Mikið um dýrðir í fyrstu opinberu heimsókn Trump til Indlands Kjartan Kjartansson skrifar 24. febrúar 2020 10:23 Modi leiðir Trump-hjónin út á sviðið á Sardar Patel-leikvanginum í Ahmedabad í dag. AP/Alex Brandon Áætlað er að um hundrað þúsund manns hafi fyllt krikketvöll í Ahmedabad á Indland þegar Narendra Modi forsætisráðherra og Donald Trump Bandaríkjaforseti héldu þar sameiginlegan útifund við upphaf opinberrar heimsóknar þess síðarnefnda. Tekið hefur verið á móti Trump með kostum og kynjum á Indlandi. Forsetarnir jusu hvor annan lofi fyrir framan mannfjöldann á Motera-leikvanginum í Gujarat, heimaríki Modi forsætisráðherra, og lögðu áherslu á náin tengsl ríkjanna tveggja. „Allir elska hann en ég skal sko segja ykkur það að hann er harður í horn að taka!“ sagði Trump um indverska forsætisráðherrann. Mikið var um dýrðir á útifundinum. Tónlistarmenn á kameldýrum og Bollywood-smellir heyrðust í bland við lög sem framboð Trump spilar á kosningafundum sínum, þar á meðal ýmis lög með breska söngvaranum Elton John, að sögn AP-fréttastofunnar. Margir voru með grímur með andlitum Trump og Modi. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Trump hafi átt erfitt með að bera fram indversk nöfn í ræðu sinni. Þannig kallaði hann meðal annars Vedas, helga ritningu hindúa, „Vestas“. Margir yfirgáfu leikvanginn eftir að Modi lauk máli sínu undir ræðu Trump. Fyrr um daginn höfðu hundruð þúsundir borgarbúa þyrpst út á götur til að fagna Trump og Modi. Yfirvöld höfðu tjaldað öllu til, þrifið götur og plantað blómum auk þess sem hundruð auglýsingaskilti með andlitum Trump og eiginkonu hans Melaniu skreyttu göturnar. Trump-hjónin ætla að heimsækja Taj Mahal-grafhýsið í Agra í Indlandsheimsókn sinni sem stendur í einn og hálfan sólarhring. Fyrr í dag skoðuðu þau heimabæ Mahatma Gandí, frelsishetju Indverja, sem fæddist í Gujarat. Trump spreytti sig á rokki þegar hann heimsótti heimili Gandí.AP/Alex Brandon Bandaríkin Donald Trump Indland Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Áætlað er að um hundrað þúsund manns hafi fyllt krikketvöll í Ahmedabad á Indland þegar Narendra Modi forsætisráðherra og Donald Trump Bandaríkjaforseti héldu þar sameiginlegan útifund við upphaf opinberrar heimsóknar þess síðarnefnda. Tekið hefur verið á móti Trump með kostum og kynjum á Indlandi. Forsetarnir jusu hvor annan lofi fyrir framan mannfjöldann á Motera-leikvanginum í Gujarat, heimaríki Modi forsætisráðherra, og lögðu áherslu á náin tengsl ríkjanna tveggja. „Allir elska hann en ég skal sko segja ykkur það að hann er harður í horn að taka!“ sagði Trump um indverska forsætisráðherrann. Mikið var um dýrðir á útifundinum. Tónlistarmenn á kameldýrum og Bollywood-smellir heyrðust í bland við lög sem framboð Trump spilar á kosningafundum sínum, þar á meðal ýmis lög með breska söngvaranum Elton John, að sögn AP-fréttastofunnar. Margir voru með grímur með andlitum Trump og Modi. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Trump hafi átt erfitt með að bera fram indversk nöfn í ræðu sinni. Þannig kallaði hann meðal annars Vedas, helga ritningu hindúa, „Vestas“. Margir yfirgáfu leikvanginn eftir að Modi lauk máli sínu undir ræðu Trump. Fyrr um daginn höfðu hundruð þúsundir borgarbúa þyrpst út á götur til að fagna Trump og Modi. Yfirvöld höfðu tjaldað öllu til, þrifið götur og plantað blómum auk þess sem hundruð auglýsingaskilti með andlitum Trump og eiginkonu hans Melaniu skreyttu göturnar. Trump-hjónin ætla að heimsækja Taj Mahal-grafhýsið í Agra í Indlandsheimsókn sinni sem stendur í einn og hálfan sólarhring. Fyrr í dag skoðuðu þau heimabæ Mahatma Gandí, frelsishetju Indverja, sem fæddist í Gujarat. Trump spreytti sig á rokki þegar hann heimsótti heimili Gandí.AP/Alex Brandon
Bandaríkin Donald Trump Indland Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira