttir „Ég segi þeim að svartur maður sé að ógna lífi mínu“ Myndband af hvítri konu hóta því að siga lögreglunni á svartan mann sem bað hana um að setja ól á hund sinn í New York hefur valdið miklu fjaðrafoki undanfarinn sólarhring. 26. maí 2020 12:22 Maðurinn á bak við myndavélina ákærður William Bryan Jr., maðurinn sem tók upp atburðarásina þegar hinn 25 ára gamli Ahmaud Arbery var myrtur í Georgíuríki í febrúar síðastliðnum, hefur verið ákærður fyrir aðild að morðinu. 21. maí 2020 22:22 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
„Ég segi þeim að svartur maður sé að ógna lífi mínu“ Myndband af hvítri konu hóta því að siga lögreglunni á svartan mann sem bað hana um að setja ól á hund sinn í New York hefur valdið miklu fjaðrafoki undanfarinn sólarhring. 26. maí 2020 12:22
Maðurinn á bak við myndavélina ákærður William Bryan Jr., maðurinn sem tók upp atburðarásina þegar hinn 25 ára gamli Ahmaud Arbery var myrtur í Georgíuríki í febrúar síðastliðnum, hefur verið ákærður fyrir aðild að morðinu. 21. maí 2020 22:22