Segir Duda nýta sér hatur á hinsegin fólki Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. júlí 2020 13:34 Þorbjörg Þorvaldsdóttir er formaður Samtakanna '78. „Í fyrsta lagi er þetta bara ótrúlega grátlegt. Það er svo mjótt á mununum þarna. Það sem þetta þýðir er áframhaldandi barátta og erfiðleikar fyrir hinsegin fólk í Póllandi. Duda hefur hótað að leggja blátt bann við ættleiðingum samkynja para. Við gætum líka verið að sjá fram á að lagaleg réttindi þeirra verði skert og ekki voru þau mikil fyrir.“ Þetta sagði Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ‚78 í hádegisfréttum Bylgjunnar um forsetakosningarnar sem fóru fram í Póllandi í gær. Andrzej Duda, sitjandi forseti, bar sigurorð af Rafal Trzakowski, borgarstjóra Varsjár, en sigurinn var afar naumur. Duda hlaut rúmlega 51% atkvæða en Trzakowski hátt í 49%. Afstaða Pólverja á Íslandi var aftur á móti mun afdráttarlausari en hátt í 80% Pólverja á Íslandi vildu Rafal Trzakowski í forsetastólinn. Hvað lest þú í þá kosningabaráttu sem Duda hefur háð? „Það sem hann er að gera er auðvitað það sem gekk vel hjá flokknum hans, Lögum og réttlæti, í síðustu þingkosningum og það er að auka ótta gegn hinsegin fólki og nota hinsegin fólk sem einhvers konar grýlu til þess að fá fólk til að kjósa sig. Þau hafa gert þetta áður, gerðu þetta í kosningunum þar á undan, þá var flóttafólk grýlan. Þau nýta minnihlutahópa og hatur gegn þeim og ótta til þess að ná völdum.“ Erfiðara að ræða stjórnmál við fjölskylduna nú en áður Tomasz Chrapek, tölvunarfræðingur og fyrrverandi formaður fjölmenningarráðs, segir að pólska þjóðin sé klofin að loknum forsetakosningum. Í Bítinu í morgun fjallaði Thomasz um kosningarnar sem fóru fram í gær en Tomasz segir að kosningarnar hafi að miklu leyti snúist um Duda, að vera með honum eða á móti. Samfélagið í Póllandi einkennist nú af sundrungu og togstreitu. „Nú er samfélagið skipt í tvennt. Stór hópur fólks hefur fengið nóg af ríkisstjórninni og því sem hún hefur gert á undanförnum árum eins og hatur á hinseginfólki og þjóðernishyggju.“ Hann segir kosningarnar hafa skipað Pólverjum í tvær andstæðar fylkingar og að nú sé afar erfitt að ræða um stjórnmál, meira að segja innan fjölskyldunnar. „Það er erfiðara núna að tala um pólitík. Fjölskyldan mín er fyrir Duda og það hefur reynst mér erfitt að tala við fjölskylduna mína um pólitík. Það er næstum því ekki hægt. Það er næstum því eins og að allir þurfi að segja hvort þeir styðji Duda eða ekki. Það þarf að skilgreina sig.“ Hinsegin Pólland Tengdar fréttir Trzaskowski mun vinsælli meðal Pólverja á Íslandi Trzaskowski hlaut tæp 80 prósent gildra atkvæða sem greidd voru hér á landi. 13. júlí 2020 11:37 Naumur sigur Duda virðist vera í höfn Útlit er fyrir að Andrzej Duda, sitjandi forseti Póllands, hafi borið sigurorð af Rafal Trzaskowski í forsetakosningunum þar í landi. 13. júlí 2020 07:29 Duda sækir í sig veðrið en áfram mjótt á mununum Enn virðist sem Andrzej Duda forseti Póllands muni bera sigur úr býtum í forsetakosningunum sem fram fóru í dag. 12. júlí 2020 23:09 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Sjá meira
