Naumur sigur Duda samkvæmt útgönguspám Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. júlí 2020 19:27 Andrezj Duda forseti Pólland (t.v.) og mótframbjóðandi hans Rafał Trzaskowski borgarstjóri Varsjár (t.h.). EPA/DAREK DELMANOWICZ/MACIEJ KULCZYNSKI Fyrstu útgönguspár pólsku forsetakosninganna benda til þess að Andrzej Duda, forseti Póllands, hafi nauman sigur. Duda fékk 50,4 prósent atkvæða samkvæmt útgönguspám en mótframbjóðandi hans, Rafał Trzaskowski borgarstjóri Varsjár, 49,6 prósent. Munurinn er þannig innan við eitt prósent. Kjörsókn var með mesta móti, eða 68,9 prósent. Fyrstu útgönguspár voru birtar nú skömmu eftir klukkan sjö að íslenskum tíma eftir að kjörstaðir lokuðu í Póllandi. Viðbúið var að afar mjótt yrði á mununum en skoðanakannanir síðustu vikna hafa ýmist spáð fyrir um sigur Duda eða Trzaskowski. Frambjóðendurnir hafa boðið Pólverjum upp á mismunandi framtíðarsýn til næstu fimm ára. Trzaskowski er öllu frjálslyndari, til að mynda í afstöðu sinni til málefna kvenna og hinseginfólks. Duda er fyrrverandi þingmaður stjórnarflokksins Laga og réttlætis og íhaldssamur eftir því, til að mynda í áðurnefndum málaflokkum. Enn er þó nokkur bið á endanlegum niðurstöðum kosninganna þar sem bíða þarf eftir atkvæðum Pólverja sem kusu erlendis. Þannig voru til dæmis 4500 Pólverjar á kjörskrá á Íslandi og hafa aldrei verið fleiri. Þá er kjörstaður í pólska sendiráðinu á Íslandi enn opinn og lokar ekki fyrr en klukkan 21 vegna tímamismunar. Fréttastofa leit við á kjörstað í dag og ræddi við pólska kjósendur, sem flestir sögðust hafa kosið Trzaskowski. Innslagið má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Fréttin hefur verið uppfærð. Pólland Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Sjá meira
Fyrstu útgönguspár pólsku forsetakosninganna benda til þess að Andrzej Duda, forseti Póllands, hafi nauman sigur. Duda fékk 50,4 prósent atkvæða samkvæmt útgönguspám en mótframbjóðandi hans, Rafał Trzaskowski borgarstjóri Varsjár, 49,6 prósent. Munurinn er þannig innan við eitt prósent. Kjörsókn var með mesta móti, eða 68,9 prósent. Fyrstu útgönguspár voru birtar nú skömmu eftir klukkan sjö að íslenskum tíma eftir að kjörstaðir lokuðu í Póllandi. Viðbúið var að afar mjótt yrði á mununum en skoðanakannanir síðustu vikna hafa ýmist spáð fyrir um sigur Duda eða Trzaskowski. Frambjóðendurnir hafa boðið Pólverjum upp á mismunandi framtíðarsýn til næstu fimm ára. Trzaskowski er öllu frjálslyndari, til að mynda í afstöðu sinni til málefna kvenna og hinseginfólks. Duda er fyrrverandi þingmaður stjórnarflokksins Laga og réttlætis og íhaldssamur eftir því, til að mynda í áðurnefndum málaflokkum. Enn er þó nokkur bið á endanlegum niðurstöðum kosninganna þar sem bíða þarf eftir atkvæðum Pólverja sem kusu erlendis. Þannig voru til dæmis 4500 Pólverjar á kjörskrá á Íslandi og hafa aldrei verið fleiri. Þá er kjörstaður í pólska sendiráðinu á Íslandi enn opinn og lokar ekki fyrr en klukkan 21 vegna tímamismunar. Fréttastofa leit við á kjörstað í dag og ræddi við pólska kjósendur, sem flestir sögðust hafa kosið Trzaskowski. Innslagið má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Pólland Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Sjá meira