Sjáðu markasúpuna í Kópavoginum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. júlí 2020 10:30 Alexander Helgi Sigurðarson skoraði fyrsta markið í leik Breiðabliks og ÍA í gær. vísir/bára Eftir fimm leiki í röð án sigurs vann Breiðablik langþráðan sigur á ÍA, 5-3, á Kópavogsvelli í gær. Blikar voru 4-1 yfir í hálfleik. Með sigrinum komst Breiðablik upp í 3. sæti Pepsi Max-deildar karla. ÍA er í 8. sætinu. Skagamenn hafa tapað þremur leikjum í röð og fengið á sig þrettán mörk í þeim. Alexander Helgi Sigurðarson kom Blikum á bragðið á 11. mínútu. Sex mínútum síðar skoraði Kristinn Steindórsson annað mark heimamanna eftir frábæran undirbúning Gísla Eyjólfssonar sem var í fyrsta sinn í byrjunarliði Breiðabliks síðan gegn KA 5. júlí. Thomas Mikkelsen kom Blikum í 3-0 á 36. mínútu með skalla eftir hornspyrnu Höskuldar Gunnlaugssonar og þremur mínútum síðar skoraði Kristinn fjórða mark Kópavogsliðsins. Hann hefur skorað sjö mörk í átta leikjum í deild og bikar í sumar. Á 43. mínútu braut Kwame Quee á Viktori Jónssyni innan vítateigs og Einar Ingi Jóhannsson benti á punktinn. Tryggvi Hrafn Haraldsson tók spyrnuna og skoraði af öryggi. Mikið gekk á í upphafi seinni hálfleiks. Á 48. mínútu minnkaði Hlynur Sævar Jónsson muninn í 4-2 þegar hann skoraði af stuttu færi eftir hornspyrnu Tryggva. Tveimur mínútum síðar braut Hlynur á Alexander innan vítateigs og aftur benti Einar Ingi á punktinn. Mikkelsen skoraði úr spyrnunni, sitt níunda deildarmark í sumar. Á 53. mínútu skoraði Viktor og minnkaði muninn í 5-3 eftir skelfileg mistök Antons Ara Einarssonar í marki Breiðabliks. Fleiri urðu mörkin ekki en þau átta sem voru skoruð í leiknum í gær má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Mörkin úr leik Breiðabliks og ÍA Pepsi Max-deild karla Breiðablik ÍA Tengdar fréttir Óskar Hrafn: Mitt lið sýndi að það er með karakter „Já okkur er létt það er alltaf gaman að vinna miklu frekar en að tapa, þó er þessi bolti ekki bein og breið leið, það koma hæðir og hólar svo er alltaf spurning hverjir standa upp þegar menn eru kýldir í magann,” sagði Óskar Hrafn. 26. júlí 2020 22:09 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 5-3 ÍA | Markasúpa í sunnudagssól Breiðablik vann loksins leik í júlí. Sigurinn kom í markaleik gegn ÍA í Kópavogi. Lokatölur 5-3 Blikum í vil. 26. júlí 2020 22:55 Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Eftir fimm leiki í röð án sigurs vann Breiðablik langþráðan sigur á ÍA, 5-3, á Kópavogsvelli í gær. Blikar voru 4-1 yfir í hálfleik. Með sigrinum komst Breiðablik upp í 3. sæti Pepsi Max-deildar karla. ÍA er í 8. sætinu. Skagamenn hafa tapað þremur leikjum í röð og fengið á sig þrettán mörk í þeim. Alexander Helgi Sigurðarson kom Blikum á bragðið á 11. mínútu. Sex mínútum síðar skoraði Kristinn Steindórsson annað mark heimamanna eftir frábæran undirbúning Gísla Eyjólfssonar sem var í fyrsta sinn í byrjunarliði Breiðabliks síðan gegn KA 5. júlí. Thomas Mikkelsen kom Blikum í 3-0 á 36. mínútu með skalla eftir hornspyrnu Höskuldar Gunnlaugssonar og þremur mínútum síðar skoraði Kristinn fjórða mark Kópavogsliðsins. Hann hefur skorað sjö mörk í átta leikjum í deild og bikar í sumar. Á 43. mínútu braut Kwame Quee á Viktori Jónssyni innan vítateigs og Einar Ingi Jóhannsson benti á punktinn. Tryggvi Hrafn Haraldsson tók spyrnuna og skoraði af öryggi. Mikið gekk á í upphafi seinni hálfleiks. Á 48. mínútu minnkaði Hlynur Sævar Jónsson muninn í 4-2 þegar hann skoraði af stuttu færi eftir hornspyrnu Tryggva. Tveimur mínútum síðar braut Hlynur á Alexander innan vítateigs og aftur benti Einar Ingi á punktinn. Mikkelsen skoraði úr spyrnunni, sitt níunda deildarmark í sumar. Á 53. mínútu skoraði Viktor og minnkaði muninn í 5-3 eftir skelfileg mistök Antons Ara Einarssonar í marki Breiðabliks. Fleiri urðu mörkin ekki en þau átta sem voru skoruð í leiknum í gær má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Mörkin úr leik Breiðabliks og ÍA
Pepsi Max-deild karla Breiðablik ÍA Tengdar fréttir Óskar Hrafn: Mitt lið sýndi að það er með karakter „Já okkur er létt það er alltaf gaman að vinna miklu frekar en að tapa, þó er þessi bolti ekki bein og breið leið, það koma hæðir og hólar svo er alltaf spurning hverjir standa upp þegar menn eru kýldir í magann,” sagði Óskar Hrafn. 26. júlí 2020 22:09 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 5-3 ÍA | Markasúpa í sunnudagssól Breiðablik vann loksins leik í júlí. Sigurinn kom í markaleik gegn ÍA í Kópavogi. Lokatölur 5-3 Blikum í vil. 26. júlí 2020 22:55 Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Óskar Hrafn: Mitt lið sýndi að það er með karakter „Já okkur er létt það er alltaf gaman að vinna miklu frekar en að tapa, þó er þessi bolti ekki bein og breið leið, það koma hæðir og hólar svo er alltaf spurning hverjir standa upp þegar menn eru kýldir í magann,” sagði Óskar Hrafn. 26. júlí 2020 22:09
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 5-3 ÍA | Markasúpa í sunnudagssól Breiðablik vann loksins leik í júlí. Sigurinn kom í markaleik gegn ÍA í Kópavogi. Lokatölur 5-3 Blikum í vil. 26. júlí 2020 22:55