Lögregluþjónar reknir fyrir misbeitingu valds við handtöku tveggja háskólanema Samúel Karl Ólason skrifar 1. júní 2020 14:23 Tveir lögregluþjónar hafa verið reknir og þrír færðir úr starfi vegna handtöku í Atlanta á laugardagskvöld. Tveir lögregluþjónar í Atlanta í Bandaríkjunum voru reknir í gær eftir að myndband af handtöku þeirra og annarra lögregluþjóna birtist á netinu. Hópur lögregluþjóna handtók tvo háskólanemendur á laugardaginn og voru birt myndbönd af þeim brjóta rúður í bíl þeirra, stinga á dekk bílsins og beita rafbyssum gegn nemendunum, sem báðir eru svartir. Vinirnir voru í bíl á leið úr miðbæ Atlanta eftir að útgöngubann tók gildi klukkan níu á laugardagskvöldið. Myndbönd sýna að Messiah Young, sem ók bílnum, tók mynd eða myndband af lögregluþjónum þar sem þeir voru að handtaka einhvern. Á þeim tímapunkti var mikil umferð á götunni. Þá kölluðu lögregluþjónarnir á hann og spurðu hvort hann vildi enda í fangelsi. Hann skiptis á orðum við nokkra lögregluþjóna og keyrði rólega áfram með umferðinni. Einn lögregluþjónn gekk með honum og hélt áfram að tala við hann. Sá reyndi svo að draga Young út úr bílnum en hann reyndi að keyra í burtu. Hópur lögregluþjóna hljóp hann þó uppi, þar sem hann gat ekki keyrt á brott sökum umferðar. Lögregluþjónn opnaði hurðina farþega megin og skaut Taniyu Pilgrim með rafbyssu. Því næst stungu þeir á dekk bílsins og brutu rúðuna bílstjóramegin. Lögregluþjónarnir brutu að endingu rúðuna bílstjóramegin og skjóta Young einnig með rafbyssu. Sagði ljóst að þeir þyrftu að fjúka Keisha Lance Bottoms, borgarstjóri Atlanta, segir ljóst að lögregluþjónarnir hafi farið fram úr sér og beitt of miklu valdi. Hún hefur þar að auki látið fella niður ákærur gegn Young. „Þegar ég horfði á myndbandið varð strax ljóst að varðandi ungu konuna var valdbeitingin úr hófi. Mér varð einnig ljóst að lögregluþjónninn sem skaut unga manninn þurfti einnig að fjúka,“ hefur CNN eftir Bottoms. Umfangsmikil mótmæli og óeirðir hafa staðið yfir í borgum Bandaríkjanna undanfarna daga. Óeirðirnar hófust eftir að myndbönd af grimmilegum dauða George Floyd frá því á mánudaginn í síðustu viku, birtust á netinu. Hann var 49 ára gamall maður sem dó í haldi lögreglu í Minneapolis. Þrír aðrir hafa verið færðir til í starfi. Myndband úr vestismyndavél annars lögregluþjónsins má sjá hér að neðan. Samskipti þeirra og Young hefjast eftir um tvær og hálfar mínútur. Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Ráðgjafar Trump ósammála um ávarp til þjóðarinnar Ráðgjafar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eru ósammála um það hvort hann eigi að ávarpa þjóðina vegna þeirra mótmæla og óeirða sem hafa nú staðið yfir í sex daga. 1. júní 2020 07:59 Þjóðaröryggisráðgjafi segir kynþáttahatur ekki kerfislægt vandamál innan lögreglunnar Þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins hafnaði því í sjónvarpsviðtali við Jake Tapper hjá CNN í kvöld að kynþáttahatur væri kerfislægt innan bandarísku löggæslunnar. Ráðgjafinn Robert O‘Brien sagði að um væri að ræða nokkur skemmd epli sem eyðilögðu orðspor lögreglunnar. 31. maí 2020 23:29 Lögregla ræðst gegn fjölmiðlafólki sem Trump segir kynda undir hatri og stjórnleysi Í mótmælaöldunni sem fer nú um Bandaríkin vegna dauða George Floyd í Minneapolis 25. maí hefur borið á því að fjölmiðlafólk hafi verið sérstakt skotmark óeirðalögreglu í borgum víðsvegar um Bandaríkin. 