Nám starfsmanna Isavia í björgunar- og slökkviþjónustu ekki viðurkennt Jóhann K. Jóhannsson skrifar 26. febrúar 2020 18:45 Starfsmenn í flugvallarþjónustu Isavia hljóta ekki viðurkennda menntun á sviði slökkviliðs- og björgunarþjónustu hér á landi. Isavia telur ekki ástæðu til þess að gera breytingar á þessum kröfum en löggildum slökkviliðsmönnum hefur fækkað hjá félaginu. Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna slitu í síðustu viku kjaraviðræðum við Isavia þrátt fyrir að nýr kjarasamningur, sem nær til starfsmanna í björgunar- og slökkviþjónustu, væri svo gott sem tilbúinn. Bitbeinið er 18. grein í gildandi kjarasamningi þar sem kveðið er á um til hverra samningurinn nær, en Isavia vill ekki breyta kröfu um löggildingu slökkviliðsmanna sem sinna þjónustunni. Í dag hefur fjölmörgum störfum verið bætt við eins og snjóhreinsun- og hálkuvörnum, viðhaldi véla og miðlun upplýsinga um ástand flugbrauta. Af hundrað og sextíu starfsmönnum sem sinna starfinu í Reykjavík og Keflavík í dag eru aðeins tuttugu og níu með löggildingu. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia.Vísir/Baldur Er opinbert hlutafélagi ekki að gjaldfella störf slökkviliðsmanna með því að fækka þeim sem hafa löggildingu í starfi? „Alls ekki. Það er ekki gerð sú krafa að það sé löggilding. Þessir aðilar eru að sinna sömu störfum,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia. Sú menntun sem flugvallarstarfsmenn fá, er rúmlega 600 klukkustunda langt og nær til allra starfssviða, ekki bara slökkvi- og björgunarþjónustu. Meðal annars eru starfsmenn sendir í Danmerkur til þjálfunar. Námið er hins vegar ekki vottað af opinberum aðilum hér á landi og staðfesti Samgöngustofa það við fréttastofu. „Við vinnum þetta samkvæmt mati sem gert var fyrir nokkrum árum og er skilgreint og þetta er yfirfarið, vottað og staðfest af Samgöngustofu sem fylgist með framkvæmdinni á þessum störfum,“ segir Guðjón. „Við erum með þrautþjálfað starfsfólk hjá okkur sem sinnir þessum verkefnum. Við verum að hafa í huga að verkefnin hvað varðar slökkvi- og björgunarþjónustu á flugvöllum, hér á Reykjavíkurflugvelli og á öðrum flugvöllum er fyrsta viðbragð,“ Upplýsingafulltrúi Isavia segir ekki ástæðu til þess að gera frekari kröfur til þessa sem sinna björgunar- og slökkviþjónustu.Vísir/Baldur Ekki þörf á að gera breytingar og hafa löggilda starfsmenn í þessu starfi Miðað við svona langt nám og þær kröfur sem settar eru. Væri þá ekki hagur ykkar að þessir einstaklingar væri með löggildinu í sínu starfi? „Það var LSS sem óskaði eftir því fyrirkomulagi sem að er við lýði núna...,“ segir Guðjón.Hvað finnst þér? „Við teljum að það sé ekki ástæða til að breyta því fyrirkomulagi sem nú til staðar,“ segir Guðjóns.En eru menn ekki að ganga inni í störf lögverndaðrar starfsgreinar? „Við erum með öflugt fólk sem að vinnur mjög vel í því starfi sem það er að sinna og það fyrirkomulag...,“ segir Guðjón.Starfið er lögverndað? „Þetta fyrirkomulag er byggt á því sem að LSS óskaði eftir á sínum tíma og við teljum ekki ástæðu til þess að breyta því,“ segir Guðjón. Fréttir af flugi Skóla - og menntamál Slökkvilið Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Sjá meira
Starfsmenn í flugvallarþjónustu Isavia hljóta ekki viðurkennda menntun á sviði slökkviliðs- og björgunarþjónustu hér á landi. Isavia telur ekki ástæðu til þess að gera breytingar á þessum kröfum en löggildum slökkviliðsmönnum hefur fækkað hjá félaginu. Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna slitu í síðustu viku kjaraviðræðum við Isavia þrátt fyrir að nýr kjarasamningur, sem nær til starfsmanna í björgunar- og slökkviþjónustu, væri svo gott sem tilbúinn. Bitbeinið er 18. grein í gildandi kjarasamningi þar sem kveðið er á um til hverra samningurinn nær, en Isavia vill ekki breyta kröfu um löggildingu slökkviliðsmanna sem sinna þjónustunni. Í dag hefur fjölmörgum störfum verið bætt við eins og snjóhreinsun- og hálkuvörnum, viðhaldi véla og miðlun upplýsinga um ástand flugbrauta. Af hundrað og sextíu starfsmönnum sem sinna starfinu í Reykjavík og Keflavík í dag eru aðeins tuttugu og níu með löggildingu. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia.Vísir/Baldur Er opinbert hlutafélagi ekki að gjaldfella störf slökkviliðsmanna með því að fækka þeim sem hafa löggildingu í starfi? „Alls ekki. Það er ekki gerð sú krafa að það sé löggilding. Þessir aðilar eru að sinna sömu störfum,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia. Sú menntun sem flugvallarstarfsmenn fá, er rúmlega 600 klukkustunda langt og nær til allra starfssviða, ekki bara slökkvi- og björgunarþjónustu. Meðal annars eru starfsmenn sendir í Danmerkur til þjálfunar. Námið er hins vegar ekki vottað af opinberum aðilum hér á landi og staðfesti Samgöngustofa það við fréttastofu. „Við vinnum þetta samkvæmt mati sem gert var fyrir nokkrum árum og er skilgreint og þetta er yfirfarið, vottað og staðfest af Samgöngustofu sem fylgist með framkvæmdinni á þessum störfum,“ segir Guðjón. „Við erum með þrautþjálfað starfsfólk hjá okkur sem sinnir þessum verkefnum. Við verum að hafa í huga að verkefnin hvað varðar slökkvi- og björgunarþjónustu á flugvöllum, hér á Reykjavíkurflugvelli og á öðrum flugvöllum er fyrsta viðbragð,“ Upplýsingafulltrúi Isavia segir ekki ástæðu til þess að gera frekari kröfur til þessa sem sinna björgunar- og slökkviþjónustu.Vísir/Baldur Ekki þörf á að gera breytingar og hafa löggilda starfsmenn í þessu starfi Miðað við svona langt nám og þær kröfur sem settar eru. Væri þá ekki hagur ykkar að þessir einstaklingar væri með löggildinu í sínu starfi? „Það var LSS sem óskaði eftir því fyrirkomulagi sem að er við lýði núna...,“ segir Guðjón.Hvað finnst þér? „Við teljum að það sé ekki ástæða til að breyta því fyrirkomulagi sem nú til staðar,“ segir Guðjóns.En eru menn ekki að ganga inni í störf lögverndaðrar starfsgreinar? „Við erum með öflugt fólk sem að vinnur mjög vel í því starfi sem það er að sinna og það fyrirkomulag...,“ segir Guðjón.Starfið er lögverndað? „Þetta fyrirkomulag er byggt á því sem að LSS óskaði eftir á sínum tíma og við teljum ekki ástæðu til þess að breyta því,“ segir Guðjón.
Fréttir af flugi Skóla - og menntamál Slökkvilið Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Sjá meira