Svona er dularfulla draugahljóðið sem plagar Akureyringa Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. ágúst 2020 07:00 Undarlegt hljóð plagar suma íbúa Akureyrar. Vísir/Vilhelm Undarlegur sónn sem virðist hanga yfir ýmsum hverfum Akureyrar af og til árum saman hefur plagað marga að undanförnu. Íbúar Akureyrar velta fyrir sér uppruna hljóðsins en hér í fréttinni má heyra hljóðbrot með draugahljóðinu dularfulla. Hljóðið hefur skotið upp kollinum af og til en fjallað var um málið árið 2014 í Akureyri vikublaði, þar sem því var líkt við draugahljóð, og það sagt halda vöku fyrir Akureyringum. Umræða um hljóðið hefur vaknað að nýju eftir að Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, tónlistarstjóri Menningarfélags Akureyrar, skrifaði Facebook-færslu um málið á sunnudaginn, þar sem hann spurði hvort einhverjir könnuðust við sérkennilegt drónahljóð eða són yfir Akureyri. Ein af fréttum Akureyri vikublaðs um málið frá árinu 2014.Mynd/Tímarit.is Ekki stóð á svörunum og virðast fjölmargir núverandi og fyrrverandi íbúar Akureyrar kannast við hljóðið, allt aftur til 2002 ef marka má athugasemdir við færslur Þorvaldar Bjarna um málið. Líkt og kom fram í fréttum Akureyri vikublaðs frá árinu 2014 er uppruni hljóðsins þó óþekktur. Suma grunar að það eigi uppruna sinn úr Vaðlaheiðargöngum, aðrir telja það koma frá einhvers konar iðnaðarstarfsemi, og eru tilgáturnar orðnar ansi margar. Heyrist víða um Akureyri Þorvaldur Bjarni hefur nú birt hljóðbrot á Facebook-síðu sinni þar sem heyra má hljóðið undarlega. „Staðfest er að þetta heyrist á Oddeyrargötu, Bjarmastíg, Holtagötu, Þingvallarstræti, Helgamagrastræti, við HOF, Þórunnarstræti og fleiri stöðum,“ skrifar Þorvaldur Bjarni á sama tíma og hann útskýrir af hverju myndbrot úr Ávaxtakörfunni fylgi með hljóðinu. Í samtali við fréttastofu segir Þorvaldur að umrætt hljóð sé sannkallað draugahljóð, hann er þó ekki einn af þeim sem telja að Kári gamli orsaki hljóðið. „Þetta er svo stöðugt, ég held að þetta hljóti að vera einhvers konar tæki. Ég held að þetta sé ekki vindur, þetta er mest þegar það er alveg blankalogn, þá heyrir maður þetta mjög vel.“ „Þegar maður er að gera „scary“ tónlist þá gerir maður svona hljóð“ Þorvaldur Bjarni er auðvitað landsþekktur tónlistarmaður og kannast því vel við hljóð, í hvaða mynd sem þau koma. „Þetta er ferlega draugalegt hljóð, og leiðinlegt, það sveigist á milli G og A og fer aðeins upp og aðeins niður. Það er það sem gerir það að verkum að þú ferð að hlusta á þetta. Þegar maður er að gera „scary“ tónlist þá gerir maður svona hljóð,“ segir Þorvaldur Bjarni. Þorvaldur Bjarni er vanur að vinna með hljóð.Vísir/Tryggvi Þorvaldur Bjarni er sem fyrr segir tónlistarstjóri Menningarfélags Akureyrar en Sinfonia Nord hefur staðið í ströngu að undanförnu við að taka upp kvikmyndatónlist fyrir stór erlend framleiðslufyrirtæki, og fjöldi fólks hefur komið til Akureyrar til þeirra starfa. „Maður er búinn að vera með gesti út af verkefnunum okkar og þeim finnst þetta ekki þægilegt. Þetta er ekki gott fyrir bæinn því þetta getur alveg eyðilagt upplifunina, að liggja á hótelherbergi í kyrrðinni og það er bara eitthvað draugahljóð í gangi. Ekki nema við gerum út á þetta og köllum þetta draugabæinn, segir Þorvaldur Bjarni að lokum og hlær. Akureyri Tónlist Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Fleiri fréttir „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Sjá meira