31. maí 2020 20:12 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Tveir lögregluþjónar í Atlanta í Bandaríkjunum voru reknir í gær eftir að myndband af handtöku þeirra og annarra lögregluþjóna birtist á netinu. Hópur lögregluþjóna handtók tvo háskólanemendur á laugardaginn og voru birt myndbönd af þeim brjóta rúður í bíl þeirra, stinga á dekk bílsins og beita rafbyssum gegn nemendunum, sem báðir eru svartir. Vinirnir voru í bíl á leið úr miðbæ Atlanta eftir að útgöngubann tók gildi klukkan níu á laugardagskvöldið. Myndbönd sýna að Messiah Young, sem ók bílnum, tók mynd eða myndband af lögregluþjónum þar sem þeir voru að handtaka einhvern. Á þeim tímapunkti var mikil umferð á götunni. Þá kölluðu lögregluþjónarnir á hann og spurðu hvort hann vildi enda í fangelsi. Hann skiptis á orðum við nokkra lögregluþjóna og keyrði rólega áfram með umferðinni. Einn lögregluþjónn gekk með honum og hélt áfram að tala við hann. Sá reyndi svo að draga Young út úr bílnum en hann reyndi að keyra í burtu. Hópur lögregluþjóna hljóp hann þó uppi, þar sem hann gat ekki keyrt á brott sökum umferðar. Lögregluþjónn opnaði hurðina farþega megin og skaut Taniyu Pilgrim með rafbyssu. Því næst stungu þeir á dekk bílsins og brutu rúðuna bílstjóramegin. Lögregluþjónarnir brutu að endingu rúðuna bílstjóramegin og skjóta Young einnig með rafbyssu. Sagði ljóst að þeir þyrftu að fjúka Keisha Lance Bottoms, borgarstjóri Atlanta, segir ljóst að lögregluþjónarnir hafi farið fram úr sér og beitt of miklu valdi. Hún hefur þar að auki látið fella niður ákærur gegn Young. „Þegar ég horfði á myndbandið varð strax ljóst að varðandi ungu konuna var valdbeitingin úr hófi. Mér varð einnig ljóst að lögregluþjónninn sem skaut unga manninn þurfti einnig að fjúka,“ hefur CNN eftir Bottoms. Umfangsmikil mótmæli og óeirðir hafa staðið yfir í borgum Bandaríkjanna undanfarna daga. Óeirðirnar hófust eftir að myndbönd af grimmilegum dauða George Floyd frá því á mánudaginn í síðustu viku, birtust á netinu. Hann var 49 ára gamall maður sem dó í haldi lögreglu í Minneapolis. Þrír aðrir hafa verið færðir til í starfi. Myndband úr vestismyndavél annars lögregluþjónsins má sjá hér að neðan. Samskipti þeirra og Young hefjast eftir um tvær og hálfar mínútur.
Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Ráðgjafar Trump ósammála um ávarp til þjóðarinnar Ráðgjafar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eru ósammála um það hvort hann eigi að ávarpa þjóðina vegna þeirra mótmæla og óeirða sem hafa nú staðið yfir í sex daga. 1. júní 2020 07:59 Þjóðaröryggisráðgjafi segir kynþáttahatur ekki kerfislægt vandamál innan lögreglunnar Þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins hafnaði því í sjónvarpsviðtali við Jake Tapper hjá CNN í kvöld að kynþáttahatur væri kerfislægt innan bandarísku löggæslunnar. Ráðgjafinn Robert O‘Brien sagði að um væri að ræða nokkur skemmd epli sem eyðilögðu orðspor lögreglunnar. 31. maí 2020 23:29 Lögregla ræðst gegn fjölmiðlafólki sem Trump segir kynda undir hatri og stjórnleysi Í mótmælaöldunni sem fer nú um Bandaríkin vegna dauða George Floyd í Minneapolis 25. maí hefur borið á því að fjölmiðlafólk hafi verið sérstakt skotmark óeirðalögreglu í borgum víðsvegar um Bandaríkin. 31. maí 2020 20:12 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Ráðgjafar Trump ósammála um ávarp til þjóðarinnar Ráðgjafar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eru ósammála um það hvort hann eigi að ávarpa þjóðina vegna þeirra mótmæla og óeirða sem hafa nú staðið yfir í sex daga. 1. júní 2020 07:59
Þjóðaröryggisráðgjafi segir kynþáttahatur ekki kerfislægt vandamál innan lögreglunnar Þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins hafnaði því í sjónvarpsviðtali við Jake Tapper hjá CNN í kvöld að kynþáttahatur væri kerfislægt innan bandarísku löggæslunnar. Ráðgjafinn Robert O‘Brien sagði að um væri að ræða nokkur skemmd epli sem eyðilögðu orðspor lögreglunnar. 31. maí 2020 23:29
Lögregla ræðst gegn fjölmiðlafólki sem Trump segir kynda undir hatri og stjórnleysi Í mótmælaöldunni sem fer nú um Bandaríkin vegna dauða George Floyd í Minneapolis 25. maí hefur borið á því að fjölmiðlafólk hafi verið sérstakt skotmark óeirðalögreglu í borgum víðsvegar um Bandaríkin. 31. maí 2020 20:12