„Í fyrsta lagi er þetta bara ótrúlega grátlegt. Það er svo mjótt á mununum þarna. Það sem þetta þýðir er áframhaldandi barátta og erfiðleikar fyrir hinsegin fólk í Póllandi. Duda hefur hótað að leggja blátt bann við ættleiðingum samkynja para. Við gætum líka verið að sjá fram á að lagaleg réttindi þeirra verði skert og ekki voru þau mikil fyrir.“ Þetta sagði Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ‚78 í hádegisfréttum Bylgjunnar um forsetakosningarnar sem fóru fram í Póllandi í gær. Andrzej Duda, sitjandi forseti, bar sigurorð af Rafal Trzakowski, borgarstjóra Varsjár, en sigurinn var afar naumur. Duda hlaut rúmlega 51% atkvæða en Trzakowski hátt í 49%. Afstaða Pólverja á Íslandi var aftur á móti mun afdráttarlausari en hátt í 80% Pólverja á Íslandi vildu Rafal Trzakowski í forsetastólinn. Hvað lest þú í þá kosningabaráttu sem Duda hefur háð? „Það sem hann er að gera er auðvitað það sem gekk vel hjá flokknum hans, Lögum og réttlæti, í síðustu þingkosningum og það er að auka ótta gegn hinsegin fólki og nota hinsegin fólk sem einhvers konar grýlu til þess að fá fólk til að kjósa sig. Þau hafa gert þetta áður, gerðu þetta í kosningunum þar á undan, þá var flóttafólk grýlan. Þau nýta minnihlutahópa og hatur gegn þeim og ótta til þess að ná völdum.“ Erfiðara að ræða stjórnmál við fjölskylduna nú en áður Tomasz Chrapek, tölvunarfræðingur og fyrrverandi formaður fjölmenningarráðs, segir að pólska þjóðin sé klofin að loknum forsetakosningum. Í Bítinu í morgun fjallaði Thomasz um kosningarnar sem fóru fram í gær en Tomasz segir að kosningarnar hafi að miklu leyti snúist um Duda, að vera með honum eða á móti. Samfélagið í Póllandi einkennist nú af sundrungu og togstreitu. „Nú er samfélagið skipt í tvennt. Stór hópur fólks hefur fengið nóg af ríkisstjórninni og því sem hún hefur gert á undanförnum árum eins og hatur á hinseginfólki og þjóðernishyggju.“ Hann segir kosningarnar hafa skipað Pólverjum í tvær andstæðar fylkingar og að nú sé afar erfitt að ræða um stjórnmál, meira að segja innan fjölskyldunnar. „Það er erfiðara núna að tala um pólitík. Fjölskyldan mín er fyrir Duda og það hefur reynst mér erfitt að tala við fjölskylduna mína um pólitík. Það er næstum því ekki hægt. Það er næstum því eins og að allir þurfi að segja hvort þeir styðji Duda eða ekki. Það þarf að skilgreina sig.“
Hinsegin Pólland Tengdar fréttir Trzaskowski mun vinsælli meðal Pólverja á Íslandi Trzaskowski hlaut tæp 80 prósent gildra atkvæða sem greidd voru hér á landi. 13. júlí 2020 11:37 Naumur sigur Duda virðist vera í höfn Útlit er fyrir að Andrzej Duda, sitjandi forseti Póllands, hafi borið sigurorð af Rafal Trzaskowski í forsetakosningunum þar í landi. 13. júlí 2020 07:29 Duda sækir í sig veðrið en áfram mjótt á mununum Enn virðist sem Andrzej Duda forseti Póllands muni bera sigur úr býtum í forsetakosningunum sem fram fóru í dag. 12. júlí 2020 23:09 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Sjá meira
Trzaskowski mun vinsælli meðal Pólverja á Íslandi Trzaskowski hlaut tæp 80 prósent gildra atkvæða sem greidd voru hér á landi. 13. júlí 2020 11:37
Naumur sigur Duda virðist vera í höfn Útlit er fyrir að Andrzej Duda, sitjandi forseti Póllands, hafi borið sigurorð af Rafal Trzaskowski í forsetakosningunum þar í landi. 13. júlí 2020 07:29
Duda sækir í sig veðrið en áfram mjótt á mununum Enn virðist sem Andrzej Duda forseti Póllands muni bera sigur úr býtum í forsetakosningunum sem fram fóru í dag. 12. júlí 2020 23:09