Undarlegur sónn sem virðist hanga yfir ýmsum hverfum Akureyrar af og til árum saman hefur plagað marga að undanförnu. Íbúar Akureyrar velta fyrir sér uppruna hljóðsins en hér í fréttinni má heyra hljóðbrot með draugahljóðinu dularfulla. Hljóðið hefur skotið upp kollinum af og til en fjallað var um málið árið 2014 í Akureyri vikublaði, þar sem því var líkt við draugahljóð, og það sagt halda vöku fyrir Akureyringum. Umræða um hljóðið hefur vaknað að nýju eftir að Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, tónlistarstjóri Menningarfélags Akureyrar, skrifaði Facebook-færslu um málið á sunnudaginn, þar sem hann spurði hvort einhverjir könnuðust við sérkennilegt drónahljóð eða són yfir Akureyri. Ein af fréttum Akureyri vikublaðs um málið frá árinu 2014.Mynd/Tímarit.is Ekki stóð á svörunum og virðast fjölmargir núverandi og fyrrverandi íbúar Akureyrar kannast við hljóðið, allt aftur til 2002 ef marka má athugasemdir við færslur Þorvaldar Bjarna um málið. Líkt og kom fram í fréttum Akureyri vikublaðs frá árinu 2014 er uppruni hljóðsins þó óþekktur. Suma grunar að það eigi uppruna sinn úr Vaðlaheiðargöngum, aðrir telja það koma frá einhvers konar iðnaðarstarfsemi, og eru tilgáturnar orðnar ansi margar. Heyrist víða um Akureyri Þorvaldur Bjarni hefur nú birt hljóðbrot á Facebook-síðu sinni þar sem heyra má hljóðið undarlega. „Staðfest er að þetta heyrist á Oddeyrargötu, Bjarmastíg, Holtagötu, Þingvallarstræti, Helgamagrastræti, við HOF, Þórunnarstræti og fleiri stöðum,“ skrifar Þorvaldur Bjarni á sama tíma og hann útskýrir af hverju myndbrot úr Ávaxtakörfunni fylgi með hljóðinu. Í samtali við fréttastofu segir Þorvaldur að umrætt hljóð sé sannkallað draugahljóð, hann er þó ekki einn af þeim sem telja að Kári gamli orsaki hljóðið. „Þetta er svo stöðugt, ég held að þetta hljóti að vera einhvers konar tæki. Ég held að þetta sé ekki vindur, þetta er mest þegar það er alveg blankalogn, þá heyrir maður þetta mjög vel.“ „Þegar maður er að gera „scary“ tónlist þá gerir maður svona hljóð“ Þorvaldur Bjarni er auðvitað landsþekktur tónlistarmaður og kannast því vel við hljóð, í hvaða mynd sem þau koma. „Þetta er ferlega draugalegt hljóð, og leiðinlegt, það sveigist á milli G og A og fer aðeins upp og aðeins niður. Það er það sem gerir það að verkum að þú ferð að hlusta á þetta. Þegar maður er að gera „scary“ tónlist þá gerir maður svona hljóð,“ segir Þorvaldur Bjarni. Þorvaldur Bjarni er vanur að vinna með hljóð.Vísir/Tryggvi Þorvaldur Bjarni er sem fyrr segir tónlistarstjóri Menningarfélags Akureyrar en Sinfonia Nord hefur staðið í ströngu að undanförnu við að taka upp kvikmyndatónlist fyrir stór erlend framleiðslufyrirtæki, og fjöldi fólks hefur komið til Akureyrar til þeirra starfa. „Maður er búinn að vera með gesti út af verkefnunum okkar og þeim finnst þetta ekki þægilegt. Þetta er ekki gott fyrir bæinn því þetta getur alveg eyðilagt upplifunina, að liggja á hótelherbergi í kyrrðinni og það er bara eitthvað draugahljóð í gangi. Ekki nema við gerum út á þetta og köllum þetta draugabæinn, segir Þorvaldur Bjarni að lokum og hlær.
Akureyri Tónlist Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Fleiri fréttir „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Sjá meira