Mögulegt framboð Kanye ætti strax undir högg að sækja Kjartan Kjartansson skrifar 5. júlí 2020 22:45 West með derhúfu með slagorði Trump forseta þegar hann heimsótti Hvíta húsið árið 2018. Þar fór West mikinn. Vísir/Getty Ólíklegt er að tónlistarmanninum Kanye West tækist að komast á kjörseðilinn í Bandaríkjunum í haust jafnvel þó að honum sé alvara með því að bjóða sig fram til forseta. Framboðsfrestur fyrir óháða frambjóðendur er þegar liðinn í nokkrum ríkjum. West tilkynnti skyndilega og óvænt að hann ætlaði að bjóða sig fram til forseta á Twitter-síðu sinni í gær. Ekki liggur fyrir hvort að hann hafi skilað inn gögnum til að komast á kjörseðilinn í haust og þá er ekki ljóst hvort alvara býr að baki fullyrðingu hans. West hefur glímt við geðræn vandamál undanfarin ár og hefur áður sagst ætla í framboð án þess að standa við það. Reuters-fréttastofan segir að ætlaði West sér í framboð þyrfti hann annað hvort að afla sér stuðnings eins af litlu stjórnmálaflokkunum í Bandaríkjunum eða bjóða sig fram sem óháður frambjóðandi. Frestur til að skila inn óháðu framboði er þegar liðinn í nokkrum ríkjum, þar á meðal í Nýju-Mexíkó og Norður-Karólínu. Til þess að West gæti boðið sig fram sem óháður frambjóðandi þyrfti hann ennfremur að ráða starfslið eða fá sjálfboðaliða til að safna tugum þúsunda undirskrifta um allt landið á skömmum tíma áður en framboðsfrestur rennur út í fleiri ríkjum í ágúst og september. Hugsanlega gæti West beðið aðdáendur sína um að skrifa nafn sitt á kjörseðilinn í kosningunum í haust. Larry Sabato, forstöðumaður stjórnmálamiðstöðvar Virginíuháskóla, segir Reuters að jafnvel þó að West kæmist á kjörseðilinn tæki hann líklega ekki meira en nokkur prósentustig af greiddum atkvæðum. Líklega tæki hann svipað mikið fylgi af Donald Trump forseta og Joe Biden, sem nær örugglega verður frambjóðandi demókrata. West hefur áður lýst aðdáun og stuðningi við Trump forseta. Heimsótti hann meðal annars Hvíta húsið og fór með furðulega ræðu í október árið 2018. Skömmu síðar sagðist hann ætla að halda sig frá stjórnmálum þar sem hann teldi sig hafa verið notaðan til að breiða út boðskap sem hann tryði ekki á. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kanye West segist ætla að bjóða sig fram til forseta Svo virðist sem að bandaríski tónlistarmaðurinn Kanye West hafi í hyggju að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í tísti frá West. 5. júlí 2020 08:05 Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Fleiri fréttir Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins Sjá meira
Ólíklegt er að tónlistarmanninum Kanye West tækist að komast á kjörseðilinn í Bandaríkjunum í haust jafnvel þó að honum sé alvara með því að bjóða sig fram til forseta. Framboðsfrestur fyrir óháða frambjóðendur er þegar liðinn í nokkrum ríkjum. West tilkynnti skyndilega og óvænt að hann ætlaði að bjóða sig fram til forseta á Twitter-síðu sinni í gær. Ekki liggur fyrir hvort að hann hafi skilað inn gögnum til að komast á kjörseðilinn í haust og þá er ekki ljóst hvort alvara býr að baki fullyrðingu hans. West hefur glímt við geðræn vandamál undanfarin ár og hefur áður sagst ætla í framboð án þess að standa við það. Reuters-fréttastofan segir að ætlaði West sér í framboð þyrfti hann annað hvort að afla sér stuðnings eins af litlu stjórnmálaflokkunum í Bandaríkjunum eða bjóða sig fram sem óháður frambjóðandi. Frestur til að skila inn óháðu framboði er þegar liðinn í nokkrum ríkjum, þar á meðal í Nýju-Mexíkó og Norður-Karólínu. Til þess að West gæti boðið sig fram sem óháður frambjóðandi þyrfti hann ennfremur að ráða starfslið eða fá sjálfboðaliða til að safna tugum þúsunda undirskrifta um allt landið á skömmum tíma áður en framboðsfrestur rennur út í fleiri ríkjum í ágúst og september. Hugsanlega gæti West beðið aðdáendur sína um að skrifa nafn sitt á kjörseðilinn í kosningunum í haust. Larry Sabato, forstöðumaður stjórnmálamiðstöðvar Virginíuháskóla, segir Reuters að jafnvel þó að West kæmist á kjörseðilinn tæki hann líklega ekki meira en nokkur prósentustig af greiddum atkvæðum. Líklega tæki hann svipað mikið fylgi af Donald Trump forseta og Joe Biden, sem nær örugglega verður frambjóðandi demókrata. West hefur áður lýst aðdáun og stuðningi við Trump forseta. Heimsótti hann meðal annars Hvíta húsið og fór með furðulega ræðu í október árið 2018. Skömmu síðar sagðist hann ætla að halda sig frá stjórnmálum þar sem hann teldi sig hafa verið notaðan til að breiða út boðskap sem hann tryði ekki á.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kanye West segist ætla að bjóða sig fram til forseta Svo virðist sem að bandaríski tónlistarmaðurinn Kanye West hafi í hyggju að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í tísti frá West. 5. júlí 2020 08:05 Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Fleiri fréttir Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins Sjá meira
Kanye West segist ætla að bjóða sig fram til forseta Svo virðist sem að bandaríski tónlistarmaðurinn Kanye West hafi í hyggju að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í tísti frá West. 5. júlí 2020 08:05