Búið að tilkynna hverjir flytja málið gegn Trump Samúel Karl Ólason skrifar 15. janúar 2020 15:25 Nancy Pelosi auk þingmannanna sjö sem flytja munu málið. AP/Susan Walsh Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, tilkynnti í dag hvaða þingmenn munu flytja mál þingsins gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í öldungadeildinni, þar sem nokkurs konar réttarhöld munu fara fram. Um er að ræða þingmennina Adam Schiff, Jerry Nadler, Zoe Lofgren, Hakeem Jeffries, Jason Crow, Val Demings og Sylvia Garcia. Fulltrúadeildin mun greiða atkvæði seinna í dag um að senda embættisákærurnar gegn Trump til öldungadeildarinnar og er talið að réttarhöldin gætu hafist strax í næstu viku. Sjá einnig: Ætla ekki að fella ákærurnar niður án réttarhalda Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, hefur neitað að halda þessa atkvæðagreiðslu í nokkrar vikur með því markmiði að fá Mitch McConnell, forseta öldungadeildarinnar, til að tilkynna að Repúblikanar muni leyfa vitni í réttarhöldunum. McConnell hefur hins vegar ekki viljað skuldbinda sig til þess. Hvíta húsið kom í veg fyrir að flestir starfsmenn ríkisstjórnarinnar báru vitni í rannsókn fulltrúadeildarinnar og þar á meðal voru þeir helstu sem komu að Úkraínumálinu svokallaða. Má til dæmis nefna þá Mick Mulvaney, starfandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, Mike Pompeo, utanríkisráðherra, og John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump. Trump er gert að hafa beitt utanríkisstefnu Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu með því markmiði að þvinga Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu til að tilkynna upphaf tveggja rannsókna sem myndu nýtast Trump í kosningunum á næsta ári. Sú viðleitni hafi staðið yfir um mánaða skeið og hafi verið stýrt af Rudy Giuliani, einkalögmanni Trump. Ein rannsóknin átti að beinast gegn Joe Biden og syni hans og hin átti að snúa að meintum afskiptum yfirvalda Úkraínu af forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Það er lítið að marka báðar ásakanirnar. Vitni hafa líka sagt að Trump hafi ekki endilega viljað að rannsóknirnar færu fram. Honum var hins vegar mjög annt um að Zelensky myndi tilkynna tilvist rannsóknanna opinberlega. Mitch McConnell, forseti öldungadeildarinnar, hefur ekki viljað staðfesta hvort vitni verða kölluð til eða ekki. House Speaker Nancy Pelosi just announced who will serve as impeachment managers in the Senate trial and act as prosecutors by presenting the case against President Trump in the Ukraine scandal. https://t.co/80hYScuOqg pic.twitter.com/0MmIe51ngn— CNN (@CNN) January 15, 2020 NADLER: "We have to proceed, because the integrity of the election is at stake ... This is a test of the constitution ... The Senate is on trial, as well as the president." pic.twitter.com/XWM8mpMZ0j— Aaron Rupar (@atrupar) January 15, 2020 "We could have waited years to get further testimony but that would completely negate the impeachment power."@RepAdamSchiff says the time since the articles of impeachment were passed was "very effective" in bringing new evidence to light.Follow live: https://t.co/MML5Y54jhq pic.twitter.com/ARuLUNnZt0— Sky News (@SkyNews) January 15, 2020 Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Allt útlit fyrir að réttarhöldin yfir Trump hefjist eftir viku Allt útlit er fyrir að formleg réttarhöld yfir Donald Trump, forseta Bandaríkjana, þar sem ákærur á hendur honum til embættismiss verða teknar fyrir í öldungadeildinni, hefjist eftir viku. Búist er við að fulltrúadeildin sendi ákærurnar formlega til meðferðar öldungadeilarinnar á morgun. 14. janúar 2020 20:00 Ætla ekki að fella ákærurnar niður án réttarhalda Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins ætla ekki að fella ákærurnar gegn Donald Trump, forseta, niður án réttarhalda, eoms og Trump hefur krafist. 14. janúar 2020 13:45 Rússar hökkuðu fyrirtæki sem tengist kæru þingsins gegn Trump Trump Bandaríkjaforseti reyndi að fá úkraínsk stjórnvöld til að rannsaka gasfyrirtækið Burisma og pólitískan andstæðing sinn. Nú beina rússneskir hakkarar spjótum sínum að fyrirtækinu. 14. janúar 2020 11:45 Bauð upplýsingar um Biden í skiptum fyrir brottrekstur sendiherra Ný gögn varpa frekara ljósi á tilraunir bandamanna Trump Bandaríkjaforseta til að grafa upp skaðlegar upplýsingar um pólitískan andstæðing hans í Úkraínu. 15. janúar 2020 11:00 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins Sjá meira
