Bannar útgáfu nýrra atvinnuleyfa til erlendra aðila Samúel Karl Ólason skrifar 23. júní 2020 10:29 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur bannað útgáfu nýrra atvinnuleyfa og meinað hundruðum þúsund erlendra borgara að sækja um atvinnu í Bandaríkjunum. Banninu er ætlað að standa yfir til loka ársins og er áætlað að það muni hafa áhrif á um 525 þúsund manns. Þar á meðal eru um 170 þúsund manns sem munu ekki geta sótt um landvistarleyfi eftir að Trump framlengdi einnig bann við útgáfu þeirra. Hvíta húsið segir ákvörðuninni ætlað að draga úr atvinnuleysi meðal Bandaríkjamanna. Forsvarsmenn atvinnulífsins vestanhafs hafa hins vegar mótmælt henni harðlega, samvkæmt frétt BBC, og segja hana koma í veg fyrir að hægt verði að ráða nauðsynlega starfsmenn í störf sem Bandaríkjamenn virðast ófáanlegir til að vinna eða ráða ekki við. Meðal annars hefur bannið áhrif á störf í heilbrigðisgeiranum, hugbúnaðargeiranum, ferðamannaiðnaði, í matvælaframleiðslu og störf barnfóstra. Samkvæmt New York Times, hefur Stephen Miller, hinn umdeildi ráðgjafi Trump og arkitekt innflytjendastefnu hans, um árabil reynt að ná þessu banni í gegn. Undanfarna mánuði hefur hann ítrekað nauðsyn þess. Þó múrinn sem Trump vill reisa á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó til að draga úr fjölda fólks sem ferðast ólöglega til Bandaríkjanna hafi notið mikillar athygli hafa aðgerðir ríkisstjórnar Trump til að draga úr fjölda löglegra innflytjenda í Bandaríkjunum verið verulega umfangsmiklar. Eins og áður segir eru forsvarsmenn atvinnulífsins ekki sáttir við þessa ákvörðun. Meðal þeirra sem hafa tjáð sig er Thomas J. Donohue, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Bandaríkjanna. „Að setja upp skilti sem segir verkfræðinga, stjórnendur, hugbúnaðarsérfræðinga, lækna, hjúkrunarfræðinga og aðra starfsmenn óvelkomna mun ekki hjálpa landinu, það mun halda aftur af okkur. Takmarkandi breytingar á innflytjendakerfi Bandaríkjanna mun færa fjárfestingar og rekstur til annarra ríkja, draga úr hagvexti og fækka störfum,“ sagði Donohue. Aðrir gagnrýnendur Trump segja hann vera að nota heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar og efnahagsaðstæður hans vegna í pólitískum tilgangi. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Fleiri fréttir Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur bannað útgáfu nýrra atvinnuleyfa og meinað hundruðum þúsund erlendra borgara að sækja um atvinnu í Bandaríkjunum. Banninu er ætlað að standa yfir til loka ársins og er áætlað að það muni hafa áhrif á um 525 þúsund manns. Þar á meðal eru um 170 þúsund manns sem munu ekki geta sótt um landvistarleyfi eftir að Trump framlengdi einnig bann við útgáfu þeirra. Hvíta húsið segir ákvörðuninni ætlað að draga úr atvinnuleysi meðal Bandaríkjamanna. Forsvarsmenn atvinnulífsins vestanhafs hafa hins vegar mótmælt henni harðlega, samvkæmt frétt BBC, og segja hana koma í veg fyrir að hægt verði að ráða nauðsynlega starfsmenn í störf sem Bandaríkjamenn virðast ófáanlegir til að vinna eða ráða ekki við. Meðal annars hefur bannið áhrif á störf í heilbrigðisgeiranum, hugbúnaðargeiranum, ferðamannaiðnaði, í matvælaframleiðslu og störf barnfóstra. Samkvæmt New York Times, hefur Stephen Miller, hinn umdeildi ráðgjafi Trump og arkitekt innflytjendastefnu hans, um árabil reynt að ná þessu banni í gegn. Undanfarna mánuði hefur hann ítrekað nauðsyn þess. Þó múrinn sem Trump vill reisa á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó til að draga úr fjölda fólks sem ferðast ólöglega til Bandaríkjanna hafi notið mikillar athygli hafa aðgerðir ríkisstjórnar Trump til að draga úr fjölda löglegra innflytjenda í Bandaríkjunum verið verulega umfangsmiklar. Eins og áður segir eru forsvarsmenn atvinnulífsins ekki sáttir við þessa ákvörðun. Meðal þeirra sem hafa tjáð sig er Thomas J. Donohue, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Bandaríkjanna. „Að setja upp skilti sem segir verkfræðinga, stjórnendur, hugbúnaðarsérfræðinga, lækna, hjúkrunarfræðinga og aðra starfsmenn óvelkomna mun ekki hjálpa landinu, það mun halda aftur af okkur. Takmarkandi breytingar á innflytjendakerfi Bandaríkjanna mun færa fjárfestingar og rekstur til annarra ríkja, draga úr hagvexti og fækka störfum,“ sagði Donohue. Aðrir gagnrýnendur Trump segja hann vera að nota heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar og efnahagsaðstæður hans vegna í pólitískum tilgangi.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Fleiri fréttir Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins Sjá meira