Ruddi Öxnadalsheiði svo starfsmennirnir hans næðu flugi: „Ef þú hugsar vel um mennina þína þá hugsa þeir vel um þig“ Birgir Olgeirsson skrifar 11. janúar 2020 08:30 Akureyringurinn Finnur Aðalbjörnsson. Vísir/Baldur Akureyringur gerði sér lítið fyrir og ruddi veginn um Öxnadalsheiði í kolbrjáluðu veðri svo starfsmenn hans kæmust í kærkomið frí. Framtakið spurðist út sem varð til þess að nokkrir aðrir fengu að fljóta með, þar á meðal einn sem þurfti nauðsynlega að komast til læknis. Starfsmenn verktakafyrirtækis Finns Aðabjörnssonar á Akureyri höfðu beðið í tæpan sólarhring á miðvikudag eftir því að vegurinn um Öxnadalsheiði yrði opnaður. Þeir áttu bókað flug erlendis á fimmtudagsmorgun. Annars vegar ætlaði hluti þeirra til Birmingham og hins vegar til Svíþjóðar til að fylgjast með íslenska karlalandsliðinu keppa á Evrópumótinu í handbolta. Örvæntingafullir leituðu þeir til yfirmanns síns, Finns Aðalbjörnssonar eftir hjálp. „Þetta var nú bara smá grín fyrst. Þeir spurðu hvort ég gæti ekki bara farið og opnað fyrir þá. Við töluðum við Vegagerðina og spurðum hvort það væri ekki í lagi að stinga í gegn. Þeir sögðu það í lagi svo lengi sem við værum ekkert að gaspra um það,“ segir Finnur. Finnur segist sjaldan hafa séð svo mikla snjódýpt á heiðinni svo kílómetrum skipti.Aðsend Leyfið fékkst frá Vegagerðinni enda sér fyrirtæki Finns um snjómokstur á Akureyri og þeir vel búnir. Hann passaði sig að skemma ekkert fyrir þeim sem sjá um mokstur á heiðinni sem hann segir algjörar hetjur en hafi eðlilega þurft að hætta mokstri vegna veðurs. „Við vorum á okkar eigin ábyrgð þarna og passaði mig að valda ekki neinum óþægindum fyrir snjómoksturmennina sem moka heiðina. Þetta eru algjörir naglar sem hafa staðið sig svakalega vel. Þeir gáfust bara upp út af veðri, þeir gátu ekki opnað veginn út af brjáluðu veðri.“ Finnur segist sjaldan hafa séð aðra eins snjódýpt á heiðinni svo kílómetrum skipti. „Það var helvíti vont veður. Við vorum á móti vindinum alla leiðina. Það fauk allt á gluggann og maður sá ekkert út.“ Finnur segir strákana sem voru með honum hafa verið vel búna og stukku út með reglulegu millibili til að klifra upp á fjögur hundruð hestafla traktorinn, sem var búinn snjóblásara, til að berja af rúðunni. „Ég þurfti því aldrei að fara út.“ Heilt yfir tók það 9 tíma að ryðja veginn fram og til baka. Skyggnið var lítið sem ekkert að sögn Finns.Aðsend Ferðin spurðist þó fljótlega út. Þegar Finnur kom niður heiðina sá hann 23 bíla sem höfðu fylgt þeim og mikið þakklæti sem fylgdi. „Það fjölgaði alltaf í röðinni á eftir. Ég sá bara fremstu bílana sem voru á eftir mér. Þegar við komum niður í Skagafjörð voru 23 á eftir. Allir mjög þakklátir. Þar á meðal fullorðinn maður sem þurfti að komast til sænsk læknis sem var bara í Reykjavík einn dag til viðbótar. Það var ósköp gott að geta komið þessum manni suður.“ Sjö fylgdu síðan Finni til baka yfir heiðina. Þrátt fyrir níu tíma verk kom aldrei annað til greina en að aðstoða starfsmennina sína. „Ef þú hugsar vel um mennina þína þá hugsa þeir vel um þig.“ Starfsmennirnir rétt sluppu yfir Holtavörðuheiði áður en vegurinn var lokaður og komust í flug. Þegar fréttastofa hitti Finn var hann á leið til Boston með fjölskyldunni. Um er að ræða ferð sem börnin gáfu honum því þau höfðu séð hann lítið í desember vegna annríkis við snjómokstur fyrir norðan. „Það er búið að vera vont veður fyrir norðan lengi og mikill snjór. Þetta hefur verið nánast sleitulaust frá miðjum desember og þangað til í dag. Við fengum tvo daga í frí um jólin, það var allt of sumt. Menn eru orðnir pínu þreyttir.“ Akureyri Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Fleiri fréttir Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ Sjá meira
Akureyringur gerði sér lítið fyrir og ruddi veginn um Öxnadalsheiði í kolbrjáluðu veðri svo starfsmenn hans kæmust í kærkomið frí. Framtakið spurðist út sem varð til þess að nokkrir aðrir fengu að fljóta með, þar á meðal einn sem þurfti nauðsynlega að komast til læknis. Starfsmenn verktakafyrirtækis Finns Aðabjörnssonar á Akureyri höfðu beðið í tæpan sólarhring á miðvikudag eftir því að vegurinn um Öxnadalsheiði yrði opnaður. Þeir áttu bókað flug erlendis á fimmtudagsmorgun. Annars vegar ætlaði hluti þeirra til Birmingham og hins vegar til Svíþjóðar til að fylgjast með íslenska karlalandsliðinu keppa á Evrópumótinu í handbolta. Örvæntingafullir leituðu þeir til yfirmanns síns, Finns Aðalbjörnssonar eftir hjálp. „Þetta var nú bara smá grín fyrst. Þeir spurðu hvort ég gæti ekki bara farið og opnað fyrir þá. Við töluðum við Vegagerðina og spurðum hvort það væri ekki í lagi að stinga í gegn. Þeir sögðu það í lagi svo lengi sem við værum ekkert að gaspra um það,“ segir Finnur. Finnur segist sjaldan hafa séð svo mikla snjódýpt á heiðinni svo kílómetrum skipti.Aðsend Leyfið fékkst frá Vegagerðinni enda sér fyrirtæki Finns um snjómokstur á Akureyri og þeir vel búnir. Hann passaði sig að skemma ekkert fyrir þeim sem sjá um mokstur á heiðinni sem hann segir algjörar hetjur en hafi eðlilega þurft að hætta mokstri vegna veðurs. „Við vorum á okkar eigin ábyrgð þarna og passaði mig að valda ekki neinum óþægindum fyrir snjómoksturmennina sem moka heiðina. Þetta eru algjörir naglar sem hafa staðið sig svakalega vel. Þeir gáfust bara upp út af veðri, þeir gátu ekki opnað veginn út af brjáluðu veðri.“ Finnur segist sjaldan hafa séð aðra eins snjódýpt á heiðinni svo kílómetrum skipti. „Það var helvíti vont veður. Við vorum á móti vindinum alla leiðina. Það fauk allt á gluggann og maður sá ekkert út.“ Finnur segir strákana sem voru með honum hafa verið vel búna og stukku út með reglulegu millibili til að klifra upp á fjögur hundruð hestafla traktorinn, sem var búinn snjóblásara, til að berja af rúðunni. „Ég þurfti því aldrei að fara út.“ Heilt yfir tók það 9 tíma að ryðja veginn fram og til baka. Skyggnið var lítið sem ekkert að sögn Finns.Aðsend Ferðin spurðist þó fljótlega út. Þegar Finnur kom niður heiðina sá hann 23 bíla sem höfðu fylgt þeim og mikið þakklæti sem fylgdi. „Það fjölgaði alltaf í röðinni á eftir. Ég sá bara fremstu bílana sem voru á eftir mér. Þegar við komum niður í Skagafjörð voru 23 á eftir. Allir mjög þakklátir. Þar á meðal fullorðinn maður sem þurfti að komast til sænsk læknis sem var bara í Reykjavík einn dag til viðbótar. Það var ósköp gott að geta komið þessum manni suður.“ Sjö fylgdu síðan Finni til baka yfir heiðina. Þrátt fyrir níu tíma verk kom aldrei annað til greina en að aðstoða starfsmennina sína. „Ef þú hugsar vel um mennina þína þá hugsa þeir vel um þig.“ Starfsmennirnir rétt sluppu yfir Holtavörðuheiði áður en vegurinn var lokaður og komust í flug. Þegar fréttastofa hitti Finn var hann á leið til Boston með fjölskyldunni. Um er að ræða ferð sem börnin gáfu honum því þau höfðu séð hann lítið í desember vegna annríkis við snjómokstur fyrir norðan. „Það er búið að vera vont veður fyrir norðan lengi og mikill snjór. Þetta hefur verið nánast sleitulaust frá miðjum desember og þangað til í dag. Við fengum tvo daga í frí um jólin, það var allt of sumt. Menn eru orðnir pínu þreyttir.“
Akureyri Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Fleiri fréttir Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ Sjá meira