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, tilkynnti í dag hvaða þingmenn munu flytja mál þingsins gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í öldungadeildinni, þar sem nokkurs konar réttarhöld munu fara fram. Um er að ræða þingmennina Adam Schiff, Jerry Nadler, Zoe Lofgren, Hakeem Jeffries, Jason Crow, Val Demings og Sylvia Garcia. Fulltrúadeildin mun greiða atkvæði seinna í dag um að senda embættisákærurnar gegn Trump til öldungadeildarinnar og er talið að réttarhöldin gætu hafist strax í næstu viku. Sjá einnig: Ætla ekki að fella ákærurnar niður án réttarhalda Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, hefur neitað að halda þessa atkvæðagreiðslu í nokkrar vikur með því markmiði að fá Mitch McConnell, forseta öldungadeildarinnar, til að tilkynna að Repúblikanar muni leyfa vitni í réttarhöldunum. McConnell hefur hins vegar ekki viljað skuldbinda sig til þess. Hvíta húsið kom í veg fyrir að flestir starfsmenn ríkisstjórnarinnar báru vitni í rannsókn fulltrúadeildarinnar og þar á meðal voru þeir helstu sem komu að Úkraínumálinu svokallaða. Má til dæmis nefna þá Mick Mulvaney, starfandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, Mike Pompeo, utanríkisráðherra, og John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump. Trump er gert að hafa beitt utanríkisstefnu Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu með því markmiði að þvinga Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu til að tilkynna upphaf tveggja rannsókna sem myndu nýtast Trump í kosningunum á næsta ári. Sú viðleitni hafi staðið yfir um mánaða skeið og hafi verið stýrt af Rudy Giuliani, einkalögmanni Trump. Ein rannsóknin átti að beinast gegn Joe Biden og syni hans og hin átti að snúa að meintum afskiptum yfirvalda Úkraínu af forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Það er lítið að marka báðar ásakanirnar. Vitni hafa líka sagt að Trump hafi ekki endilega viljað að rannsóknirnar færu fram. Honum var hins vegar mjög annt um að Zelensky myndi tilkynna tilvist rannsóknanna opinberlega. Mitch McConnell, forseti öldungadeildarinnar, hefur ekki viljað staðfesta hvort vitni verða kölluð til eða ekki. House Speaker Nancy Pelosi just announced who will serve as impeachment managers in the Senate trial and act as prosecutors by presenting the case against President Trump in the Ukraine scandal. https://t.co/80hYScuOqg pic.twitter.com/0MmIe51ngn— CNN (@CNN) January 15, 2020 NADLER: "We have to proceed, because the integrity of the election is at stake ... This is a test of the constitution ... The Senate is on trial, as well as the president." pic.twitter.com/XWM8mpMZ0j— Aaron Rupar (@atrupar) January 15, 2020 "We could have waited years to get further testimony but that would completely negate the impeachment power."@RepAdamSchiff says the time since the articles of impeachment were passed was "very effective" in bringing new evidence to light.Follow live: https://t.co/MML5Y54jhq pic.twitter.com/ARuLUNnZt0— Sky News (@SkyNews) January 15, 2020
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Allt útlit fyrir að réttarhöldin yfir Trump hefjist eftir viku Allt útlit er fyrir að formleg réttarhöld yfir Donald Trump, forseta Bandaríkjana, þar sem ákærur á hendur honum til embættismiss verða teknar fyrir í öldungadeildinni, hefjist eftir viku. Búist er við að fulltrúadeildin sendi ákærurnar formlega til meðferðar öldungadeilarinnar á morgun. 14. janúar 2020 20:00 Ætla ekki að fella ákærurnar niður án réttarhalda Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins ætla ekki að fella ákærurnar gegn Donald Trump, forseta, niður án réttarhalda, eoms og Trump hefur krafist. 14. janúar 2020 13:45 Rússar hökkuðu fyrirtæki sem tengist kæru þingsins gegn Trump Trump Bandaríkjaforseti reyndi að fá úkraínsk stjórnvöld til að rannsaka gasfyrirtækið Burisma og pólitískan andstæðing sinn. Nú beina rússneskir hakkarar spjótum sínum að fyrirtækinu. 14. janúar 2020 11:45 Bauð upplýsingar um Biden í skiptum fyrir brottrekstur sendiherra Ný gögn varpa frekara ljósi á tilraunir bandamanna Trump Bandaríkjaforseta til að grafa upp skaðlegar upplýsingar um pólitískan andstæðing hans í Úkraínu. 15. janúar 2020 11:00 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins Sjá meira
Allt útlit fyrir að réttarhöldin yfir Trump hefjist eftir viku Allt útlit er fyrir að formleg réttarhöld yfir Donald Trump, forseta Bandaríkjana, þar sem ákærur á hendur honum til embættismiss verða teknar fyrir í öldungadeildinni, hefjist eftir viku. Búist er við að fulltrúadeildin sendi ákærurnar formlega til meðferðar öldungadeilarinnar á morgun. 14. janúar 2020 20:00
Ætla ekki að fella ákærurnar niður án réttarhalda Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins ætla ekki að fella ákærurnar gegn Donald Trump, forseta, niður án réttarhalda, eoms og Trump hefur krafist. 14. janúar 2020 13:45
Rússar hökkuðu fyrirtæki sem tengist kæru þingsins gegn Trump Trump Bandaríkjaforseti reyndi að fá úkraínsk stjórnvöld til að rannsaka gasfyrirtækið Burisma og pólitískan andstæðing sinn. Nú beina rússneskir hakkarar spjótum sínum að fyrirtækinu. 14. janúar 2020 11:45
Bauð upplýsingar um Biden í skiptum fyrir brottrekstur sendiherra Ný gögn varpa frekara ljósi á tilraunir bandamanna Trump Bandaríkjaforseta til að grafa upp skaðlegar upplýsingar um pólitískan andstæðing hans í Úkraínu. 15. janúar 2020 11:00