Á brattann að sækja hundrað daga í kosningar Samúel Karl Ólason skrifar 26. júlí 2020 14:13 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hundrað daga til að bæta stöðu sína. EPA/Stefani Reynolds Hundrað dagar eru þar til Bandaríkjamenn ganga til kosninga og velja sér forseta til fjögurra ára. Donald Trump sækist eftir endurkjöri en hann á þó á brattann að sækja. Joe Biden, væntanlegur frambjóðandi Demókrataflokksins, hefur mikið forskot á Trump á landsvísu, sé mið tekið af skoðanakönnunum. Samkvæmt nýrri könnun AP fréttaveitunnar telur metfjöldi Bandaríkjamanna að þjóðin sé á rangri leið. Viðbrögð Trump vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar eru sömuleiðis mjög óvinsæl og þar að auki telja fleiri Bandaríkjamenn en áður að forsetinn hafi haldið illa á efnahagsmálum. Nánar tiltekið segja einungis tveir af hverjum tíu Bandaríkjamönnum að Bandaríkin séu á réttri leið. 32 prósent segjast styðja viðbrögð Trump vegna faraldursins og 48 prósent segja hann hafa haldið vel á efnahagsmálum. Í mars var það hlutfall 56 prósent og í janúar var það 67 prósent. Samkvæmt meðaltali FiveThirtyEight er fylgi Biden 49,9 prósent á landsvísu en fylgi Trump 41,9 prósent. Sjá einnig: Framboð Trump í miklum vandræðum Trump sjálfur hefur reynt að færa athyglina frá frammistöðu hans gagnvart faraldrinum að Biden, ýta undir svokallaðar menningardeilur og boða stefnumál sem eiga að snúa að lögum og reglu. Framboð Biden leggur þó mikið kapp á að halda athyglinni á Trump og telja miklar líkur á því að bera sigur úr býtum ef kosningin snýst í raun um það hvernig Trump hefur staðið sig í starfi á síðustu fjórum árum. Óvinsældir Trump virðast einnig ætla að koma niður á þingmönnum Repúblikanaflokksins og óttast Frammámenn að Demókratar gætu jafnvel náð meirihluta á öldungadeild Bandaríkjaþings, sem hingað til hefur þótt mjög hæpið. Politico sagði frá því á dögunum að haldist fylgi flokka og frambjóðanda sambærilegt og það er núna myndi Repúblikanaflokkurinn hljóta sitt mesta afhroð í áratugi. Úthverfi hafi reynst flokknum sérstaklega slæm í þingkosningunum 2016 og nú sé útlit fyrir að sú þróun muni halda áfram. Trump hefur á undanförnum dögum reynt að hræða íbúa úthverfa til að fylgja sér, meðal annars með því að segja að verði Biden forseti, muni hann rústa úthverfum Bandaríkjanna og ýta undir kynþáttadeilur. Meðal annars hefur Trump fellt niður reglugerð frá tíma Barack Obama í Hvíta húsinu sem ætlað var að auka fjölbreytni í úthverfum. Þá hvatti hann „húsmæður“ úthverfa Bandaríkjanna til að lesa grein eftir fyrrverandi aðstoðarríkisstjóra New York, þar sem hún hélt því fram að Biden myndi eyða úthverfum Bandaríkjanna og tók Trump undir það. „Biden mun rústa hverfum ykkar og bandaríska draumnum. Ég mun varðveita það, og jafnvel gera það enn betra!“ sagði forsetinn. The Suburban Housewives of America must read this article. Biden will destroy your neighborhood and your American Dream. I will preserve it, and make it even better! https://t.co/1NzbR57Oe6— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 23, 2020 Íbúar úthverfa Bandaríkjanna er sífellt stækkandi hópur kjósenda. Samkvæmt NPR eru þeir um helmingur allra kjósenda í Bandaríkjunum. Allt frá því að George W. Bush var endurkjörinn árið 2004 hefur sá frambjóðandi sem hefur fengið meirihluta atkvæða þessa hóps orðið forseti. Nema árið 2012 þegar Mitt Romney fékk meirihluta atkvæða frá þessum hópi en tapaði fyrir Barack Obama. Skoðanakannanir hafa sýnt að þrátt fyrir að Trump tryggði sér nauman meirihluta í úthverfunum 2016 hefur fylgi hans þar dregist verulega saman. Þó það sé mismunandi á milli kannana hefur Biden mælst með um fimmtán prósentustiga forskot á Trump í útverfunum að undanförnu. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Hundrað dagar eru þar til Bandaríkjamenn ganga til kosninga og velja sér forseta til fjögurra ára. Donald Trump sækist eftir endurkjöri en hann á þó á brattann að sækja. Joe Biden, væntanlegur frambjóðandi Demókrataflokksins, hefur mikið forskot á Trump á landsvísu, sé mið tekið af skoðanakönnunum. Samkvæmt nýrri könnun AP fréttaveitunnar telur metfjöldi Bandaríkjamanna að þjóðin sé á rangri leið. Viðbrögð Trump vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar eru sömuleiðis mjög óvinsæl og þar að auki telja fleiri Bandaríkjamenn en áður að forsetinn hafi haldið illa á efnahagsmálum. Nánar tiltekið segja einungis tveir af hverjum tíu Bandaríkjamönnum að Bandaríkin séu á réttri leið. 32 prósent segjast styðja viðbrögð Trump vegna faraldursins og 48 prósent segja hann hafa haldið vel á efnahagsmálum. Í mars var það hlutfall 56 prósent og í janúar var það 67 prósent. Samkvæmt meðaltali FiveThirtyEight er fylgi Biden 49,9 prósent á landsvísu en fylgi Trump 41,9 prósent. Sjá einnig: Framboð Trump í miklum vandræðum Trump sjálfur hefur reynt að færa athyglina frá frammistöðu hans gagnvart faraldrinum að Biden, ýta undir svokallaðar menningardeilur og boða stefnumál sem eiga að snúa að lögum og reglu. Framboð Biden leggur þó mikið kapp á að halda athyglinni á Trump og telja miklar líkur á því að bera sigur úr býtum ef kosningin snýst í raun um það hvernig Trump hefur staðið sig í starfi á síðustu fjórum árum. Óvinsældir Trump virðast einnig ætla að koma niður á þingmönnum Repúblikanaflokksins og óttast Frammámenn að Demókratar gætu jafnvel náð meirihluta á öldungadeild Bandaríkjaþings, sem hingað til hefur þótt mjög hæpið. Politico sagði frá því á dögunum að haldist fylgi flokka og frambjóðanda sambærilegt og það er núna myndi Repúblikanaflokkurinn hljóta sitt mesta afhroð í áratugi. Úthverfi hafi reynst flokknum sérstaklega slæm í þingkosningunum 2016 og nú sé útlit fyrir að sú þróun muni halda áfram. Trump hefur á undanförnum dögum reynt að hræða íbúa úthverfa til að fylgja sér, meðal annars með því að segja að verði Biden forseti, muni hann rústa úthverfum Bandaríkjanna og ýta undir kynþáttadeilur. Meðal annars hefur Trump fellt niður reglugerð frá tíma Barack Obama í Hvíta húsinu sem ætlað var að auka fjölbreytni í úthverfum. Þá hvatti hann „húsmæður“ úthverfa Bandaríkjanna til að lesa grein eftir fyrrverandi aðstoðarríkisstjóra New York, þar sem hún hélt því fram að Biden myndi eyða úthverfum Bandaríkjanna og tók Trump undir það. „Biden mun rústa hverfum ykkar og bandaríska draumnum. Ég mun varðveita það, og jafnvel gera það enn betra!“ sagði forsetinn. The Suburban Housewives of America must read this article. Biden will destroy your neighborhood and your American Dream. I will preserve it, and make it even better! https://t.co/1NzbR57Oe6— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 23, 2020 Íbúar úthverfa Bandaríkjanna er sífellt stækkandi hópur kjósenda. Samkvæmt NPR eru þeir um helmingur allra kjósenda í Bandaríkjunum. Allt frá því að George W. Bush var endurkjörinn árið 2004 hefur sá frambjóðandi sem hefur fengið meirihluta atkvæða þessa hóps orðið forseti. Nema árið 2012 þegar Mitt Romney fékk meirihluta atkvæða frá þessum hópi en tapaði fyrir Barack Obama. Skoðanakannanir hafa sýnt að þrátt fyrir að Trump tryggði sér nauman meirihluta í úthverfunum 2016 hefur fylgi hans þar dregist verulega saman. Þó það sé mismunandi á milli kannana hefur Biden mælst með um fimmtán prósentustiga forskot á Trump í útverfunum að undanförnu.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira