Þurfa Bandaríkin hjálp? Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 10. júní 2020 10:00 Hvað er að gerast hjá stóra nágranna okkar í vestri? Bandaríkin eru flókið land sem virðist vera komið á villigötur. Skoðum 10 punkta um landið sem ég hef tekið saman: 1. Réttarríkið í Bandaríkjunum virðist vera með innbyggðum rasisma. Svartir menn eru fimm sinnum líklegir til að vera dæmdir í fangelsi en hvítir og eru þeir miklu líklegir til að vera skotnir af lögreglu. Í yfir 90% sakamála er „samið“ um dóm í stað þess að fara í réttarhöld. Þessir „samningar“ eru oft gerðir undir hótun um miklu þyngri refsingu sé farið í réttarhöld. 2. Bandaríkin hafa verið í stríðsátökum einhvers staðar í heiminum í meira en 200 ár, eða um 90% af þeim tíma sem landið hefur verið til en það eru rúm 240 ár. Um 40% af hernaðarútgjöldum heimsins eru í Bandaríkjunum en þar búa þó einungis 4% af jarðarbúum. 3. Almenningur hefur ekki aðgang að gjaldfrjálsri heilsugæslu. Þar er eitt dýrasta heilbrigðiskerfið í heiminum. 4. Háskóla- og leikskólanám eru yfirleitt mjög dýrt. Slíkt hefur áhrif á lífskjör, kynbundinn launamun og tækifæri í lífinu. 5. Vinnulöggjöfin er langt frá því sem þekkist í Evrópu, réttindi verkafólks lítil og vinnutími launþega er langur. 6. Bandaríkin eru eitt af fáum ríkjum heims þar sem enn eru dauðarefsingar. Víða eru dómarar og saksóknarar kjörnir í kosningum sem hefur þær afleiðingar að þeir hegða sér oft eins og stjórnmálamenn. 7. Í landinu ríkir mikill ójöfnuður, ekki síst eigna. Landið er þekkt fyrir mikinn skort á tækifærum á að komast úr fátækt. 8. Mikil mengun er í Bandaríkjunum en þau eru ábyrg fyrir um 15% af mengun jarðar þótt þeir séu aðeins rúmlega 4% af jarðarbúum. 9. Bandaríkin eru eftirbátar margra annarra þjóða í jafnréttismálum, ekki síst í viðskiptum og stjórnmálum, en tæplega 80% þingmanna eru karlar. 10. Landið býr við einna hæstu glæpatíðni í heimi og fjöldaskotárásir eru reglulegar. Víða er fangelsiskerfið einkarekið sem hefur hag af því að hafa sem flesta fanga. Ég bjó í New York um tíma. Borgin er skemmtileg og fólkið þar er hjálpsamt. Þótt landið hafi mjög margt gott að bjóða þá er landið einnig meingallað eins og hér er rakið. Þurfa Bandaríkin kannski einhverja hjálp? Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Bandaríkin Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Hvað er að gerast hjá stóra nágranna okkar í vestri? Bandaríkin eru flókið land sem virðist vera komið á villigötur. Skoðum 10 punkta um landið sem ég hef tekið saman: 1. Réttarríkið í Bandaríkjunum virðist vera með innbyggðum rasisma. Svartir menn eru fimm sinnum líklegir til að vera dæmdir í fangelsi en hvítir og eru þeir miklu líklegir til að vera skotnir af lögreglu. Í yfir 90% sakamála er „samið“ um dóm í stað þess að fara í réttarhöld. Þessir „samningar“ eru oft gerðir undir hótun um miklu þyngri refsingu sé farið í réttarhöld. 2. Bandaríkin hafa verið í stríðsátökum einhvers staðar í heiminum í meira en 200 ár, eða um 90% af þeim tíma sem landið hefur verið til en það eru rúm 240 ár. Um 40% af hernaðarútgjöldum heimsins eru í Bandaríkjunum en þar búa þó einungis 4% af jarðarbúum. 3. Almenningur hefur ekki aðgang að gjaldfrjálsri heilsugæslu. Þar er eitt dýrasta heilbrigðiskerfið í heiminum. 4. Háskóla- og leikskólanám eru yfirleitt mjög dýrt. Slíkt hefur áhrif á lífskjör, kynbundinn launamun og tækifæri í lífinu. 5. Vinnulöggjöfin er langt frá því sem þekkist í Evrópu, réttindi verkafólks lítil og vinnutími launþega er langur. 6. Bandaríkin eru eitt af fáum ríkjum heims þar sem enn eru dauðarefsingar. Víða eru dómarar og saksóknarar kjörnir í kosningum sem hefur þær afleiðingar að þeir hegða sér oft eins og stjórnmálamenn. 7. Í landinu ríkir mikill ójöfnuður, ekki síst eigna. Landið er þekkt fyrir mikinn skort á tækifærum á að komast úr fátækt. 8. Mikil mengun er í Bandaríkjunum en þau eru ábyrg fyrir um 15% af mengun jarðar þótt þeir séu aðeins rúmlega 4% af jarðarbúum. 9. Bandaríkin eru eftirbátar margra annarra þjóða í jafnréttismálum, ekki síst í viðskiptum og stjórnmálum, en tæplega 80% þingmanna eru karlar. 10. Landið býr við einna hæstu glæpatíðni í heimi og fjöldaskotárásir eru reglulegar. Víða er fangelsiskerfið einkarekið sem hefur hag af því að hafa sem flesta fanga. Ég bjó í New York um tíma. Borgin er skemmtileg og fólkið þar er hjálpsamt. Þótt landið hafi mjög margt gott að bjóða þá er landið einnig meingallað eins og hér er rakið. Þurfa Bandaríkin kannski einhverja hjálp? Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar