Mitt Romney á meðal mótmælenda í Washington Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. júní 2020 23:30 Mitt Romney er lítt hrifinn af Donald Trump. AP/Susan Walsh) Mitt Romney, öldungardeildarþingmaður og fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikana, var einn af um þúsund mótmælendum sem marseruðu í átt að Hvíta húsinu í morgunsárið í Washington í Bandaríkjunum. Romney, sem hefur verið afar gagnrýninn á stefnu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, var hluti af hópi um þúsund kristinna mótmælenda sem gengu í átt að Hvíta húsinu í dag til þess að mótmæla morðinu á George Floyd, lögregluofbeldi og kynþáttafordómum. Romney ræddi stuttlega við blaðamann Washington Post sem spurði þingmanninn af hverju hann tæki þátt í mótmælunum „Það þarf að finna leið til að binda enda á ofbeldi og hrottaskap og að tryggja að fólk skilji að svört líf skipta máli,“ sagði Romney. .@SenatorRomney marching in front of the WH: “We need a voice against racism, we need many voices against racism and against brutality. And we need to stand up and say black lives matter.” (w/ @alivitali) pic.twitter.com/rGrXvM6wty— Haley Talbot (@haleytalbotnbc) June 7, 2020 Romney er einn af háttsettum Repúblikönum sem segjast ekki geta stutt Trump en á meðal þeirra eru George W. Bush, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og Colin Powell, sem starfaði sem utanríkisráðherra í forsetatíð Bush. Powell hefur raunar sagst ætla að styðja Joe Biden, forsetaframbjóðenda Demókrata í forsetakosningunum í haust. Ekkert lát er á mótmælum í Bandaríkjunum vegna dauða George Floyd. Gríðarlega fjölmenn mótmæli voru haldin um gervöll Bandaríkin í gær og þau virðast ætla að halda áfram í dag. Þannig eru á annað þúsund manns fyrir utan Trump International Hotel í New York þar sem stefnu forsetans er mótmælt. Mótmælin hafa að mestu farið friðsamlega fram og hafa yfirvöld dregið úr viðbúnaði vegna þeirra. Sagði Donald Trump meðal annars á Twitter í morgun að hann hefði fyrirskipað að sveitir þjóðvarnarliðsins myndu hefja brottflutning frá Washington. Þá hefur borgarstjóri New York-borgar, Bill de Blasio, hefur ákveðið að afnema útgöngubann í borginni, einum degi á undan áætlun. Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Mitt Romney, öldungardeildarþingmaður og fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikana, var einn af um þúsund mótmælendum sem marseruðu í átt að Hvíta húsinu í morgunsárið í Washington í Bandaríkjunum. Romney, sem hefur verið afar gagnrýninn á stefnu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, var hluti af hópi um þúsund kristinna mótmælenda sem gengu í átt að Hvíta húsinu í dag til þess að mótmæla morðinu á George Floyd, lögregluofbeldi og kynþáttafordómum. Romney ræddi stuttlega við blaðamann Washington Post sem spurði þingmanninn af hverju hann tæki þátt í mótmælunum „Það þarf að finna leið til að binda enda á ofbeldi og hrottaskap og að tryggja að fólk skilji að svört líf skipta máli,“ sagði Romney. .@SenatorRomney marching in front of the WH: “We need a voice against racism, we need many voices against racism and against brutality. And we need to stand up and say black lives matter.” (w/ @alivitali) pic.twitter.com/rGrXvM6wty— Haley Talbot (@haleytalbotnbc) June 7, 2020 Romney er einn af háttsettum Repúblikönum sem segjast ekki geta stutt Trump en á meðal þeirra eru George W. Bush, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og Colin Powell, sem starfaði sem utanríkisráðherra í forsetatíð Bush. Powell hefur raunar sagst ætla að styðja Joe Biden, forsetaframbjóðenda Demókrata í forsetakosningunum í haust. Ekkert lát er á mótmælum í Bandaríkjunum vegna dauða George Floyd. Gríðarlega fjölmenn mótmæli voru haldin um gervöll Bandaríkin í gær og þau virðast ætla að halda áfram í dag. Þannig eru á annað þúsund manns fyrir utan Trump International Hotel í New York þar sem stefnu forsetans er mótmælt. Mótmælin hafa að mestu farið friðsamlega fram og hafa yfirvöld dregið úr viðbúnaði vegna þeirra. Sagði Donald Trump meðal annars á Twitter í morgun að hann hefði fyrirskipað að sveitir þjóðvarnarliðsins myndu hefja brottflutning frá Washington. Þá hefur borgarstjóri New York-borgar, Bill de Blasio, hefur ákveðið að afnema útgöngubann í borginni, einum degi á undan áætlun.
Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira